Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 47

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 47
MÓTHERJI GURRÝJAR HANNA KATRÍN FRIÐRIKSEN LEIKMAÐUR VALS: Guðríðurertvímælalaustein besta handknattleikskona íslands fyrr og síðar. Hún hefur verið áberandi í ís- lenskum kvennahandbolta í mörg ár og virðist eiga nóg eftir. Styrkur Gurr- ýar gegnum árin hefur aðallega legið í því hversu góð skytta hún er og enn virðist engin líklega til þess að ógna stöðu hennar þar. Leikstíll hennar hefur reyndar breyst og nú síðari árin er hún orðin mjög góður varnarmað- ur, en á þann þátt lagði hún minni áherslu áður. Gurrý er líka þannig skapi farin að hún leikur alltaf best þegar mikið liggur við og vegur keppnisskap hennar þungt. Það hefur oft gerst þegar framundan er mikilvægur leik- ur hjá Fram að andstæðingarnir hafa talað um að Gurrý sé ekki í formi — hún hafi ekki leiki vel í síðustu leikj- um. Gurrý getur átt sína lélegu leiki einsogaðrir. Þeireru þófáirogþegar mikið liggurvið klikkar hún ekki. Það er bara óskhyggja andstæðinganna. Óslitin sigurganga Fram undanfar- in ár er að mestu leyti tveimur leik- mönnum Fram að þakka — Gurrýog Kolbrúnu markverði. Islenskur kvennahandbolti er slakur miðað við það sem best gerist í heiminum. Með leikjum sínum með landsliðinu og í Evrópuleikjum með Fram má segja að Gurrý hafi virkilega sýnt hvað í henni býr gegn sterkum mótherjum. Fyrir tveimur árum lék Fram Evrópu- leik gegn sovésku liði sem var og er meðal sterkustu félagsliða heims. Sovéska liðið vann örugglega en Gurrý var besti leikmaður vallarins og gerði mörg glæsileg mörk með uppstökkum fyrir utan. Það þarf varla að taka það fram að sovésku stúlk- urnar voru flestar tæpir tveir metrar á hæð. Það er engin spurning að Gurrý er erfiðasti andstæðingur minn í hand- boltanum gegnum árin. Það eru ef- laust margar sem hafa þá sögu að segja en einu sinni heyrði ég Gurrý viðurkenna að hún legði sig alltaf meira fram gegn Val en öðrum lið- um. Og þá er ekki að sökum að spyrja. í mikilvægum leikjum er oft meiri pressa á Gurrý en öðrum því þjálfarar og meðspilarar treysta mjög á að hún bjargi málunum. Ég lék lengi með Gurrý í í landsliðinu og verð að segja að það er ólíkt þægi- legra að hafa hana sem meðspilara en mótherja. Það er ekki einfalt mál að telja up galla Gurrýar sem handknattleiks- konu. Það má kannski árétta að varn- arleikurinn var ekki hennar sterkasta hlið fyrir nokkrum árum en í dag er hún að mínu mati jafnvíg í vörn og sókn. Gurrý átti það til áður að vera svolítil prímadonna. Ég man að þegar ég var að byrja að leika gegn henni var alltaf uppálagt af þjálfurum að koma Gurrý í fýlu. Þar með væri hún úr leik. Hún er líka skapstór á vellin- um og á það til í hita leiksins að skamma meðspilara sína óspart ef henni finnstástæða til. Þetta hefurþó allt breyst með árunum. Leikstíll Gurrýjar hefur líka breyst því að hún leggur nú meiri áherslu á að leika meðspilara sína uppi, en það er al- gengt með reynslumeiri leikmenn. Það er akkur fyrir íslenskan kvenna- handbolta að hafa Gurrý áfram í bar- áttunni en sem mótherji vona ég að hún fari nú að hætta þessu og snúa sér að hannyrðum!" GUÐMUNDUR HRAFNKELSSON, LANDSLiÐS- MARKVÖRÐUR í HANDBOLTA Ætlar þú að skipta um félag að keppnistímabilinu loknu, Guðmundur? (Bergsveinn Bergsveinsson hefur verið aðalmarkvörður FH í vetur þótt Guðmundur sé aðalmark- vörður landsliðsins) Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður. „Ég hef alls ekkert ákveðið í þeim efnum og ætla ekki að hugsa um það fyrr en keppnistímabilinu lýkur. Ég vil ekki fyrir nokkra muni láta slíkar hugleiðingar trufla mig núna þegar baráttan er í algleymingi. Nei, éggetekki svar- að því að svo stöddu hvort félag- askipti koma til greina." 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.