Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 55

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 55
ganga til liðs við Ármann og þar hef ég verið undir stjórn Stefáns Jóhanns- sonar á sjötta ár." — Hversu stóran þátt á Stefán í árangri þínum? „Án hans gæti ég varla neitt. Sam- vinna okkur hefur verið mjög góð og hún er lykill þess að ég hef tekið góð- um framförum. Stefán er óhræddur að reyna nýjar þjálfunaraðferðir, sem hafa gefist vel, og ég treysti honum fullkomlega. Ég veit ekki til þess að neinir aðrir frjálsíþróttamenn hér heima æfi eins og við. Stefán er að mínu mati langbesti frjálsíþrótta- þjálfarinn hér á landi. Hann hefur sýnt það og sannað með árangri okk- ar fremsta íþróttafólks sem hann hef- ur meira eða minna liðsinnt. Þeir, sem nenna að leggja á sig mikla vinnu, uppskera vel hjá Stefáni." — Hafa orðið miklar áherslubreyt- kg í„clean" og 60 kg þrisvar sinnum í axlapressu — sitjandi. Þetta eru þeir „toppar" sem hann tók síðast. Is- landsmet hans í 50 m hlaupi er 5,6 sek. (handtímataka), 6,86 sek. í 60 m hlaupi (rafmagnstímataka) og 10,5 sek. í 100 m hlaupi (handtímataka), sem jafngildir 10,74 í rafmagnstíma- töku. íslandsmet Vilmundar Vilhjálms- sonar er 10,46 sek. (rafmagnstíma- taka) og segist Einar ætla að höggva nærri því í sumar. „Það fellur á næsta ári," segir hann alvörugefinn eins og endranær þegar hann ræðir næstu markmið sín. Hann er greinilega ákveðinn ungur maður. „Annars er það undarlegt hvað maður finnur stundum til mikillar öf- undar frá öðrum hlaupurum. Eftir að ég setti íslandsmetið í 50 m hlaupi innanhúss á dögunum mátti greina Einar Þór ásamt þjálfara sínum, Stefáni Jóhannssyni. ingar í æfingum hjá þér á síðustu ár- um? „Æfingarnar eru mun sérhæfðari núna en áður. Fyrstu árin eftir að ég byrjaði að æfa bætti ég mig lítið — mest um 1-2 sekúnduþrot á ári. Ég gerði mikið af alhliða æfingum og þóttég hafi ekki verið sáttur við þær á þeim tíma geri ég mér grein fyrir því núna hversu mikilvægar þær voru. Tvö síðustu árin hefur sérhæfingin aukist verulega og hef ég bætt mig eftir því. Ég bý vel að þeim grunni, sem ég fékk fyrstu árin, og hef þar af leiðandi sloppið við meiðsli." Einarhefurbættsig verulega íýms- um æfingum sem hann gerir reglu- lega. Hann hefur lyft 200 kg í hné- beygjum, 107,5 kg í bekkpressu, 105 fýlu í mörgum. Það er eins og það þurfi oft að rísa upp einhver öfund ef einhverjum gengur vel á íslandi. Ég fann þetta líka meðal fólks sem er mikið í kringum frjálsíþróttirnar. Öf- undin getur verið ótrúleg." — Komstu sjálfum þér á óvart með því að setja Islandsmet í50 m hlaupi í Baldurshaga? „Nei, en það kom mér kannski á óvart að hlaupa tvisvar sinnum á sama tíma. Sérstaklega vegna þess að ég baðaði út höndunum eins og kjáni í úrslitahlaupinu. Ég slakaði ósjálfrátt á." — Ertu mjög meðvitaður um lík- amlegt ástand þitt — þannig að þú vitir hreinlega í hvert skipti hvort þú munir setja met eða ekki? „íslandsmet Vilmundar Vilhjálms- sonar fellur á næsta ári," segir Einar. „Já, ég finn þetta oftast á mér. í vetur hef ég iðulega getað sagt fyrir um það hvortég muni bæta mig, t.d. í bekkpressu, hnébeygjum eða ein- hverju öðru. Ég hef þroskast mikið hvað þetta varðar og er mun öruggari með það sem ég er að gera." — Hversu lengi bjóða aðstæður á íslandi upp á það að þú bætir þig enn frekar? MEÐALMENNSKAN RÍKJANDI HÉR „Það getur verið margt annað en aðstöðuleysi sem gerir það að verk- um að ég bæti mig ekki. Ég er sáttur við aðstöðuna eins og er þótt hún sé ekkert sérstök. Ég á bara engra kosta völ. Sjálfsagt fer ég erlendis að æfa einhvern tímann í framtíðinni en ég er ekki mikið fyrir það að ákveða slíkt langt fram í tímann. Ég lýk stúdents- prófi í vor og svo kemur í Ijós hvað ég geri." Einar segir að það sé ekki mikill 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.