Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 62

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 62
Falur Jóhann Harðarson, leikmaður með úrvalsdeildarliði Keflavíkur í körfubolta MEÐ BROS Á VÖR Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Grímur Bjarnason „Þetta gæti hugsanlega verið mitt síðasta keppnistímabil með Keflavík í bili þótt of snemmt sé að segja til um hver framvinda mála verði. Eg og unnusta mín, Margrét Sturlaugsdótt- ir, höfum áhuga á því að stunda nám í Bandaríkjunum næsta vetur og leika körfubolta samhliða náminu. David Grisson, félagi minn sem leik- ur með Val, er að kanna fyrir mig hvort einhver möguleiki sé að kom- ast að hjá háskólaliði. Vonandi geng- ur það upp." Það yrði gífurleg blóðtaka fyrir úr- valsdeildarlið Keflavfkur að missa Fal Harðarson til útlanda en um leið ánægjulegt fyrir hann að takast á við ný verkefni. Falur er síður en svo ókunnugur Bandaríkjunum því vet- urinn 1985-'86 stundaði hann menntaskólanám í Camp Hill sem er í útjarðri Harrisburg í Pennsylvania. „Þetta var mjög eftirminnilegur vet- ur," segir Falur. „Ég þyngdist um heil 15 kíló þennan vetur og stækkaði meira að segja líka. Lyftingarnar höfðu sitt að segja. Ég var hálfgerð písl þegar ég fór út en bætti miklu á mig. Þarna úti lærði ég virkilega að spila varnarleik og mun meira er lagt upp úr vörn f Bandarfkjunum en hér heima. Að mínu mati vinna lið frekar leiki á vörn heldur en sókn. Sóknin kemur yfirleitt af sjálfu sér. Mér gekk vel þennan vetur, skoraði 15 stig að meðaltali í leik og lærði gífurlega mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.