Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 66

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 66
Falur var ekki mjög fús til þess að segja álit sitt á dómgæslunni í vetur en lét þó tilleiðast. „Mér finnst sumir dómarar misskilja tilgang sinn inni á vellinum. Þeir halda að fólkið sé komið til þess að horfa á þá og þess vegna vilja þeir vera í aðalhlutverk- inu. Þetta á alls ekki við um alla en þegar á heildina er litið hefur dóm- gæslan þó verið þokkaleg." — Ertu sáttur við eigin frammi- stöðu í vetur? „Já, ég er það — og sömuleiðis gengi liðsins. Ég bjóst satt að segja ekki við svona góðu gengi af okkar hálfu. Sjálfur setti ég mér það tak- mark að skora 15-17 stig að meðaltal i í leik en þau eru 21 talsins fram til þessa. Ég telst víst þokkalega snöggur leikmaður og þar af leiðandi finnst mér gaman að spila hraðan körfu- bolta. Ég hef oft átt auðvelt með að skora eftir hraðaupphlaup en það er vitanlega mikið meðspilurunum að þakka." — Hverjar eru þínar sterkustu og veikustu hliðar sem leikmaður? „Ég er nokkuð snöggur og spila vörnina þokkalega en ég gæti alltaf bætt mig í boltameðferð. Það geta vitaskuld allir sem hafa áhuga á því á annað borð. Ég er alls ekki að kvarta en í boltagreinum verður maður aldrei fullnuma hvað tækni varðar." — Mér er sagt að þú sért einn sá hressasti í deildinni — er það satt? „Ég hef yfirleitt gaman af því að láta eins og krakki og ég held að mað- urverði aldrei ofgamall til þess. Ég á ekki langt að sækja þetta því pabbi minn er svona. Maður hlýtur að ná betri árangri í því sem maður tekur sér fyrir hendur með bros á vör en í fýlu. Ég nenni hreinlegaekki að veraí fýlu. Það hefur ekkert upp á sig. Ég er þóekki alltaf brosandi þvíégá það til að láta skoðanir mínar í Ijós inni á vellinum ef mér finnst leikurinn vera að þróast út í einhverja vitleysu. Maður sættir sig vitanlega ekki við meðalmennsku með bros á vör." Falur tók við þjálfun meistara- flokks kvenna þegartöluvert var liðið á veturinn en með liðinu leikur unn- usta hans, Margrét Sturlaugsdóttir. „Þetta er í annað sinn sem ég þjálfa meistaraflokk kvenna og íbæði skipt- in hef ég tekið við af erlendum leik- mönnum og þjálfurum sem hafa farið af landi brott. Þetta er mjög tímafrekt og þrjú kvöld í viku dvel ég alfarið í íþróttahúsinu — fyrst sjálfur á æfingu og síðan við þjálfun. Mér finnst að vissu leyti erfitt að þjálfa en erfiðast er að geta ekkert gert sjálfur nema með orðum. Það er slæmt að fá ekki að taka þátt inni á vellinum." — Hverjir verða íslands- og bikar- meistarar? „Við eigum jafna möguleika og KR-ingar á þvf að vinna bikarinn og vitanlega stefnum við að sigri. Ég tel okkur geta unnið KR-inga þótt við höfum tapað fyrir þeim fyrir skömmu. Þeir hafa styrkst töluvert eftir að Guðni Guðnason byrjaði að leika með þeim að nýju. í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn getur allt gerst en vonandi gengur okkur allt í haginn." — Er það eitthvað sérstakt sem þig dreymir um að gera í framtíðinni? „Það má segja að allir mínir draumar um þessar mundir tengist körfuboltanum. Mig langartil þessað leika körfubolta í Bandaríkjunum samhliða háskólanámi. Ég veitvel að ég er ekki að missa af neinu hér heima þótt ég bregði mér út um stundarsakir. Ég fann það best þegar ég koma heim eftir vetrardvöl erlend- is. Maður er ekki ungur nema einu sinni og því er um að gera að reyna fyrir sér á nýjum vettvangi." Sundmiðstöðin í Keflavík Sími 11500 Sundmiðstöðin er opin fyrir almenning: mánud.-föstud. kl. 7-21 laugardaga kl. 8-18 sunnudaga kl. 9-16 30 mín. eftir ofanskráðan lokunartíma eru sundmiðstöðvargestir kallaðir upp úr lauginni. Meðan skólasund stenduryfirfá börn ekki aðgang að sundstaðnum nema í fylgd með fullorðnum. Sundmiðstöðin í Keflavík 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.