Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 6

Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 6
VERÐUR FERÐASKRIFSTOFA / / ISI AÐ VERULEIKA??? Texti: Ellen Ingvadóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson í desember árið 1987 var að til- lögu Sundsambands íslands skipuð nefnd til að gera könnun á því hvort fýsilegt væri fyrir íþróttahreyfing- una að stofna til sérhæfðrar ferða- þjónustu fyrir sér- og héraðssam- bönd íþróttasambands íslands. Mál- ið var í könnun í liðlega tvö ár og skýrslur gerðar. Hver er staða þessa máls nú? Var verið að þyrla upp moldroki eða er mögulegt að íþróttahreyfingin geti aukið þjónust- una við umbjóðendur sína og jafn- framt sparað fé með því að stofna eigin ferðaskrifstofu? Eru líkur á því að slíkt geti gerst innan skamms tíma? Ástæða þess að Sundsamband ís- lands kom með tillögu um stofnun ferðaþjónustuíþróttahreyfingarinnar var þríþætt: Að auka þjónustuna við hreyfinguna á landsvísu, að lækka ferðakostnað og síðast en ekki síst að kanna möguleikana á því hvort ferðaþjónusta innan vébanda þessar- ar stærstu hreyfingar landsins myndi gefa henni eitthvað í aðra hönd, þ.e. hvort hún hefði hagnað af slíkum rekstri. Þrátt fyrir að flugfargjöld hafi lækkað að raungildi á sl. árum er kostnaður við ferðalög íþróttahópa f keppnir og æfingabúðir erlendis þungur baggi á sér- og héraðssam- böndunum. Með tilliti til legu lands- ins eru valkostir þeirra, sem á utan- landsferðir hyggja, ekki ýkja margir, reyndar eru kostirnir aðeins tveir, þ.e. að ferðast með flugi eða með Verður sérhæfð ferðaskrifstofa ÍSÍ að veruleika á næstu árum? Þó nokkrar líkur eru á því. ferju frá Austfjörðum sem er vissum annmörkum háð. ÍSÍ rekur ekki ferðaþjónustu fyrir umbjóðendur sína heldur sjá sér- og héraðssamböndin sjálf, eða einstök íþróttafélög innan þeirra, um alla skipulagningu ferðanna. Um nokk- urra ára skeið hefur verið í gildi samningur milli ISI og Flugleiða, sem erendurnýjaðurá hverju ári, og veitir hann íþróttahreyfingunni ákveðinn afslátt af fargjöldum á flugleiðum innanlands og utan. Ýmsum innan hreyfingarinnar finnst hins vegar að afslátturinn, sem fæst með þessum samningi, sé ákaflega takmarkaður og að ef til vill gæti sérhæfð ferða- þjónusta ÍSÍ, ef til hennar væri stofn- að, þjónað hagsmunum heildarinnar betur en fyrrgreindur samningur. Reyndar er það álit margra að gildi samningsins með tilliti til afsláttar af flugfargjöldunum fari sífellt minnk- andi og kenna þeir Flugleiðum um áhugaleysi á þjónustu við þann stóra hóp viðskiptavina sem í íþróttahreyf- ingunni er að finna. MISMUNANDI SAMNINGSSTAÐA Aðstaða hinna ýmsu sér- og hér- aðssambanda til samninga við ferða- þjónustuaðila er ákaflega mismun- andi og segja má að stærð hópanna ráði mestu um hve lág fargjöld er hægtað semja um en að sjálfsögðu er ákveðið þak á því. Algengt er að íþróttahópar gisti í skólum eða öðru ódýru húsnæði sem íþróttasambönd eða félög erlendis útvega þeim. Ekki hafa öll íþróttafélög á íslandi greiðan aðgang að slíkri aðstöðu og þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.