Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 17
Fyrir utan það að fá um 250.000 krónur í laun á dag er Baggio á skósamningi hjá Diadora og fær dágóða fúlgur fyrir það. og oft við undarlegar aðstæður. Það var til dæmis umtalað þegar hann gifti sig og í brúðkaupsveisl- unni sjálfri var hann ekki í rónni fyrr en hann komst út á stétt og gat spilað svolítið við nokkra af gest- unum. Ein frænka hans segir svo frá: „Meðan við sátum til borðs í veislunni var hann með bolta und- ir borði sem hann hélt á milli fót- anna. Hann borðaði hratt og um leið og hann var búinn að borða þaut hann út í garð f fótbolta." Tito Rizzi var lögregluþjónn í þorpinu Caldogno þegar Roberto var að alast upp. Hann rifjar upp: „Áður en hann byrjaði í skóla var hann alltaf úti í fótbolta. Stundum lék hann sér úti á götu og æfði sig með því að hlaupa með boltann á milli kyrrstæðra bíla. Ég þurfti oft að banna honum hitt og þetta því mér þótti hann helst til djarfur í leiknum. Stundum gerði ég bolt- ana hans upptæka og síðan kom hann til mín á stöðina niðurlútur og undirgefinn nokkrum dögum síðar og bað mig um að láta sig fá boltann aftur. Hann lofaði að leika sér bara með hann á þar til gerðum leiksvæðum en klukkutíma síðar gat ég gengið að honum vísum með boltann á harðahlaupum á milli bílanna." Það liðu ekki mörg ár milli þess sem Roberto lék sér í fótbolta á götunni og þar til hann fór að æfa með liði. Hann var valinn í lið þorpsins og þótti einstökum hæfi- leikum gæddur. Hann hafði þá þegar hraða brasilísku leikmann- anna og gott vald á tækni sem meiri áhersla er lögð á í evrópskri knattspyrnu. Þegar hann var tíu ára lék hann með unglingaliðinu og skoraði oft og örugglega. Vicenza keypti síðan þennan efni- lega leikmann fyrir 25 þúsund ís- lenskar krónur. Þá var Roberto 13 ára gamall og fáir gerðu sér grein fyrir að þetta væri fyrsta skrefið í átt að heimsfrægð. Ferillinn hefst fyrir alvöru Fiorentina keypti Baggio sumar- ið 1985 fyrir 140 milljónir ís- lenskra króna frá Vicenza, þriðju deildar liði sem Roberto hafði leik- ið með frá því hann var 15 ára gam- all. Hann hafði vakið athygli út- sendara 1. deildarliðanna fyrir frá- bæra frammistöðu, sérstaklega leikárið '83-'84. „Þá lékég 29 leiki og skoraði 12 mörk. Það var frábær tími!" segir hann og bætir síðan við dapurlegri á svip: „Þar til 5. maí þegar ég lék á móti Rimini og meiddist enn einu sinni. Þá eyðil- agði ég liðböndin í hægra hné og var frá í nokkra mánuði." Roberto Baggio er líklega sá leikmaður sem einna oftast hefur orðið fyrir meiðslum í ítölsku knattspyrnunni en alltaf hefur honum tekist að ná góðum bata og þjálfa sig upp aftur. Viljastyrkur hans og ákveðni eru með eindæm- um segja þeir sem vel þekkja hann. Hann þjálfar sig heima und- ir leiðsögn sérfræðinga og hættir ekki fyrr en hann hefur náð bata að nýju. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.