Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 19

Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 19
áðuren þú ákvaðstað ganga til liðs við Juventus. Meðal annars hafði Real Madrid áhuga á þér og einnig Barcelona. Hafðir þú aldrei áhuga á að leika á Spáni? „Nei, ekki verulegan, því ég er heimakær ítali og uni mér best hér. Mér þótti hins vegar gaman að þessi lið skyldu sýna mér áhuga. Það er alltaf gaman að fá staðfest- ingu á því að fólki þykir þú hafa eitthvað sérstakt til brunns að bera." Þetta eru oft ólátabelgir sem fá útrás fyrir óútskýranlegar hvatir — Þú hefur barist ötullega gegn ofbeldi á leikvöllum meðal aðdá- enda, finnst þér það vera í verka- hring leikmanna að reyna að koma í veg fyrir slagsmál áhorfenda? „Já, þótt hin raunverulega ástæða fyrir slagsmálunum sé ekki knattspyrnan sem slík. Hún er í flestum tilfellum eingöngu yfir- skyn. Þetta eru oft ólátabelgir sem nota tækifærið, þegar þeir koma í fjölmenni, til að fá útrás fyrir ein- hverjar óskiljanlegar kendir. Þetta er alvarlegt vandamál og ég á von á að einhverjir líti á okkur sem fyrirmynd svo ef við biðjum aðdá- endur okkar um að hegða sér eins og siðmenntað fólk, þá hlýtur það að skila sér alla vega að einhverju leyti. Mér finnst það skylda okkar leikmanna að standa saman um það að leikir geti farið friðsamlega fram. Það er alvarlegt þegar for- eldrar vilja ekki hleypa börnum sínum á leikina og fólk vill frekar fylgjast með þeim í sjónvarpi af hræðslu við að verða lamið og lim- lest af brjálæðingum. Ofbeldið vinnur á móti knattspyrnunni og þar af leiðandi á móti okkur sem höfum hana að atvinnu." — Hvað þykir þér best að gera í frístundum? „Við hjónin erum bæði heima- kær og okkur þykir gott að hlusta á góða tónlist heima í stofu. Við er- um bæði miklir rokk-aðdáendur og Prince er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, einnig finnst mér ítalski söngvarinn Renato Zero skemmti- Mörgum þykir Roberto góður leiðtogi á vellinum en sjálfur segist hann ekki líta á sjálfan sig sem slíkan. „Það þarf 11 menn í hvoru liði til að leikurinn geti gengið upp," segir hann. legur en hann er algjör andstæða Prince, sem er að mínu áliti raun- verulegur prins dægurlagatónlist- arinnar. Ég á öll mörkin sem ég hef skorað á myndbandi og ég setti lagið Purple Rain inná spóluna og nýt þess að horfa á mörkin mín og láta Prince syngja undir! Útivera er líka eitt af helstu áhugamálum mínum og ég nýt þess að vera í tengslum við náttúruna." Fólk ætti að fá sér gleraugu! Roberto Baggio og Andreina kona hans voru kærustupar í sjö ár áður en þau gengu í það heilaga, en þau kynntust í skóla. „Það gekk á ýmsu áður en við giftum okkur og við deildum súru og sætu. Það má segja að við höfum alist upp sam- an því við vorum svo ung þegar við kynntumst. Hún er hógvær og lát- laus kona og þegar ég giftist henni fyrir tveimur árum upplifði ég stærstu stund í lífi mínu. Nú er önnur stund komin í staðin og það er þegar mér var tilkynnt að dóttir okkar hefði fæðst í desember síð- astliðnum. Ég gat nefnilega ekki verið viðstaddur." — Varst þú ekki einmitt að leika þegar hún fæddist? „Nei, en ég var í hvíldarbúðum með liðinu daginn fyrir leik þegar hún fæddist. Ég hefði svo gjarnan viljað vera viðstaddur fæðinguna, en fékk ekki leyfi frá félaginu til þess. Ég passa mig bara að vera á réttum stað á réttum tíma næst!" — Hafið þið í hyggju að eignast mörg börn? „Já, eitt knattspyrnulið! Nei, við höfum engar ákveðnar hugmyndir 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.