Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 27

Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 27
in lofar góðu hjá liðinu. Það sigraði í Litlu bikarkeppninni og leikur skemmtilega knattspyrnu. Kjartan Einarsson leikurað nýju með ÍBKeftir ársdvöl með KA. Þá hefur Jakob Jón- harðsson skipti yfir frá ÍBV. Grindvfkingar hafa þrjá fyrrum landsliðsmenn innan sinna raða og á það örugglega eftir að reynast liðinu vel. Þetta eru þeir Þorsteinn Bjarna- son, ÓmarTorfason og EinarÁsbjörn Ólafsson. Þá hefur Ólafur Ólafsson gengið til liðs við Grindavík úr Vík- ingi og Arnar Bjarnason úr KA. Liðið er reynslumikið og getur allt eins sprungið út í sumar. Meðal annarra athyglisverðra leikmanna má nefna Einar Daníelsson en hann er með einn skemmtilegasta vinstri fót á landinu. Sá strákur ætti að geta náð langt. Bjarni Jóhannsson, fyrrum þjálfari Tindastóls, þjálfar Grindavík og kann hann ýmislegt fyrir sér. Gústaf Ómarsson er mjög öflugur varnarmaður. Hann leiðir Breiða- blik, sem fyrirliði, í baráttunni í 1. deild. Önnur lið í 2. deild er nánast óskrifað blað. ÍR lék vel í Reykjavík- urmótinu og sigrað m.a. íslands- meistara Fram mjög sannfærandi. Stefán Ólafsson er farinn aftur til KA og Þorstein yfir í Fylki en liðið hefur fengið framlfnumanninn Pétur Jóns- son úr Fram. Þorfinnur Hjaltason er sömuleiðis nýr ífélaginu en hann set- ur örugglega pressu á Þorleif í mark- inu. Jón G. Bjarnason er hættur að leika og Tryggvi Gunnarsson hefur ekkert æft í vor. Ef hann nennir að æfa í sumar er hann liðinu mikill Njáll Eiðsson, þjálfar ÍR í annað sinn. Lið ÍR er óskrifað blað í 2. deild. styrkur. Breiddin hjá ÍR er ekki mikil en samt sem áður hefur liðið sýnt að það er til alls líklegt. Það eru engir aukvisar sem sigra Fram 3:1. Selfyssingar misstu Dervic og Björn Axelsson yfir í FH og veikir það liðið töluvert. Porca skoraði 12 mörk fyrir Selfoss í fyrra og gæti hann reynst happadrjúgur í sumar. Selfoss á líklega erfitt sumar fyrir höndum en liðið gefur sæti sitt í 2. deild örugg- lega ekki eftir möglunarlaust. Tindastóll varð sömuleiðis fyrir blóðtöku því helsti markaskorari þeirra, Sverrir Sverrisson, fór til KA. Þá misstu þeir Ólaf í ÍA og fleiri hafa skipt um félag. Tindastóll teflir fram bandarískum þjálfara og tveimur bandarískum leikmönnum. Þá leikur Gísli Sigurðsson, markvörður, með Tindastóli að nýju. Bjarni Jóhanns- son hefur lagt jarðveginn að góðri knattspyrnu á Króknum sem skilarsér kannski ekki í ár en líklega innan nokkurra ár. Öll aðstaða á Sauðár- króki til knattspyrnuiðkunar er hin glæsilegasta og það ætti að skila sér í góðum leikmönnum. Þróttur er það lið sem gæti komið mest á óvart f 2. deild. Liðið er ekki óvant því að leika í deildinni og mér segir svo hugur að það geti blandað sér í toppbaráttuna. Magnús Jón- atansson, þjálfari, kann ýmislegt til verka og hann nær því örugglega út úr liðinu sem í þvf býr. Goran Micic styrkir liðið gífurlega og sömuleiðis Magnús Jónatansson gæti náð langt með Þrótt í 2. deild. hinn júgóslavinn, sem leikur væntan- lega sem aftasti maður í vörn. Spenn- andi lið sem hefur mikinn hug á því að komast sem fyrst upp um deild. Haukar leika einnig að nýju í 2. deild eftir nokkurra ára fjarveru og þar er vel haldið á málum. Liðið hef- ur breiðan leikmannahóp og Guðjón Guðmundsson ætlar sér örugglega stóra hluti með liðið. Auðvitað ætti markmið liðsins að vera það eitt að tryggja sig í deildinni en innst inni ætlar liðið sér lengra. Menn verða að vinna sig upp stig frá stigi en ekki taka of stór skref því þá getur allt farið í baklás. Haukar eru óskrifað blað en þeir gætu allt eins tekist á flug. ERTU MEÐ SKALLA? HÁRVANDAMÁL? Aðrir sætta sig ekki við það! Af hverju skyldir þú gera það? ■ Fáðu aftur þitt eigið hár sem vex eðlilega ■ sársaukalaus meðferð ■ meðferðin er stutt (1 dagur) ■ skv. ströngustu kröfum bandarískra og þýskra staðla ■ framkvæmd undir eftirliti og stjórn sérmenntaðra lækna Upplýsingar hjá EUROCLINIC LTD. Ráðgjafarstöð: Neðstuströð 8 Pósthólf 111 202 Kópavogi Sími 91-641923 Kvöldsími 91-642319 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.