Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 58

Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 58
Kristján Þ. Ársælsson fékk verðlaun fyrir bestu sviðsframkomuna á íslands- mótinu í vaxtarrækt. (Ljósm. Golli) STJÁNIBREIK MEST SEXÝ Kristján Þ. Ársælsson, sem var í 2. sæti í mínus 80 kg flokki á íslandsmót- inu í vaxtarrækt, vakti hvað mesta hrifningu meðal áhorfenda. Hann hef- ur líflega sviðsframkomu, fer flikk flakk og heljarstökk og breikar í takt við tón- listina. Það kom engum á óvart að hann skyldi fá verðlaun fyrir bestu sviðsframkomuna. Margrét Sigurðar- dóttir fékk samskonar viðurkenningu í kvennaflokki. BJÖSSI í GYM 80 Á íslandsmeistaramótinu í vaxt- arrækt á dögunum gilti hver að- göngumiði sem happdrættismiði og meðal vinninga var mánaðar- kort í nýju líkamsræktarstöðina hans Jóns Páls, GYM 80. Jón Páll var sjálfur kynnir á íslandsmótinu og dró vinningsmiðana upp úr hattin- um á milli þess sem fagrir kroppar sprönguðu um sviðið. Mikill hlátur braust út meðal áhorfenda þegar einn vinningshafanna trítlaði upp á sviðið til þess að sækja mánaðar- kortið í GYM 80 því það var enginn annar en Bjössi eigandi World Class, sem er vitanlega einn aðal keppinautur Jóns Páls í „bransan- um“. Það verður gaman að sjá hvernig Bjössa reiðir af í GYM 80. Það var mikil spenna á íslandsmót- inu í vaxtarrækt á Hótel íslandi og erfitt fyrir dómarana að gera upp hug sinn. Þegar þeir 7 keppendur, sem komu til greina sem sigurvegarar í keppninni um sjálfan íslandsmeistaratitilinn, stóðu á sviðinu og biðu eftir niður- stöðum dómaranna notaði Jón Páll, kynnir kvöldsins, tækifærið og spurði veislugesti ýmissa spurninga til þess að magna upp spennuna. Hann spurði meðal annars hátt og skýrt: „Hver þeirra er mest sexý?“ „Það er hann Siggi Gests.,“ sagði mjóróma kvenmannsrödd úr salnum. Menn brostu að þessu svari og höfðu gaman af en skelltu svo upp úr þegar karlmaður kallaði úr salnum strax á eftir: „Gestur! (Hann var einn keppenda). Það var konan þín sem sagði þetta!“ Sigurður Gestsson, íslandsmeistari í vaxtarrækt 1991. (Ljósm. Golli) Jón Páll Sigmarsson, sterkasi maður heims og eigandi GYM 80. DRAUMAKONA JÓNS PÁLS Eins og allir vita lætur Jón Páll Sig- marsson, sterkasti maður heims, sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann fer ótr- oðnar slóðir og gerir það vel sem hann tekur sér fyrir hendur. Jón Páll rekur nú eigin líkamsræktarstöð, GYM 80, og ber mönnum saman um að þar séu ein bestu æfingatæki sem völ er á í heimin- um. I mótsblaði, sem gert var fyrir ís- landsmótið í vaxtarrækt 1991, sem heit- ir Vaxtarrækt og heilsa, var stutt viðtal við Jón Pál þar sem hann svaraði á eftirfarandi hátt spurningunni um það hvernig draumakonan hans liti út: „Draumakonan mín er búin ýmsum kostum. Hún hefur sterka grind og undirvagn, er rúmgóð og gómglöð. Hún er vel innréttuð líkamlega sem andlega, hefur gaman af íþróttum ým- isskonar og er reiðubúin til leikja hve- nær sem er sólarhringsins. Hún er uppfinningasöm í sambandi við nýjar æfingar. Hún er barngóð og eldar góð- an mat og svo er hún auðvitað falleg og góð. Að sjálfsögðu er hún viðhaldsfrí með öllu.“ Skal engan undra þótt Jón Páll sé „maður einsamall" um þessar mundir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.