Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 9
Guðni messar yfir sínum mönnum. Það verður fróðlegt að sjá hvort honum tekst að hræða titlavofuna úr Frostaskjól- inu. EÐLILEGAST AÐ SPILA SÖMU LEIKAÐFERÐ í YNGRI LANDSLIÐUM OG A-LIÐINU Égtel að efeinhverákveðin leikað- ferð sé sett fram í A-landsliðinu eigi að spila hana í yngri landsliðunum einnig. Þá eru yngri leikmenn, sem koma inn í A-landsliðið, búnir að fá eldskírn sína í að leika þessa tilteknu aðferð meðyngri landsliðunum. Það er ekki gæfulegt, að mínu mati, að leika einhverja ákveðna leikaðferð í A-landsliðinu og síðan leikur t.d. 21 árs landsliðiðeinhverjaalltaðra leik- aðferð. í kjölfar þessa vaknar síðan spurningin hvort markmiðið sé ein- vörðungu að ná góðum árangri með A-landsliðið eða hvort verið sé að byggja upp landslið framtíðarinnar. Þetta er spurning sem forsvarsmenn KSÍ verða að svara. Bo sagði að það væri allt of mikil varnarleikaðferð, sem notuð hefði verið, og nú yrði að skipta um aðferð. Ég tjáði honum þá að það lið, sem ég hefði stjórnað, 21 árs landsliðið, hefði leikið sömu leikaðferð og A- liðið og hefði leikið gegn Vestur- Þjóðverjum, Hollendingum og Finn- um, heimaog heiman ogað okkarlið hefði gert flest mörk á árinu í riðlin- um. Þetta taldi ég afsanna að 21 árs liðið hefði leikið algeran varnarleik. Ég efast ekkert um að Bo Johanson hafi eitthvað til síns máls. Ég þekki hann og starfsaðferðir hans lítið sem ekki neitt og hugmyndir hans eru ef- laust góðra gjalda verðar. Það hefur verið einkenni íslenska landsliðsins að í þvíbýr mikil barátta. En ég tel að þegar menn hafa unnið boltann þurfi þeir að gefa sér meiri tímatil þessað hugsa. Menn eru upp- spenntir þegar þeir koma upp úr hörðum taklingum og það, sem vant- ar, er að þeir rói sig niður. Það erekki nóg að gefa boltann frá sér heldur þurfa sendingarnar að vera góðar og nákvæmar í hvert og eitt skipti. Það getur varla verið mikið markmið að losa sig við boltann bara til að losa sig við hann. Það þarf að leita eftir sam- herja og spila boltanum betur milli manna meðan liðið hefur boltann. Ég held að þetta sé eitthvað sem verður ekki breytt á einni nóttu. Þetta er mál sem taka verður á allt niður í yngri flokkana, þannig að mönnum sé kennt að hugsa meira um það hvað þeir eigi að gera við boltann þegar þeir hafa hann og reyni að vera búnir aðtaka ákvörðun áðuren þeirfá bolt- ann. Mikil barátta er allra góðra gjalda verð- og í raun nauðsynleg, en staðreynd málsins er sú að baráttan flytur menn oft ekki nema hálfa leið. Ég tel að það ætti að nota yngri landsliðin í auknum mæli til þess að koma þessu í lag, því það getur opn- að mönnum nýjar víddir á vellinum. Það þarf að kenna leikmönnum að skilja leikinn beturen þeirgera nú og þeir þurfa að vita af hverju þeir hlaupa í eina átt en ekki einhverja aðra." 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.