Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 22

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 22
og stöðugt að því að ná góðum ár- angri á heimsmeistaramótinu. Pétur er mjög sterkur karakter og það á eftir að koma honum til góða. Hann á alla möguleika á því að fara á verðlauna- pall á heimsmeistarmótinu, eins og reyndar 6-8 aðrir kúluvarparar í heiminum. Pétur þarf líka á skilningi FRÍ að halda því ef hann er að æfa í gegnum ákveðið tímabil, þar sem hann er þreyttur, þýðir ekki að senda hann utan á mót. Æfingar hans miða að því að ná toppi á heimsmeistara- mótinu og verður undirbúningur hans að vera í samræmi við það. Ef FRÍ vill senda kúluvarpara á mót er- lendis verður Andrés, bróðir hans, að fara í staðinn ef Pétur er illa upplagð- ur. Skilningurforystumanna í íþrótta- hreyfingunni verður að vera til staðar þegar svona stendur á. Vésteinn Hafsteinsson hefuraldrei verið sterkari en í ár. Hann hefur æft gífurlega vel í vetur þótt hann hefði kannski mátt hafa æfingarnar fjöl- breyttari. í ár ætlar hann að taka þátt í nokkrum Grand Prix mótum, ef hann á þess kost. Ef Véstei n n kemst á nokk- ur sterk mót í sumar mun hann örugg- lega standa sig vel á heimsmeistara- mótinu í Tokyo í haust. Það er lykill- inn að góðum árangri hans í haust að keppa á sterkum mótum. Hann hefur stundum komið of „keppnisþurr" í stórmót. Eftir að hafa séð Eggert Bogason kasta í vor hef ég fengið mikla trú á honum. Hann er mun hraðari en áður og ef hann nær að slípa stílinn betur getur hann komið sterkur upp. Það er eins með hann og Véstein að hann verður að keppa á minnst 6-7 sterkum mótum erlendis í sumar til þess að geta staðið sig vel í haust. Sigurður Matthíasson kastar, að mínu mati, spjótinu í fyrsta skipti yfir 80 metra í sumar. Síðan eru nokkrir kastara á uppleið. Andrés Guðmundsson kúluvarpari á að geta kastað 19 metra í sumar. íris Grönfeldt spjótkastari hefur aldrei verið eins líkamlega sterk en það hefur vantað aðeins upp á tækn- ina hjá henni í vor. Ef hún lagar það hef égtrú á því áð hún nái fyrri styrk í spjótkasti sem hún bjóst kannski ekki við fyrir þremur árum, þegar hún var meidd. Eftir að hafa séð fyrsta 100 metra hlaupið hjá Einari Þór Einarssyni spretthlaupara, eftir meiðslahrinu sem hann lenti í, hef ég trú á því að hann nái lágmarkinu á heimsmeist- aramóti í sumar, sem er 10.50. Ég hafði ekki fulla trú á því í vetur, þrátt fyrir gífurlegan dugnað hans sem íþróttamanns, að hann færi niður í 10.50 en hann á möguleika á því, að mínu mati. Einar Vilhjálmsson ætti að geta kast- að yfir 90 metra að mati Stefáns. Ég held að þetta verði millibilsár hjá Helgu Halldórsdóttur en Þórdís Gísladóttir er enn á uppleið. Hún er kröftugri stökkvari en áður og hefur þegar náð lágmarkinu fyrir heims- meistaramótið. Því miður á hún samt ekki raunhæfa möguleika á því að komastá verðlaunapall. Þóhefégtrú á því að hún fari yfir 1.90 í sumar." — Ertu þeirrar skoðunar að ísland muni eignast heimsmeistara í frjáls- íþróttum í framtíðinni? „Já, viðeigum alla möguleika á því að eignast heimsmeistara eða Ól- ympíumeistara á næstu tveimur ár- um. Hæfileikarnir eru fyrir hendi." — Eigum við einhver ungviði sem gætu skipað sér í fremstu röð í fram- tíðinni? „Tvímælalaust. Hvað kösturum viðkemur þá kemur það ekki Ijós fyrr en menn eru að nálgast tvítugt hvort þeir verða góðir eða ekki. Þá kemur í Ijós hvort viðkomandi hafi sterkt „egó" og hvort hann ætli sér að velja þá lífsleið að verða kastari. Menn verða hreinlega að velja sér það t.d. að verða kúluvarparar í 10-15 ár. Við eigum nóg af efnum en síðan er spurning hvað framtíðin beri í skauti sér." — Hver heldur þú að þróunin verði í þjálfun frjálsíþróttamanna á Islandi í framtíðinni? „Þróunin í þjálfaramálum er að mörgu leyti neikvæð hérá landi. Það stafar að vissu leyti af skilningsleysi forráðamanna félaganna fyrir starfi þjálfara. Sumir telja að þetta starf sé ekkert annað en tómstundagaman þjálfara og að þeir þurfi ekkert að fá 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.