Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 26

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 26
maraþonið sem verður síðar í sumar? „Það er ekki enn komið á hreint hvort ég muni hlaupa í Reykjavíkur- maraþoninu. Þanniger nefnilegamál með vexti að ég stefni á að hlaupa 10.000 m á heimsmeistaramótinu, sem haldið verður í Tokyo í ágúst. Hvernig tímasetning þess hlaups og Reykjavíkurmaraþonsins passar saman veitégekki almennilega, en ef vel stendur á mun ég hlaupa bæði hlaupin og hlakka mikið til því að Reykjavíkurmaraþonið er eitt skemmtilegasta hlaup sem égtek þátt í." Hefurðu náð lágmarkinu fyrir 10.000 m hlaupið? „Já, ég hef hlaupið undir lágmark- inu á götu. Það er svo aftur á móti staðreynd að mér hefur gengið betur að hlaupa á götu en á hlaupabraut. Ég veit ekki hver ástæðan er - e.t.v. er það eitthvað sálrænt að þurfa að hlaupa 25 hringi. Ég hef æft mun meiragötuhlaup, t.d. á veturna, held- ur en hlaup á brautum og maður verður að koma sér í æfingu með að hlaupa á braut. Það er markmið mitt þessa stundina að reyna að ná þessu lágmarki á hlaupabraut þannig að það verði viðurkenndur tími fyrir heimsmeistaramótið." HEF ALDREI VERIÐ í BETRA FORMI Ertu í góðu formi núna? „Ég hef aldrei verið í betra formi. Að vísu segi ég þetta víst á hverju vori, en það er þara vegna þess að ég er alltaf að bæta mig og þess vegna er það sannleikur hverju sinni. Ég hef æft mjögvel íveturogviðlanghlaup- arar vorum einstaklega heppnir með það hversu snjóléttur veturinn var. Það hefur því nær allt gengið upp í æfingaprógrammi mínu ogégtel mig aldrei hafa verið í betra formi en nú." Eru einhver mót erlendis framund- an hjá þér? „Já, það er landskeppni við Skota og fleiri þjóðir, haldin á Skotlandi og Evrópubikarkeppni landsliða í Port- úgal. Síðan ætla ég að reyna að fara eitthvað út fyrir landsteinana á eigin vegum og keppa erlendis. Hvernig er haldið á spöðunum varðandi þjálfun ungmenna? „Ég held að ég sé ekki rétta mann- eskjan til að spyrja þessarar spurn- ingar. Ég er ekki mikið inni í þessum uppbyggingarmálum, enda byrjaði ég sjálf seint að æfa. Persónuleg skoðun mín varðandi þjálfun ung- mennaerað mérfinnstað þaðeigi að leyfa krökkunum að prófa sem flestar íþróttagreinar áður en þeir eru látnir velja sér einhverja eina þeirra. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef þeir eru látnir velja strax einhverja ákveðna grein, t.d. langhlaup, og eru svo píndirtil að keppa og æfa án þess að vera tilbúnir til þess. Ef þaðerfarið að pressa eitthvað á krakkana gefast þeir bara einfaldlega upp og finnst þetta hundleiðinlegt." Hefurðu komið auga á einhver ungmenni hér á landi, sem gætu átt framtíðina fyrir sér í langhlaupum? „Já, ég held að það sé til nóg af efnilegum hlaupurum hér á landi án þess að ég fari að nafngreina ein- hverja sérstaka. Að mínu mati þurf- um við því ekki að kvíða framtíðinni hvað langhlaupara varðar, þetta er fremur spurning um það hvernig sé unnið með þann efnivið sem til stað- ar er. Annars er ekki hægt að segja fyllilega til um það hvort krakkar, sem eru efnilegir hlauparar, verði einhvern tímann að góðum hlaupur- um. Þegar krakkarnir komast á visst aldursskeið fer hitt kynið að verða meira spennandi, eins og gengur og gerist, og þá fara hlaupin kannski að sitja á hakanum. Annars þarf maður að hafa haus í það að hlaupa svona langhlaup. Þetta er náttúrlega hálfgerð bilun að vera alltaf að hlaupa þetta hring eftir hring, fleiri kílómetra. Þaðerþvímik- ilvægt að hafa hausinn í lagi þannig að einbeitingin fari ekki veg allrar veraldar því ef það gerist þá er ekki von á miklum árangri." FÓLK Á AÐ FARA RÓLEGA AF STAÐ Hvaða ráð geturðu gefið fólki sem hyggst hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu og hefur ekki mikla reynslu í langhlaupum? „Ég myndi vilja ráðleggja fólki að fara sem fyrst að hugsa sér til hreyf- ings. Það verðuraðfara rólega af stað 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.