Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 62

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 62
BREYTINGAR Á Texti: Heimir Bergmann Mynd: Gunnar Gunnarsson Knattspyrnan er í stöðugri þróun og á hverju ári verða breytingar á reglum hennar - sumar hverjar eru smávægilegar áherslubreytingar en aðrar viðameiri, líkt og þær breyt- ingar sem ég ætla að fjaíla um í þess- ari grein. Endrum og sinnum er sjálfum lög- unum breytt, en það merkilega er að sjaldnast er fjallað um þessar breyt- ingar á íþróttasíðum blaðanna og oft koma jafnvel leikmenn og þjálfarar af fjöllum þegar þessar breytingar ber á góma. Þetta sambandsleysi knattspyrnu- yfirvalda við iðkendur og áhorfendur er áhyggjuefni og er hér af veikum mætti reynt að fylla í eyðurnar. Knattspyrnulögin samanstanda af 17 greinum og fjalla þær um flest það sem að knattspyrnunni lýtur. Fyrir nýhafið keppnistímabil, var tveimur þessara greina breytt veru- lega, þ.e.a.s. 4.gr. sem fjallar um búnað leikmanna og 11 .gr. sem fjall- ar um rangstöðu. Helstu breytingar 4.gr. eru að nú skuli allir leikmenn hafa legghlífarog skulu þær hafðar innan undir sokk- unum og hylja sköflunginn allan. Einniger nú skylda að vera í skóm (án gríns). Dómara ber fyrir leik að at- huga búnað leikmanna og útiloka hvern þann frá þátttöku sem ekki er með sinn búnað á hreinu, eða þar til viðunandi úrbætur hafa verið gerðar. 11. greinin, sem fjallar um rang- stöðu, breyttist m.a. þannig að leik- maður, sem er samsíða næstaftasta mótherja þegar boltinn er sendur, er ekki rangstæður lengur. í fyrirmælum til dómara er þetta túlkað þannig að leikmaður teljist ekki lengur samsíða einum eða fleiri mótherjum, þegar hann erallur kom- inn fram hjá honum/þeim. Þær áherslubreytingar hafa einnig orðið aðef brotiðer á leikmanni, sem kominn er í mögulegt marktækifæri, þ.e.a.s. einn innfyrir vörn andstæð- inganna, skal hinum brotlega vísað af velli. Einnigeru taklingar nú heimilar svo fremi að þær séu ekki hættulegar að mati dómarans. Síðasttalda atriðið þýðir að mínu mati fastari og mun grófari leik og má skýra það með eftirfarandi dæmi: Ef brotið er á nettum og fljótum leik- manni sem stingur sér í gegn og er kominn innfyrir vörn andstæðing- anna þegar brotið er framið, þýðir það umsvifalausa brottvikningu hins brotlega. Ef brotið er aftur á móti á sama leikmanni áðuren hann kemst í gegn ogerjafnvel umsamskonarbrot að ræða er tekið vægar á brotinu. Þetta leiðir væntanlega til þess að leikmenn fara að brjóta meira af sér og fyrst og fremst fyrr á sóknarmönn- um andstæðinganna. Leikmönnum er nú heimilt að „sólatakla" (stimpla) og einnig takla aftan frá... „svo fremi sem taklingin sé ekki hættuleg að mati dómarans." Ég held að þessi breyting hljóti að kalla á grófari leik og meiri, já og mun meiri og alvarlegri meiðsli. Flestar, ef ekki allar, breytingar á lögum jafn vinsællar íþróttar og knattspyrnan er, eru umdeildar. Oft er þó gaman að skoða hvernig sumar breytingar eru til komnar. T.d. sagði eitt sinn í 12. gr. að leikmaður, sem slægi mótherja af ásettu ráði, skyldi vera vikið af velli. Sumir leikmenn tóku þá upp á því að steyta hnefana framan í andstæðinginn og slá til hans. Þá var lögunum breytt og sagði nú að leikmaður, sem slægi eða gerði tilraun til þess að slá mótherja, skyldi vera vikið af leikvelli. Enn sáu menn við þessu ogtóku nú upp á þeim ósóma að hrækja hver á annan. Þetta hefur leitt til þess að greinin hljóðar nú svo: „Leikmaður, sem afásetningi slæreðagerirtilraun til að slá mótherja eða hrækir að hon- um skal vikið af leikvelli." Þetta finnst mér dæmi um rétta þróun, en aftur á móti tel ég öfugþró- un eiga sér stað varðandi taklingarn- ar. Hér á eftir fylgir stutt próf. Er ein- hver valkosturinn réttur, eða e.t.v. allir valkostirnir? Merktu við það sem þú telur, værir þú dómari, vera rétt svar og svörin birtast aftar í blaðinu. 1. Leikmaður yfirgefur völlinn til að skipta um skó, án þess að fá leyfi dómara og hleypur síðan inn á völl- inn aftur. Hvað gerir þú? a) Lætur leikinn halda áfram eins og ekkert hafi ískorist? b) Dæmir óbeina aukaspyrnu og gefur leikmanninum gult spjald? c) Dæmir beina aukaspyrnu og sýnir leikmanninum rauða spjaldið? 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.