Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 69

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 69
AFREKASKRÁ KARENAR komist svo grátlega nálægt því að það tekur engu tali - ég er farin að halda að æðri máttarvöld vilji ekki leyfa mér að fara holu í höggi. Þrátt fyrir að það hafi ekki tekist, og að mínu viti, muni ekki takast, held ég að ég sé ekkert verri kylfingur fyrir bragðið." Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? „Eins og gefur að skilja er golf það skemmtilegasta sem ég geri. Einnig þykir mér mjög gaman af þvf að horfa ágóðan tennis, þó svo aðégspili ekki tennis sjálf. Uppáhalds tennisleikar- inn minn erSteffi Graf en húnerfyrir- mynd mín í íþróttum og ég held því statt og stöðugt fram að hún sé einn stórkostlegasti íþróttamaður sem uppi hefur verið - allavega sá besti sem ég hef séð. Annars hef ég gaman af öllum íþróttagreinum. Ég fer stundum á leiki með ÍBK þegar þeir eru að spila í fótbolta og ég læt mig ekki vanta á völlinn þegar körfuboltaliðið okkar er að spila. Síðan hefur maður gaman af þessu venjulega, þ.e.a.s. tónlist og bíóferð- um, en ég geri mér stundum ferð til Reykjavíkur til að horfa á bíómynd- ir." En það leiðinlegasta? „Það leiðinlegasta sem ég geri er að vakna á morgnana. Mér finnst mjög gott að lúra í rúminu og sofa út. Mérfinnst líka hundleiðinlegtað taka til í herberginu mínu ogýmis svoleið- is verk sem maður neyðist til að gera." Langtímamarkmið í golfinu og líf- inu? „Sem kylfingur stefni ég á það að bæta mig verulega í framtíðinni og verða alvöru golfari. Síðan langar mig náttúrlega til að taka þátt í sem allra flestum mótum erlendis því það er skemmtileg lífsreynsla sem fæst út úr því. Ég hef ekki verið að setja nein langtímaplön fyrir lífið. Það næsta, sem ég stefni að, er að Ijúka mínu námi og síðan sér maður bara til þegar því er lokið." 1986: 4. sæti á landsmóti meistaraflokks kvenna. Yngsti þátttakandi í meistaraflokki frá upphafi (13 ára), en til að hafa þátttökurétt verður kylfingur að vera 16 ára eða kominn í meistaraflokks- forgjöf). Unglingameistari telpna. Var í landsliði U-14 ára sem fór á Andrésar Andar leika í golfi ÍTropol- ino á Italíu. 1987: 7. sæti á landsmóti meistaraflokks kvenna. Unglingameistari telpna. Var í A-landsliði kvenna og U-21 árs landsliði, þá 14 ára gömul ogfékk sérstaka viðurkenningu sem yngsti leikmaður Norðurlandamótsins í Noregi. 1988: 3. sæti á landsmóti meistaraflokks kvenna. Unglingameistari stúlkna. Var í A-landsliði kvenna, U-18 ára landsliði unglinga og U-21 árs lands- liði. Islandsmeistari í holukeppni kvenna. Stigameistari G.S.Í. 2. sæti ívali golfara ársins á Suður- nesjum. 1989: íslandsmeistari kvenna. Unglingameistari stúlkna. Var í A-landsliði kvenna, U-18 ára landsliði og U-21 árs landsliði. Klúbbmeistari kvenna GS. 18. sæti á Evrópumóti unglinga, U-21 árs. Valin besti kvenkylfingur ársins. Golfari ársins á Suðurnesjum. 2. sæti í vali íþróttamanns ársins á Suðurnesjum. 1990: íslandsmeistari kvenna. Unglingameistari stúlkna. Var f A-landsliði kvenna, landslið- um U-21 árs og U-18 ára. Klúbbmeistari kvenna GS. 3. sæti á Norðurlandamóti A-liða. 7. sæti á Evrópumeistaramóti unglinga U-18 ára. Valin besti kvenkylfingur ársins. Golfari ársins á Suðurnesjum. 2. sæti í vali íþróttamanns ársins á Suðurnesjum. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.