Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 71

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 71
hann hafi synt Drangeyjarsund og hvenær. 4. Handhafi bikarsins heldur honum þar til næsti sundmaður hef- ur þreytt sund, þó eigi lengur en tvö ár. Eftir það varðveitir ÍSÍ bikarinn þar til að næsta Drangeyjarsund verður leyst af hendi. Fer afhendingin þá fram samkvæmt 3. gr. að framan. 5. Syndi einhver Drangeyjar- sund, sem ekki er búsettur á íslandi, þá skal áritaður skjöldur með nafni hans og ártali festur á bikarinn, en síðan varðveitir ÍSÍ bikarinn. Viður- kenningarskjal skal afhent sbr. 3. gr. 6. Syndi fleiri en einn Drangeyj- arsund sama daginn fá þeir afhent viðurkenningarskjal og áletrun á bikarinn verður samkvæmt 3. gr. en ÍSÍ varðveitir bikarinn. 7. Flytji einhver, sem er handhafi bikarsins, úr landi eða falli frá nálgast ÍSÍ bikarinn og varðveitir hann þar til kemur að næstu afhendingu. 8. Pessu til staðfestingar undir- rita gefendur bikarsins nafn sitt á þetta skjal svo og forseti Iþróttasam- bands (slands. Það er svo von gefenda að þetta megi verða til að glæða áhuga fyrir sundi í sjó og haldi jafnframt uppi minningu um góð íþróttaafrek feðra vorra. Sveinn Björnsson og Hannes P. Sig- urðsson skrifa undir nýjan samning við Flugleiðir hf. ÍSÍ semur við Flugleiðir (Jm miðjan maí var endurnýjaður samstarfssamningur milli ÍSI og Flugleiða hf. varðandi ferðalög íþróttafólks innanlands og utan. Við- ræður höfðu þá staðið yfir allt frá sl. áramótum. Samningurinn er í heild sinni í Fréttabréfi ÍSÍ 2. tbl. 1991. Clnglinganefnd ÍSÍ veitir þjálfarastyrki Nú nýlega veitti Clnglinganefnd ISI þjálfarastyrki til 4 aðila er hyggjast sækja námskeið erlendis í ár. Alls bár- ust 10 umsóknir en hver styrkur er kr. 40.000. Nefndin ákvað að veita eftir- töldum aðilum styrk að þessu sinni: Stefáni Arnarsyni, körfuknattleiks- manni Þóri Sandholt, handknattleiks- manni Sigurði Þ. Þorsteinssyni, knatt- spyrnumanni Sigurði Hjörleifssyni, körfuknatt- leiksmanni Heilbrigt líf - hagur allra Frá því um 1970, þegar kynning á íþróttum fyrir alla undir Trimmmerk- inu hófst hér á landi og með stofnun Trimmnefndar ÍSÍ1971, hefur mark- miðið ætíð verið hið sama, þ.e að hvetja almenning til hoilrar hreyfingar við hæfi einstaklingsins eftir áhuga- sviði og aðstæðum. íþróttir fyrir alla - Trimm - er í raun og veru eilífðarmál sem á sér engin mörk því alltaf bætast nýir í hóp þeirra sem skilja hvers virði hæfileg hreyfing og áreynsla er hverjum einstaklingi alla ævi. Við eigum aðeins einn líkama og hann þarf að rækta frá vöggu til graf- ar. Máltækið góða „Heilbrigð sál í hraustum líkama" er ávallt í fullu gildi. Trimmnefnd ÍSÍ vinnur nú að því að fá áhugasamt fólk í öllum héruð- um landsins til að taka að sér forystu í því að auka áhuga almennings á þátt- töku í íþróttum og hollri hreyfingu, sjálfum sér og öðrum til gagns og gleði. HEILBRIGT LÍF ER HAGGR ALLRA er kjörorð sem Trimmnefnd ÍSÍ starfar undir og að er ætlun nefnd- arinnar fá sem flesta í lið með sér til þess að vinna að þessu þarfa málefni. Ef horft er til framtíðar í sambandi við íþróttir fyrir alla þarf meira að koma til en bara Trimmnefnd til að stjórna stórri hreyfingu. Með vaxandi áhuga fólks í landinu á ástundun íþrótta sér til heilsubótar og hvatn- ingu heilbrigðisstétta í þessa átt, svo og stéttarfélaga og fyrirtækja, er fyrir- sjáanlegt að innan ekki langs tíma verður þörf á heildarskipulagi þess- ara mála. Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, sæmir Jón Þorsteinsson gullmerki ISl. Stjórn ÍSÍ hefur falið Trimmnefnd- inni að hafa forgöngu um athugun á hvaða aðilar væru tilbúnir til sam- starfs um stofnun samtaka um al- menningsíþróttir ásamt Iþróttasam- bandi Islands. Það er von Trimmnefndar að vel megi til takast með þetta verkefni og í því sambandi er tekið undir orð for- seta ÍSÍ, Sveins Björnssonar, á íþróttaþingi ÍSÍ1982: „Af öllu því mik- ilvæga og þýðingarmikla starfi sem íþróttahreyfingin hefur með höndum er TRIMM ef til vill það mikilvægasta". Trimmnefnd ÍSÍ Jón Þorsteinsson sæmdur gullmerki ISI Nú nýlega sæmdi framkvæmda- stjórn ÍSÍ Siglfirðinginn og skíða- kappann Jón Þorsteinsson gullmerki ÍSÍ. Jón var einn af okkar allra frækn- ustu skíðamönnum. Hann var mjög fjölhæfur skíðamaður; keppti f göngu, svigi og skíðastökki. A fyrsta Landsmóti íslenskra skíðamanna, sem var haldið í Hveradölum 13. og 14. mars 1938, sigraði Jón í skíða- stökki, stökk 29,5 m og hlaut 221,5 stig. Þá sigraði hann einnig f 18 km kappgöngu á tímanum 1:18,26 mín. Hann tók einnig þátt í svigkeppninni. Félag Jóns er Skíðafélag Siglufjarðar en Siglfirðingar hafa ávallt verið fram- arlega í skíðaíþróttinni og sem dæmi þá voru Siglfirðingar í 7 fyrstu sætun- um í áðurnefndri stökkkeppni. Jón Þorsteinsson mætti ásamt vinum og ættingjum á fund framkvæmda- stjórnar ÍSÍ og veitti viðtöku gullmerki ÍSÍ. Sveinn Björnsson, forseti ISI, sagði stuttlega frá ferli Jóns, sæmdi hann síðan merkinu og bauð öllum í kaffi á eftir. 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.