Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 12
Bo fylgist með leik ásamt Lárusi Loftssyni og Eggert Magnússyni, formanni KSÍ. Þar var fátt um fína varnarmenn því flestir vildu vera framar á vellinum." - HVERJIR ERU FRAMTÍÐAR- VARNARMENN ÍSLANDS? „Einar Páll Tómasson í Val hefur átt glimrandi keppnistímabil og er frábær leikmaður. Sömuleiðis á Þor- móður Egilsson framtíð fyrir sér mið- að við það hvernig hann hefur leikið í sumar. Framboðið af miðju- og fram- línumönnum er hins vegar mikið. Vandamálið við unga leikmenn f dag, eins og ég sé það, er að þeir eru dálítið hræddir við að taka á sig ábyrgð. Marga langartil þess að leika á miðjunni og besta staðan fyrir þá er að leika fyrir aftan tvo framlínumenn. Þar telja þeir sig ekki þurfa að sinna varnarhlutverkinu og svo er þeim ekki kennt um ef liðið skorar ekki mörk. Svona hugarfari þarf að breyta, ef það er til staðar, því knattspyrnan verður aldrei annað en hópvinna." - ERTU ENN ÞEIRRAR SKOÐ- UNAR AÐ HÖRÐUR MAGNÚS- SON EIGI EKKI HEIMA í LANDS- LIÐINU? „Hörður hefur leikið með lands- liðinu undir minni stjórn. Hann var í hópnum í Bandaríkjaferðinni þannig að það þýðir ekki að gagnrýna mig fyrir að hafa ekki gefið honum tæki- færi. Hörður hefur marga mjög góða kosti. Hann er mjög hættulegur þegar hann fær boltann í fæturna í víta- teignum og heldur boltanum vel. Hann klárar sín færi líka mjög vel. Knattspyrna er hópvinna og sem landsliðsþjálfari hefur það verið mitt hlutverk að velja leikmenn semég tel skila bestum árangri fyrir liðið." - HVAÐ FINNST ÞÉR EÐLILEGT AÐ LANDSLIÐSÞJÁLFARI ÞURFI LANGAN TÍMA TIL ÞESS AÐ FESTA SIG í SESSI? „Eins langan og hægt er því hlut- irnar breytast fljótt í fótbolta. Tvítugur leikmaður sem hefur þótt efnilegur getur skyndilega sprungið út og sömuleiðis tuttugu og átta ára gamall leikmaður. Maður þarf stöðugt að fylgjast með því sem er að gerast. Það er að mínu mati æskilegra að þjálfari starfi lengur en tvö ár með landslið- inu. Það getur verið erfitt að reyna að komast í úrslitakeppni Evrópukeppn- innar en þurfa á sama tíma að byggja upp landslið til þess að taka þátt í undankeppni heimsmeistarakeppn- innar. Slíkt er þó hægt. Þó verða alltaf vangaveltur um það hvort maður eigi að setja unga leikmenn í liðið, sem eru hugsanlega ekki nógu góðir til þess að liðið spjari sig í Evrópu- keppninni en þurfa reynslu til þess að standa sig í næstu keppni. Sitt sýnist hverjum í þessum málum. ísland hef- ur ekki úr það mörgum leikmönnum að spila að það geti stokkað upp heilt lið á einu sumri. Það er ekki hægt að bera Island saman við önnur lönd því hér eigum við alltaf í baráttu við höfðatöluna." - HVERNIG FINNST ÞÉR AÐ KNATTSPYRNUMENN EIGI AÐ HAGA UNDIRBÚNGI SÍNUM FYRIR KEPPNISTÍMABIL. ERTU HLYNNTUR MIKLUM LANG- HLAUPUM? HVERNIG MYNDIR ÞÚ ÞJÁLFA LIÐ Á UNDIRBÚN- INGSTÍMABILI? „Mér finnst það út í hött að láta knattspyrnumenn hlaupa mikið af langhlaupum. Ég myndi láta þá vinna mest með bolta og tengja knatt- spyrnuiðkun og úthaldsæfingar sem mest. Slíkt hef ég gert í Svíþjóð í tutt- ugu ár og þar eru oft harðir vetur eins og á íslandi. Það er ekkert að því að spila fótbolta í snjó. Auðvitað er hægt að koma Iiði í góða æfingu á margvís- lega hátt og ég er ekki að halda því fram að mín aðferð sé sú rétta og árangursríkasta. Ég læt leikmenn spila þannig knattspyrnu að þeir þurfi að hlaupa meira, meðan á því stend- ur, en þeir myndu gera í langhlaup- um úti ágötu. Þettaeralltafspurning um útfærslur. Það er hægt að láta menn taka verulega á í fótbolta f fjór- ar til fimm mínútur í senn með ein- földum reglum. T.d. með því að leika maður gegn manni, þrír gegn þremur og svo framvegis. Þetta tíðkast líka á Islandi. Það, sem mætti hins vegar vera meira af hér og væri fótboltan- um til framdráttar, erað nýta veturinn „MÉR FINNST ÚT í HÖTT AÐ LÁTA KNATTSPYRNUMENN HLAUPA MIKIÐ AF LANGHLAUPUM" 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.