Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 13

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 13
Bo brúnaþungur á svip á bekknum í síðasta landsleiknum sem hann stjórnaði — gegn Dönum. Varamenn landsliðsins á bekknum eru frá hægri: Guð- mundur Ingi Magnússon, Ríkharður Daðason, Birkir Kristinsson, Arnar Grét- arsson og Olafur Kristjánsson. til þess að þjálfa upp meiri tækni. Knattspyrnumenn verða að heimta meiri afnot af íþróttasölum á veturna því knattspyrna er ekki bara utan- hússíþrótt. Knattspyrnumenn eiga jafn mikinn réttá þvíað vera í íþrótta- sal og t.d. handboltamenn. Því fyrr sem menn byrja að gera tækniæfing- ar því betri verða þeir. íslenskir knattspyrnumenn eru mjög sterkir líkamlega og þurfa því ekki að stunda mikið af lyftingum. Þeir þurfa hins vegar að bæta við sig tækni. Að mínu viti þurfa sterkir knattspyrnumenn ekki að stunda lyft- ingar nema í mjög litlum mæli. Knatt- spyrnumenn eiga ekki að líta út eins og Gunnar Gíslason, að mínu mati. Þetta segi ég þó ígóðu. Ekki líta knatt- spyrnumenn á Ítalíu, í Englandi eða á Spáni, út eins og vaxtarræktarmenn. EHvers vegna ættu íslenskir knatt- spyrnumenn því að líta þannig út? Ég hef aldrei séð leikmenn verða að betri knattspyrnumönnum við það að stunda lyftingar grimmt. Það segir sig sjálft að það er mun þyngra og erfið- ara að hlaupa ef þú þarft að bera of mikið af vöðvum. Menn verða t.d. ekki harðari af sér í tæklingum eða skallaeinvígjum þótt þeir hafi stund- að lyftingar." - HVAÐ TEKUR VIÐ HJÁ ÞÉR NÚNA? „Sattað segjahefég ekki hugmynd um það." - HVAÐ MYNDI ÞIG LANGA TIL ÞESS AÐ GERA? „Það er líka vandamál þvf mig langar til þess að gera svo margt. Mest langar mig til þess að starfa í Svíþjóð og þjálfa félagslið sem er skipað ungum leikmönnum. Ég myndi vilja fylgja þeim eftir og sjá hvernig þeir bæta sig sem knatt- spyrnumenn. Mig skiptir ekki öllu máli í hvaða deild ég þjálfa svo fram- arlega sem ég get starfað með liði í nokkur ár. Ef ég færi utan aftur gæti ég hugsað mér að þjálfa í Noregi, Danmörku eða Grikklandi." - HEFUR ÞÚ VERIÐ ÁNÆGÐUR MEÐ ÞAÐ HVERNIG LANDSLIÐIÐ HEFUR SPILAÐ UNDIR ÞINNI STJÓRN? „Ég hef verið ánægður með mjög margt en auðvitað er maður aldrei ánægður þegar leikur tapast. Ef ég hugsa hins vegar um það hvernig leikmenn lögðu sig fram, hversu vel þeir börðust gegn þrautþjálfuðum at- vinnumönnum, með tilliti til eigin hæfileika, er ég ánægður með margt. Við hefðum geta náð betri úrslitum gegn Frakklandi á heimavelli og sömuleiðis gegn Tékkum. Mestu vonbrigðin eru þó tapið gegn Alban- íu. Það var slæmt að geta ekki notað sömu vörn í þeim leik og hafði geng- ið árið áður. Breytingarnar voru mikl- ar á liðinu og hálfgert andleysi ríkj- andi." - FINNST ÞÉR VERA FRÆÐILEG- UR MÖGULEIKI Á ÞVÍ AÐ ÍSLAND KOMIST EINHVERN TÍMANN í ÚR- SLIT Á STÓRMÓTI MEÐ TILLITI TIL AÐSTÆÐNA Á ÍSLANDI? „Ég held ekki. Það kæmi mér á óvart ef lið, sem spilar deildarkeppni í 4 mánuði á ári, hefur betur gegn liði sem spilar 10-11 mánuði á ári. Það er ekki raunhæft — ekki lógískt. Hér vantar litla og stóra sali þar sem knattspyrnumenn gætu æft sig mjög vel á veturna. Það verður að hafa trú á þeim mánuðum. ísland getur fyrst farið að hugsa um að ná góðum ár- angri þegar þeir nýta veturna til fulls. ísland stendur mjög höllum fæti hvað þetta varðar þótt við förum ekki lengra en til Norðurlandanna. Samt ætlum við alltaf að sigra allt og alla. Staðreyndin er líka sú að núna leika aðeins sjö íslenskir knattspyrnumenn sem atvinnumenn en áður voru þeir mun fleiri. Þessi staðreynd veikir landsliðið. Skýringin á þessu er sú að íslenskir knattspyrnumenn eru dýrir á meðan leikmenn frá austantjalds- löndunum eru á útsölu." - HEFUR ÞÚ SÉÐ EINHVERJA ÞRÓUN í ÍSLENSKRI KNATT- SPYRNU Á ÞEIM TVEIMUR ÁRUM SEM ÞÚ HEFUR STARFAÐ HÉR? „Mér finnst að bestu ungu leik- mennirnir í bestu liðunum hafi bætt töluvert við sig í tækni. Það er mjög jákvætt og þeir virðast því vera á réttri leið. Hins vegar þarf að viðhalda þessu á næstunni. Strákar eins og Rúnar, Arnar og Anton Björn eru mjög teknískir og sömuleiðis tvíbur- arnir Arnar og Bjarki í Skagaliðinu. „ÉG HEF ALDREI SAGST ÆTLA AÐ LÁTA LANDSLIÐIÐ SPILA SÓKNARLEIK" i # é 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.