Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 14
Síðasti landsliðshópur Bo Johansson. Aftari röð frá vinstri: Bo Johansson, þjálfari, Lárus Loftsson, aðstoðarþjálfari, Ólafur Þórðarson, Guðmundur Ingi Magnússon, Ólafur Kristjánsson, Hlynur Stefánsson, Ríkharður Daðason, Sævar Jónsson, Eyjólfur Sverrisson, Atli Eðvaldsson, Þorsteinn Geirsson, nuddari, og Sigurður Jónsson. Fremri röð frá vinstri: Þorvaldur Örlygsson, Einar Páll Tómasson, Birkir Kristinsson, Ólafur Gottskálksson, Arnór Guðjohnsen, Valur Valsson, Arnar Grétarsson. Það sem skiptir mestu máli er að tækni slíkra leikmanni nýtist liðum þeirra. Sumir leikmenn geta verið mjög teknískir en verða samt aldrei fótboltamenn. Hvað varðar leikað- ferðina 3-5-2 finnst mér miðjuleik- mennirnir þrír í mörgum liðum vera farnir að spila betur. Áður var einn aftastur, annar í miðið og sá þriðji fyrir framan. Núna vinna þeir flestir mjög vel fram og til baka og halda breidd á miðjunni." - ÞÚ ERT HLYNNTARI ÞVÍ AÐ LEIKA 4-4-2. „Já, og ástæða þess er sú að mér finnst útliggjandi tengiliðir í íslenskri knattspyrnu vera miklu meiri sóknar- menn en varnarmenn. Til þess að nýta þá sem best sóknarlega finnst mér öruggara að hafa trausta menn fyriraftan þá þannigað þeir þurfi ekki að vinna eins mikið til baka. Slíkt væri erfiðara ef ég væri með þrjá í vörn. Blaðamenn hafa haldið því t'ram að ég ætlaði að láta íslenska landsliðið spila sóknarleik í hverjum leik og gagnrýnt mig þegar annað hefur komið á daginn en þeir hafa einfaldlega misskilið mig þegarég út- skýrði leikaðferð liðsins. Ég sagðist vilja spila varnarleikinn frekar fram- arlega og orðalagið hefur bara ruglað þá. Eg sagði: „We will try to play an offensive way of defense." í slíkri leikaðferð eiga litliggjandi tengiliðir að taka áhættu í varnarleiknum fram- ar á vellinum og þá er gott að hafa bakverði beggja megin. Sóknarleikur hefst aldrei fyrren maður vinnur bolt- ann og þá veltur það á því hvernig hitt liðið verst, hvernig maður útfærir sóknarleikinn. Hins vegar er auðvelt að ákveða það þegar andstæðingur- inn er með boltann hvort maður vill draga liðið aftar á völlinn eða pressa andstæðinginn mjög framarlega." - ALLIR VITA AÐ ÞÚ ERT HEIÐ- URSMAÐUR, SKAMMAST SJALD- AN, ERT RÓLEGUR OG ÞAR FRAM EFTIR GÖTUNUM - ER ÞAÐ RÉTTA AÐFERÐIN VIÐ ÞJÁLFUN? „Allar þjálfunaraðferðir eru réttar svo framarlega sem viðkomandi þjálfari er hann sjálfur og reynir ekki að leika einhvern annan karakter en hann er. Ég þekki nokkur hundruð þjálfara, sem margir hverjir eru vinir mínir, en enginn er annað hvort bara harðstjóri eða bara lýðræðislegur — þótt það virðist við fyrstu sýn. Þetta fer allt eftir aðstæðum. Það er erfitt að raða þjálfurum niður í flokka. Einn getur verið 90% harðstjóri og 10% lýðræðislegur og svo framvegis. Ég starfaði í eitt og hálft ár í Grikklandi og þar gat maður ekki alltaf verið góður, eins og þú orðar það." - HEFUR ÞÚ LENT í ÞEIRRI AÐ- STÖÐU MEÐ LANDSLIÐIÐ AÐ ÞURFA AÐ SITJA Á ÞÉR í STAÐ ÞESS AÐ BERJA í BORÐIÐ? „Já, það hefur komið fyrir en ég hef líka tekið menn á eintal og gert þeim eitt og annað Ijóst ef ég hef verið óánægður. Slíkt er þó gert í 100% trúnaði við leikmanninn." - GÆTIR ÞÚ HUGSAÐ ÞÉR AÐ STARFA Á ÍSLANDI SEM ÞJÁLFARI í 1. DEILD? „Eins og staðan er í dag er það erfitt því fjölskylda mín og vinir eru í Sví- þjóð. Ef maður tekur að sér félagslið þarf maður sjá um undirbúnings- tímabilið líka ogeins og staðan er hjá mér í dag er það ekki mögulegt. Ef ég myndi hins vegar vinna í samstarfi viðaðra þjálfara ífélagsliði til þess að finna lausn á því máli kæmi það hugsanlega til greina. Samt sem áður er þetta of fjarlægt sem stendur. Hver veit þó nema ég þjálfi á Islandi ífram- tíðinni. Ég á mjög góðar minningar héðan og hef eignast marga vini. Ár- angur landsliðsins undir minni stjórn hefði vitanlega mátt vera betri en fólkið sem ég hef kynnst hefði ekki getað verið betra. Að mínu mati eru mörg þjálfaraefni meðal íslenskra leikmanna — sérstaklega þeirra eldri. Það yrði mjög jákvætt fyrir ís- lenska knattspyrnu ef margir þeirra snéru sér að þjálfun. Samt eru þeir mjög ólíkir en það er gott." 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.