Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 17
samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í mótum. Annars er skvassið skemmtileg íþrótt að því leyti að fólk getur æft hvort sem það er með keppni í huga eða ekki. Sumir vilja æfa af alvöru fyrir keppni, meðan öðrum nægir að hittast og spila. Þannig sameinar fólk góða útrás, brennslu ogánægju. Þetta er allt und- ir hverjum og einum komið — hvað einstaklingurinn vill fá út úr leikn- „BYRJENDUR ÆTTU AÐÆFA TVISVAR TIL ÞRISVAR í VIKU" um." — Hverjir eru kostir skvassíþrótt- arinnar? „Þeir eru aðallega tveir. Tækni- þjálfun, vegna margbreytni skot- anna, annars vegar. Tæknina getur þú stöðugt bætt. Hins vegar færðu fína líkamsþjálfun með því að stunda íþróttina. Þó með þeim fyrirvara að fólk, sem hefur ekki komið nálægt íþróttum í langan tíma, sérstaklega fullorðið fólk, ætti ekki að fara beint inn í sal og hamast. Þannig næsttak- markaður árangur. Það er nauðsyn- legt að komast í ágætt form og þá fyrst snúa sér að skvassinu. Auðvitað er byrjandi háður því hversu hæfur hann er með spaðann. Hæfnin ákveður hve mikil hlaup og hreyfingu hann fær út úr spilinu sem slíku. í fyrstu notar fólk ekki allan salinn, heldur aðallega miðsvæði hans. Því betri sem spilarinn er því meira fær hann út úr skvassi sem al- hliða líkamsrækt. Því betri sem spaðatækni hans er því meiri hreyf- ing verður á spilinu. Jafnframt verða leikirnir lengri og skemmtilegri. Meiri tækni þarfnast meiri styrks og orku." — Hve langan tíma tekur það byrj- anda að ná sæmilegum árangri í skvassinu? „Þeir sem hafa einhverja reynslu af öðrum spaðaíþróttum, svo sem tenn- is eða badminton, eru oftast fljótari að tileinka sér undirstöðuatriðin heldur en hinir sem hafa enga reynslu í að slá hlut sem er á hreyf- ingu. Það getur tekið menn allt frá tveimur mánuðum til tveggja ára að nátökum áskvassinu — allteftir upp- lagi hvers og eins. Þá t’er árangurinn auðvitað eftir því hve oft spilarar æfa. Ég tel hæfilegt fyrir byrjendur að æfa tvisvar, þrisvar í viku til að ná árangri sem fyrst." — Áttu einhver góð ráð fyrir byrj- endur varðandi æfingar? „Já, þeir eiga að koma á námskeið til mín!" Þessu svari fylgir íbyggið glott frá þjálfaranum. „Nei, í alvöru talað þá er æskilegast að þeir verði sér úti um kennslu í undirstöðuatrið- „Við reynum að fá krakkana strax upp úr sex ára aldri til okkar." unum strax í upphafi. Einfaldar æf- ingar gera mest gagn eftir það. Til dæmis að slá stutta bolta íforhönd og bakhönd og reyna að halda honum gangandi sem lengst. Síðan er lengd- in alltaf aukin, þar til takmarkinu er náð. Slíkar æfingar hafa núverandi spilarar hérlendis og erlendis gert til þessa með góðum árangri. „ÞIÐ EIGIÐ AÐ NOTA ÞESSA BESTU TIL AÐ KENNA HINUM" Þeir skvass-spilarar sem komu til mín á námskeið ífyrra hafa allirtekið miklum framförum. Þeir hafa meiri getu og tækni og eru í mun betra formi nú. Þeirslábetur, notaspaðann betur og lesa leikinn betur en í fyrra. íslendingar eiga núna nokkra góða spilara. Þá eigið þið að nota til að kenna öðrum." — Myndir þú þá segja að skvass væri fyrir alla aldurshópa og bæði kyn? „Já, tvímælalaust! Á British Open í skvassi er keppt í flokkum fyrir 60 ára og eldri, bæði í karla- og kvenna- flokki. Svo þaðer um að gera fyrir þá, sem áhuga hafa, að drífa sig af stað en þó með fyrri ráðleggingar mínar í huga. í Bretlandi reynum við einnig að fá krakkana strax upp úr sex ára aldri til okkar íklúbbinn. Við semjum við skólana um að leyfa þeim að koma í skvass í leikfimitímum, jafn- vel einu sinni í viku. Þá er einnig gott að bjóða upp á æfingatíma fyrir krakka um helgar þegar enginn skóli er og reyna að vekja áhuga þeirra á íþróttinni. Þetta ættuð þið líka að geta gert hér á íslandi. Við höfum verið með sérstaka spaða fyrir þau. Þeir eru með styttra handfangi og svo höfum við notað svampbolta, alla- vega til að byrja með. Krakkarnir hafa mjög gaman af þessu." — En snúum okkur að spilurum á heimsmælikvarða. Hverjireru þeir? „Pakistan hefur átt efsta mann á heimslistanum undanfarin 10-12 ár. I dag eru bestu skvass-spilararnir frá Pakistan og Ástralíu en Bretar hafa sótt á. Jahangir Kahn frá Pakistan var nr. 1 í heiminum og heimsmeistari í rúm fimm ár. Auk þess hefur hann unnið British Open undanfarin tíu ár. Slíkt afrek er einstakt í íþróttasög- unni. Eftirtaldir eru efstir á heimslistan- um: 1. Jansher Kahn (Pakistan) 2. Chris Robertsson (Ástralíu) 3. Jahangir Kahn (Pakistan) 4. Rodney Martin (Ástralíu) 5. Chris Dittmar (Ástralíu) Jansher Kahn, núverandi heims- meistari, æfir í klúbbnum mínum. Hann gerir sömu æfingar og byrjend- ur, nema mun hraðar, nákvæmar og lengurísenn. Hanneyðir5-6tímum í salnum daglega og kemur einungis fram til að fá sér vatnssopa. Hann gerir Ifka mjög erfiðar tæknilegar æf- ingar. Þessi æfingatími er ósköp eðli- legur meðal atvinnumanna í skvassi. Það fylgist líka að — því meiri æfing- ar, því ofar fer spilarinn á heimslist- anum. Þessir menn hafa æft svona stíft í mörg ár. Þetta er bara þeirra lífsstíll, þeirra vinna." 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.