Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 22

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 22
(9) * Hversu háa upphæð finnst þér eðlilegt að leikmaður fái á einu keppnistímabili fyrir að leika knattspyrnu? 86% ieikmanna svöruðu spurningunni og af þeim sem tóku afstöðu töldu 55% eðlilegt að leikmaður hefði 100-300.000 krónurfyrir hvert keppnistímabil. 21 leik- maður nefndi upphæðina 300.000, 18 leikmenn 100.000 og 16 leikmenn 200.000. Annars voru svörin á marga vegu og hugmyndir leikmanna um launagreiðsl- ur þeim til handa afar ólíkar. Einum fannst eðlilegt að greiða hverjum leikmanni tvær milljónir fyrir keppnist- ímabilið en öðrum fannst nóg að borga 50.000. Mörg athyglisverð svör bárust og verða nokkur nefnd. 20 leikmenn svöruðu ekki. ★ 60.000 kr á mánuði. ★ 0-200.000 kr, allt eftir árangri liðsins. ★ 5.000 kr fyrir hvern leik. ★ Fer eftir getu hvers og eins. ★ 100.000 og bónus miðað við árangur. ★ Fer eftir því hversu menn eru hátt metnir sam- kvæmt afreksstuðli KSÍ. (10) ★ Reykir þú? 82% sögðust aldrei reykja 11% sögðust reykja sjaldan 7% sögðust reykja reglulega Þetta eru mjög ánægjulegar niðurstöður og má nánast halda því fram að Samskipadeildin sé reyklaus deild. Þó þyrfti að senda 18% leikmanna upplýsingabæklinginn um lungnakrabbamein og skaðsemi reykinga. (11) ★ Notar þú áfengi? 74% sögðust sjaldan nota áfengi 16% sögðust nota áfengi reglulega 10% sögðust aldrei nota áfengi Aðeins 10% leikmanna í 1. deild eru bindindismenn ef marka má þessar niðurstöður og athyglisvert að sú tala skuli ekki vera hærri. Flestir fá sér íglas í góðra vina hópi og þá fylgja oft nokkrar sígaréttur í kjölfarið. 16% leikmanna drekka reglulega. (12) ★ Hvaða áhrif telur þú að kynlíf fyrir leiki hafi á frammistöðu þína í leiknum? 65% svöruðu engin áhrif 18% svöruðu góð áhrif 11% svöruðu slæm áhrif 6% svöruðu ekki Þá er það á hreinu í eitt skiptið fyrir öll að meginþorri leikmanna telur að kynlíf kvöldið fyrir leik, eða rétt fyrir leik, hafi engin eða góð áhrif á frammistöðu viðkomandi í leiknum. Flestir þeirra sem svöruðu því að kynlíf hefði góð áhrif voru um tvítugt eða yngri og ólofaðir. Einn grínisti sagði að kynlíf meðan á leik stæði gæti haft veru- lega truflandi áhrif — bæði á sig og aðra! (13) ★ í hvaða tegund af skóm leikur þú? 49% svöruðu Adidas 21% svöruðu Diadora 11% svöruðu Puma 8% svöruðu Nike 6% svöruðu Mitre 2% svöruðu Hi-Tec 3% annað Um 90 leikmenn í I. deild leika í Adidas skóm en tæplega helmingi færri leika í Diadora skóm sem er næst vinsælasta merkið meðal leikmanna. Mörg lið eru á samningi við Adidas og er hlutur þeirra á markaðnum þvf nokkuðsterkur. Það er þó Ijóst að Diadora hefur sótt mjög í sig veðrið og sú staðreynd, að tæplega fjórðungur leikmanna í 1. deild skuli leika í Diadora skóm, er athyglisverð því það eru ekki mörg ár síðan Diadora skór voru settir á markað á íslandi. (14) ★ Með hvaða boltum finnst þér best að leika? 33% svöruðu Select 30% svöruðu Adidas 19% svöruðu Diadora 6% svöruðu Mitre 12% er alveg sama eða svara ekki Select og Adidas boltarnir frá Björgvin Schram hf. eru greinilega vinsælustu boltarnir meðal leikmanna í Sam- skipadeildinni. Diadora er eina merkið sem getur ógnað þeim að einhverju leyti á næstu árum en þeir hafa verið að ryðja sér til rúms að undanförnu. (15) ★ Hver er besti dómarinn í 1. deild? Gylfi Orrason 34 atkvæði Sveinn Sveinsson 29 atkvæði Ólafur Sveinsson 14 atkvæði 14% leikmanna í 1. deild tóku ekki afstöðu en af þeim sem svöruðu taldi 27% leikmanna Gylfa Orrason best- an. Leikmenn eru því sammála þjálfurum liðanna en þeir völdu Gylt'a dómara ársins. 22% leikmanna telja 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.