Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 35

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 35
LÁRUS GUÐMUNDSSON, FYRRUM ATVINNUMAÐUR í KNATTSPYRNU Ertu alveg búinn að vera, Lárus? (Lárus varð að hætta að leika með Stjörnunni í ágúst vegna þrálátra hnémeiðsla) „Eins og staðan er í dag reikna ég ekki með að geta byrjað aftur. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að síðustu þrjú ár hef ég átt í miklum vandræðum með hnén á mér. Ég hætti í atvinnumennsku þegar mér var tjáð að ég gæti aldrei náð 100% bata eftir uppskurð í hné. Maður stendur sig aldrei sem atvinnumaður ef maður getur ekki gefið allt í það. Vegna þessara meiðsla hefég verið í fótSolta meira af vilja en mætti en seinni part sumarsins gat ég hrein- lega ekki meira. Sennilega er það lið- þófinn sem er að angra mig núna en ég á eftir að fá úr því skorið. Jú, það er hrikalega sárt að sjá eftir Stjörnunni niður í 2. deild. Ég hef spilað í 1. deild í 14 ár og þetta er það óskemmtilegasta sem ég hef upplif- að. Það er ekki bara mitt álit, heldur margra, að Stjarnan hafi verið með of gott lið til þess að falla. Liðið spilar skínandi fótbolta þegar því tekst vel upp en getur þó dottið niður í meðal- mennsku á milli. Jú, það kemuralvegtil greina að ég taki að mér þjálfun. Það verður erfitt að slíta sig algjörlega frá boltanum. Ég hef lengi stefnt að því að fara á þjálfaranámskeið í Þýskalandi og nú ætla ég að láta verða af því." ERLA RAFNSDÓTTIR HANDKNATTLEIKSKONA ÚR STJÖRNUNNI Ertu hætt í handbolta, Erla? I(Erla, sem er 27 ára, á yfir 70 landsleiki að baki í handbolta, 13 í fótbolta og hefur verið mjög áberandi í íþróttaheiminum íára- tug. Hún varð íslandsmeistari með Stjörnunni á síðasta keppn- istímabili) „Ég vil ekki vera með neinar yfir- lýsingarog því má kannski orða þette sem svo að ég sé í hvíld. Annars varð ég að draga mig í hlé áður en ég eyðilegði gjörsamlega á mér hnéð Ég var fyrst skorin upp í vinstra hnénu sextán ára gömul en síðan sleit ég ■ krossbönd í hægra hnénu árið 1987. Ég hef í raun aldrei náð mér almenni- lega af þeim meiðslum. Hin síðari ár hef ég átt í liðþófameiðslum, verið slæm í baki og fleira. Ég dró mig í hlé þvíég hefekki rnikinn áhuga á þvíað ganga við hækjur í framtíðinni. Ann- ars er ég í góðum tengslum við stelp- urnar í Stjörnunni og er titluð „yfir- fararstjóri" í hópnum. Mér líst vel á Stjörnuliðið í vetur og tel að það geti spjarað sig. Nei, ég hreyfi mig auðvitað eitt- hvað í vetur. Ég er byrjuð að stunda skvass og draumurinn er að eignast hross í framtíðinni. Annars held ég væntanlega áfram að þjálfa næstu vetur eins og ég hef reyndar gert und- anfarin ár. RAGNAR PÁLSSON, SKRIFSTOFUSTJÓRI SAMSKIPA Verður um Samskipadeild að ræða á næsta ári? (1. deildin í knattspyrnu í sumar hét Samskipadeild.) „Við hjá Samskip höfum fullan hug á því þótt ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum sem stendur. Við höfum forgang í samningum við Samtök 1. deildarfélaga og þriggja ára samningur kom strax til greina. Okkur finnst samstarfið hafa tekist mjög vel og við erum ánægðir með þá umfjöllun og auglýsingu sem við höfum fengið í gegnum fótboltann. Auðvitað má þó alltaf gera betur. Nei, ég hef aldrei stundað knatt- spyrnu sjálfur — en hins vegar bregð ég mér á skíði, fer í göngur ogfleira til þess að halda mér frískum." 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.