Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 54

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 54
með þeim reynslumeiri í deildinni og þykir mörgum tími til kominn að það hætti að verða ungt og efnilegt og verði gott. Gústaf Bjarnason, fyrrum landsliðsþjálfari, verður með liðið. Svava Baldvinsdóttir mætir til leiks á ný eftir að hafa verið eitt ár frá vegna meiðsla og Jóna Bjarnadóttir og Val- dís Birgisdóttir hafa einnig tekið fram skóna á ný. Viðar Símonarson þjálfar FH aftur eftir þriggja ára dvöl hjá Stjörnunni. FH hefur misst landsliðskonuna Kri- stínu Pétursdóttir til Noregs. Þá er óvíst hvort Björg Gilsdóttir og Eva Baldursdóttir verða með í vetur, en Björg var kosin besta handknattleiks- kona 1. deildar eftir síðasta keppnist- ímabil. Valur hafnaði í 5. sæti deildarinnar í fyrra. Miklar breytingar hafa orðið á skipan liðsins í vetur og meðal þeirra sem eru hættar er landsliðskonan Guðrún Kristjánsdóttir, Ásta Sveins- dóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir. Valsstúlkur hafa hins vegar fengið góðan mannskap í staðinn. Meðal þeirra sem nýjar eru má telja Huldu Hermannsdóttur frá Selfossi og þá er Kristín Arnþórsdóttir mætt til leiks á ný eftir nokkurt hlé. Elías Jónasson þjálfar Val. Grótta hefur misst mikið af leik- mönnum frá því í fyrra. Meðal þeirra sem eru farnar er Sólveig Steinþórs- dóttir, Sigríður Snorradóttir og Helga Sigmundsdóttir. Þjálfari liðsins er Haukur Geirmundsson. ÍBV hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar í fyrra og mætir til leiks með svo til óbreytt lið. Judith Eztorgal frá Ungverjalandi þjálfar ÍBV áfram jafnframt því að leika með liðinu. Selfoss varð í átt- unda og neðsta sæti 1. deildar í fyrra, en félagið sendir ekki Jið til keppni í vetur. Svava Baldvinsdóttir leikur aftur með Víkingi eftir árs fjarveru vegna meiðsla. Það kemur í Ijós hvort endurkoma hennar verði til þess að liðið vinni langþráða titla í vetur. ERLENDIR LEIKMENN STYRKJA DEILDINA KR varð sigurvegari í 2. deild ífyrra eftir harða keppni við ÍBK. Liðið er ungt og efnilegt og til alls líklegt þó þess megi vænta að veturinn verði þeim erfiður vegna reynsluleysis. Það er hinn júgóslavneski Slavko Bambir sem þjálfar KR, en hann var landsliðsþjálfari kvenna í nokkur ár þartil hann lét afstörfum fyrirári. ÍBK er einnig með útlending í sínum her- búðum. Þaðer ungverskur leikmaður sem jafnframt þjálfar liðið. Þetta er öflug skytta sem styrkir liðiðtil muna. Margrét Theódórsdóttir þjálfar Hauka sem fyrr segir oger þá komin á heimaslóðir eftir margra ára fjarveru í herbúðum FH, Stjörnunnar og Vals. Haukarnir eiga erfiðan vetur fyrir höndum, en liðið er mjög ungt og að mestu skipað stúlkum sem leika með 3. flokki. Ármann er ellefta liðið í kvennahandboltanum í vetur. Það er að mestu skipað stúlkum sem áður léku með Þrótti. Þjálfari er Óskar Þor- steinsson. Góð reynsla ÍBV af því að styrkja liðið með erlendum leikmanni virðist hafa orðið til þess að fleiri lið réru á þau mið. Eins og sjá má af þessari upptalningu verða leikmenn frá Austur-Evrópu með þremur liðum í vetur og enn fleiri eru að leita fyrir sér. Þar sem lítil breidd hefur lengi staðið kvennahandbolta hér á landi fyrir þrifum er þessi þróun án efa til góðs, sérstaklega þar sem framboðið 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.