Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 58

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 58
Frá afhendingu viðurkenningarinnar. Frá vinstri: Valur Valsson, Jón Gunnar Aðils, Tryggvi Pálsson, Sveinn Björnsson og Stefán Konráðsson. Nefnd um Kvondo Nú nýlega skipaði framkvæmda- stjórn nefnd um hina nýju íþrótta- grein Taekwon-Do sem samþykkt var inn í ISI 14. mars s.l. og hefur hlotið nafnið KVONDO. Nefndin er skipuð eftirtöldum aðilum: Michael Jörgensen, formaður. Haukur Valgeirsson. Ægir Sverrisson. Kolbeinn Blandon. ÍSÍ færir íslandsbanka viðurkenningu. Fyrir stuttu færði Sveinn Björns- son, forseti ÍSÍ, og Stefán Konráðs- son, framkvæmdastjóri Íþróttahátíð- ar ÍSÍ1990, íslandsbanka viðurkenn- ingu fyrir mikinn og góðan stuðning vegna Íþróttahátíðar ÍSÍ 1990, en ís- landsbanki var stærsti styrktaraðili Íþróttahátíðarinnar. Viðurkenningin sem þeir færðu bankanum voru inn- römmuð frímerki og fyrsta dags um- slög sem gefin voru út í tilefni hátíðar- innar, með sérstökum stimpli hátíð- arinnar. Fyrir hönd Islandsbanka tóku við viðurkenningunni þeir: Valur Vals- son. Jón Gunnar Aðils og Tryggvi Pálsson. ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ ÍSLANDS Með tilkomu tillögu þeirrar sem ég flutti á íþróttaþingi 1986 og samþykkt var, þar sem þeirri eindregnu ósk er beint til menntamálaráðherra, að fram færu viðræður milli fulltrúa íþróttahreyfingarinnar og mennta- málaráðuneytisins um framtíðarupp- byggingu íþróttamiðstöðvar að Laugarvatni, verði eftirfarandi haft til viðmiðunar: í tillögu Laugarvatnsnefndar, sem menntamálaráðherra skipaði vegna uppbyggingar Laugarvatns, sem nú er verið að vinna að, er nauðsynlegt að fjallað verði um íþróttakennara- skóla íslands; á hvern hátt sé hægt að stórefla skólann, stækka hann, búa honum betri skilyrði, bæði hvað varð- ar fjölda nemenda, uppbyggingu íþróttaaðstöðu og á hvern hátt mætti samnýta Iþróttakennaraskóla Islands með væntanlegri íþróttamiðstöð hinnar frjálsu íþróttahreyfingar, hvað varðar aðstöðu, fræðslu- og þjálfun- arstarf hennar. Nauðsynlegt er að Iþróttakennara- skóli íslands og væntanleg íþrótta- miðstöð verði rekstrarlega aðskilin, þó náin og öflug samvinna fari þar fram. Stórauka þarf húsakost og nýta þau mannvirki sem fyrir eru, til þess taka á móti íþróttafólki, og öðrum þeim sem vilja dvelja í sumarbúðum, og til íþróttaiðkana. Nota mætti slík mannvirki fyrir námskeið allt árið, bæði hvað varðar fþróttakennara- skóla íslands og starfsemi íþrótta- hreyfingarinnar. Koma þarf á sumar- og vetrarbúðum, rannsóknarstöðv- um fyrir félagslið og landslið til æf- inga og keppni í þágu sérsambanda íþróttamiðstöð íslands á Laugar- vatni. og íþróttabandalaga, svo og í þágu hins mikla almenna áhuga fyrir iðkun íþrótta sem orðinn er hér á landi. Æskilegt er að samvinna takist á milli ríkisvaldsins og íþróttasambands ís- lands, Ungmennafélags íslands og aðildarfélaga þeirra, bæði hvað varð- ar uppbyggingu og rekstur. Samskipti íþróttahreyfingarinnar við umheiminn fara vaxandi frá ári til árs. Þátttaka í margskonar alþjóða- mótum eykst og ísland er einnig vax- andi þátttakandi í alþjóðasamskipt- um þegar um er að ræða íþróttasýn- ingar og keppnir og hinn félagslega þátt í íþróttastarfsemi. Skapa þarf að- stöðu til að taka á móti íþróttafólki hvaðanæva úr heiminum. Breyta þarf eldri umgjörð Laugar- vatns hvað varðar íþróttalega upp- byggingu, þó þannig að nýta íþrótta- mannvirki og skólahúsnæði, sem fyrir eru, á sem hagkvæmastan hátt. íþróttavöllurinn verði endurbyggður, fleiri knattspyrnuvellir búnir til, svo og gerfigrasvöllur, upphitaður og vel lýstur, varanlegt slitlag lagt á hlaupa- brautir íþróttavallarins og frjáls- íþróttafólki sköpuð glæst og eftir- sóknarverð aðstaða. Laga þarf grasflöt iþróttaleikvangs- ins, svo hægt verði að nýta hann, og hann verði tilbúinn í maí/júní 1992. Hafa skal í huga fleiri íþróttaviðburði í líkingu við Pollamótið í knattspyrnu, og að hægt sé að leika meiriháttar leiki í knattspyrnu, bæði tengda inn- lendum og erlendum íþróttaviðburð- um. Gerður verði 9 holu golfvöllur, staðsettur að Laugarvatni og í fram- tíðinni 18 holu golfvöllur, staðsettur við Laugarvatn eða í nágrenni og staðsetning miðuð við landslag og staðhætti. í framhaldi af byggingu útisund- laugar, sem lokið verður við árið 1991, þarf að huga að nýtingu vatns- 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.