Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 68

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 68
VINSTIOG HÆGRI í SAMBÚÐ Lítill fugl hvíslaði því að ÍÞRÓTTABLAÐINU um daginn að JÓNÍNA VÍGLUNDSDÓTTIR, fyrirliði bikarmeistara ÍA, væri hægri fótur HARALDAR ING- ÓLFSSONAR, landsliðsmanns ÍA. Knattspyrnustjörnurnar er víst í sambúð og búa í Reykjavík í vetur. Jónína starfar sem kerf- isfræðingur en Haraldur nemur viðskiptafræði í Háskóla Island. Fuglinn hefur væntanlega meint það að Haraldur sé vinstri fótur- inn í sambúðinni, því hann er ótrúlega örvfættur, og að Jón- ína sé hægri fóturinn. Þau eiga það sameiginlegt að vera mjög sparkviss en Jónína skoraði ein- mitt þrjú glæsimörk í sigri IA á ÍBK í úrslitaleik bikarkeppninn- ar í sumar. SUÐ IEYRUM Erfitt eróbikk, sem er framkvæmt undir háværri tónlist, er ekki eingöngu slæmt fyrir liðamótin heldur getur líka haft slæm áhrif á innra eyra. Innra eyra hefur bæði með heyrn og jafnvægi að gera. Hávær tónlist og hastar hreyfing- ar geta að mörgu leyti haft skaðleg áhrif. Viðkomandi getur t.d. sljóvgast, orðið fyrir heyrnarskaða og fundist eyrun vera full af skít. Dragið því úr styrknum í hljómflutningsgræjunum og forðist að stíga mjög fast niður í eróbikk (sérstaklega ef þið finnið þegar til einhverra framangreindra ein- kenna). Ef þú finnur til í eyrunum eða átt í erfiðleikum með jafnvægið skaltu leita til læknis. (M&F) GRÓÐI í TAPINU LEIKMENN FH í knattspyrnu hljóta að hafa nagað sig í handa- bökin eftir stórtapið gegn Val í síð- ustu umferð í Samskipadeildinni. Eins og kunnugt er sigraði Valur 8:1 og beið FH þar með sinn stærsta ósigur í deildarkeppni frá upphafi. Ekkert lið hefur skorað fleiri en 7 mörk í leik í 1. deild síðan ÍA sigraði UBK 10:1 árið 1973. Til þess að bæta gráu ofan á svart varð hver leik- maður í FH af 60.000 krónum en þeirri upphæð hafði þeim verið lof- að fyrir það að enda í 4. sæti í deild- inni. Það má því með sanni segja að bæði Valur og knattspyrnudeild FH hafi farið með sigur af hólmi í leikn- um því frammistaða Hafnfirðing- anna sparaði deildinni 960.000 krónur. Dágóður sparnaður þegar um stórtap er að ræða! GROTTA GRÆDDI 265.000 KRÓNUR LEIKMENN Gróttu voru heldur betur á skotskónum í sumar og hafði liðið mikla yfirburði yfir önnur lið í 4. deild- inni. Samtals skoruðu leikmenn liðsins 106 mörk í riðla- og úrslitakeppni 4. deildar en eins og flestum er kunnugt bar Grótta sigur úr býtum í deildinni. íslandsbanki hét félaginu 2.500 krón- um á hvert mark sem það skoraði í sumar og því höfðu leikmenn liðsins samtals 265.000 krónur upp úr krafs- inu. Sögur herma að sú upphæð renni beint í ferðasjóð en Grótta hyggur á æfingaferð til útlanda næsta vor — áður en slagurinn byrjar í 3. deildinni. NOTAÐUINNLEGG Samkvæmt niðurstöðum rann- sókna, sem The American Journal of Sports Medicine, greinir frá er skyn- samlegt að setja aukainnlegg í íþrótta- skó — hvort sem þú ert skokkari eða boltaíþróttamaður. Gerð var tilraun á tveimur hópum og var annar hópurinn látinn nota innlegg í venjulega hlaupa- skó en hinn ekki. Niðurstöðurnar voru mjög skýrar. Sá hópur, sem notaði aukainnlegg og dempaði þar með högg við hart undirlagið, fékk síður verk í mjóhrygginn, sköflungana, hnén og handleggina en sá hópur sem bætti ekki innleggi í skóna sína. Það er því ljóst að innlegg er til bóta og ekki úr vegi að setja þau í skóna strax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.