Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 18

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 18
„Við fengum að „dingla" með og vorum hálfgert „súkkulaði" eins og það er kallað. að ég flutti í Garðabæinn. Enn voru það áhrif frá pabba sem spiluðu inn í. Ég varð íslandsmeistari með Val í 3. flokki. Þá voru þar margir góðir leik- menn sem síðan hættu í handboltan- um. Þar má nefna knattspyrnumenn- ina Guðna Bergsson og Ingvar Guðmundsson og Stefán Hilmars- son, söngvara Sálarinnar, sem þá var reyndar nefndur Stebbi stangarbrjót- ur. Af þeim strákum sem þarna urðu íslandsmeistarar með Val eru bara ég og Valdimar Grímsson enn að leika handbolta." „Þetta er svona alls staðar," skýtur Guðný inn í umræðurnar. „Hópurinn þynnist alltaf eftir því sem nær dregur meistaraflokki. Þá eru æfingarnar orðnar það stífar að fólk leggur þær ekki á sig fyrir það eitt að sitja á bekknum. Menn vilja vera með fyrir allt erfiðið." „Það er nú líka þannig," segir Skúli, „a.m.k. í karlaboltanum að alltof oft verður ekkert úr strákum sem eru bráðefnilegir leikmenn í 2. flokki og hafa kannski verið að vinna til verðlauna í gegnum alla yngri flokkana. Þegar þeir fara að banka á dyr hjá meistaraflokki er of algengt að gengið sé fram hjá þeim og aðrir reynslumiklir „jaxlar" keyptir inn. Þá hætta þessir strákar eða fara að leika sér í neðri deildum og þannig tapast margur góður efniviður. Það má nefna mörg dæmi þar sem svona hef- ur farið, jafnvel heilu flokkana." — Fórstu svo að fá leið á því að keyra á milli með æfingatöskuna? „Það má segja það. Það varð líka þannig þegar maður varð aðeins eldri að félagsskapurinn fór að skipta meira máli og skólafélagar mínir voru allir í Stjörnunni á þessum ár- um," segir Skúli. — Hvað með þig Guðný? Er það ekki rétt að þú hefur alltaf leikið fyrir Stjörnuna? „Jú, og það er í raun alveg ótrúlegt því á þessum árum voru engir yngri kvennaflokkar til í félaginu," segir Guðný. „Við fórum nokkrar vinkon- urnar á æfingu með „gömlu konun- um" og fengum að dingla með, svona nokkurs konar „súkkulaði" eins og það er kallað þegar menn eru ekki líklegir til afreka. Síðan tókum við fyrst þátt í íslands- „ÉG ER YFIRSTUBBUR í STJÖRNUNNI" móti í 3. flokki. Við töpuðum hverj- um einasta leik um veturinn og gerð- um aðeins eitt mark í öllu íslands- mótinu. Sami hópur varð svo Islandsmeistari þremur árum síðar. Þá var Heimir Karlsson að þjálfaokk- ur. Hann lagði sig mikið fram og ein- beitti sér að því að ná árangri. Ég man að hann hélt fund fyrir fyrstu æfing- una þar sem hann tilkynnti hópnum að stefnan væri tekin á titil. Við litum bara hver á aðra og vorkenndum manninum fyrirað láta þessa vitleysu út úr sér," segir Guðný. Nú hlær Skúli skyndilega. „Ég man alltaf eftir því þegar Guðný var nýbyrjuð að leika handbolta og kom heim eftir einn leikinn alveg æðis- lega ánægð. Fjölskyldan gladdist með henni og hélt að loksins hefði Stjarnan unnið leik. „Nei," sagði sú stutta, „en við töpuðum bara með fjórum mörkum." Guðný tekur undir hláturinn. „Já, maður var í því að telja niður muninn á þessum árum og þetta var metið." — Nú leikið þið bæði á línunni. Hefur það alltaf verið ykkar staða? „Nei, ekki aldeilis," segir Skúli. „Ég var stór eftir aldri og í yngri flokkun- 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.