Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 59

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 59
Þorgeir Björnsson sæmdur gull- merki SÍL af Ara Bergmann Einars- syni form. SÍL. Það er von T rimmnefndar að þess- ir hópar eigi eftir að vaxa og dafna og eigi eftir að fá fleiri til að stunda trimm, t.d. eiginmenn kvenanna sem í þeim eru. Stefán Konráðsson aftur til ÍSÍ Stefán Konráðsson, sem verið hef- ur framkvæmdastjóri KSi í eitt og hálft ár, hefur látið af störfum og hafið störf sem aðstoðarframkvæmda- stjóri ÍSÍ. Stefán er öllum hnútum kunnugur hjá ÍSI því hann starfaði þar áður en hann gerðist framkvæmda- stjóri KSÍ. Stefán er boðinn velkom- inn til starfa. Stefán Konráðsson. Nýr framkvæmdastjóri BLÍ Nú nýlega urðu framkvæmda- stjóraskipti hjá Blaksambandi íslands en Guðmundur Þorsteinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri í rúm- lega eitt ár, lét af störfum og við tók Jón Árnason, hinn kunni blakmaður úr ÍS. Jón er boðinn velkominn til starfa og Guðmundi þökkuð góð störf og góð kynni. Starfs- og kennsluskýrslur 1990 Nú nýlega lauk úrvinnslu starfs- og kennsluskýrslna fyrir árið 1990 og kemur í ljós að á árinu voru íþrótta- iðkendur rúmlega 101 þúsund og hefur fækkað aðeins frá árinu 1989 en þá voru þeir rúmlega 103 þúsund. Knattspyrnan er fjölmennasta íþróttagreinin sem fyrr. Skíðaíþróttir eru nú komnar í annað sætið aftur, handknattleikurinn var búinn að ná því sæti 1989 en er nú í þriðja sæti. ÍBR er fjölmennasta héraðssam- bandið sem fyrr, (JMSK í öðru sæti og síðan HSK. Frá Trimmnefnd ÍSÍ Trimmsamtök Gm margra ára skeið hefur verið starfandi hjá íþróttasambandi Islands Trimmnefnd sem unnið hefur að út- breiðslu almenningsíþrótta í landinu. Nefnd þessi hefur m.a. gefið út leið- beiningabæklinga um trimm og leit- ast við á ýmsan hátt að koma ieið- beiningum og hvatningum til lands- manna um reglubundna ástundun íþrótta og útivistar. ÍSÍ er aðili að al- þjóðasamtökum um almennings- íþróttir (TAFISA) sem stofnuð voru á þessu ári. Á undanförnum árum hef- ur oft verið rætt um stofnun samtaka um almenningsíþróttir á íslandi sem opin yrðu öllum, bæði einstaklingum, félögum, fyrirtækjum og stofnunum. Meginmarkmið þessara samtaka yrði almenn heilsurækt og leiðbeiningar til fólks þar að iútandi. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur falið Trimmnefndinni að undirbúa stofn- un slíkra samtaka og hafa um það samvinnu við alla þá aðila sem að þessum málum vinna, bæði innan og utan íþróttahreyfingarinnar. Framkvæmdastjórn ÍSÍ lítur svo á að íþróttahreyfingin hafi forystu í þessu máli hvað varðar skipulag og framkvæmdir. Eitt fyrsta verkefni í þessu efni væri að hafa samband við öll héraðssam- bönd ÍSÍ og kanna áhuga fyrir þátt- töku í samtökum um almennings- íþróttir. Þátttaka héraðssambanda fæii í sér að viðkomandi samband tæki að sér forystu eða léti sig miklu varða framgang almenningsíþrótta, hefði starfandi nefnd í sínu héraði og veldi þar tii forystu áhugafólk um trimm. 1 því sambandi mætti stofna áhugahópa um trimm eða trimm- nefnd viðkomandi héraðssambands. Hlutverktrimmnefnda héraðssam- bandanna yrði fólgið í því að stuðla að heilbrigðu iífi fólks með þátttöku í hollri hreyfingu og útivist; vinna að bættri aðstöðu fyrir trimmara í hérað- inu, ljá einstaklingum, félögum, trimm- og starfshópum og fleirum lið með námskeiðum, útvegun fræðslu- efnis fyrir þá, sem eru að byrja í trimmi eða vilja fræðast nánar um íþróttir fyrir almenning, efna tii fjölda- þátttöku í trimmmótum o.s.frv. Nýr framkvæmdastjóri KSÍ 1. desember s.l. tók nýr fram- kvæmdastjóri við störfum hjá KSI, en það er Snorri Finnlaugsson sem verið hefur í varastjórn KSÍ. Snorri hefur einnig verið formaður Móta- nefndar sambandsins undanfarin tvö ár ásamt því að vinna með yngri landsliðunum. Snorri er boðinn vel- kominn til starfa. Snorri Finnlaugsson. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.