Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 22

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 22
Þorbergur Aðalsteinsson landsliðs- þjálfari hefur unnið vel úr sínum mál- um hingað til og treysti ég honum fullkomlegatil að vera með leikmenn rétt stemmda og í góðu formi þegar mest á reynir. Ef allir standa saman um að ná góðum árangri, hvort sem um erað ræða leikmenn, þjálfara eða aðra sem hafa áhuga á að ísland nái árangri, hef ég trú á okkar mönnum. Ég reikna með að Svíar verði heimsmeistarar því þeir eru með samheldið og reynslumikið lið en Rússar eiga í einhverjum vandamál- )ón Kristjánsson, leikmaður Vals, verður væntanlega í HM landsliðs- hópnum en hann er bæði öflugur og fjölhæfur leikmaður. um. Ég væri himinlifandi ef ísland næði 3. sæti á mótinu. Það er erfitt að segja til um hvaða leikmenn muni blómstra í keppninni en ég hef mikla trú á Patreki Jóhann- essyni og Degi Sigurðssyni. Reyndar gæti maður nefnt marga góða leik- menn en það er deginum Ijósara að enginn einn leikmaður vinnur leiki fyrir ísland. Árangurinn ræðst af liðs- heildinni." AHEIMAVELLI bikarar Guðmundur Bragason hampar bik- arnum eftir sigur gegn Njarðvík. Frá þessu sjónarhorni er Guðmundur óþekkjanlegur og úr áhorfendastúk- unni sást ekki framan í kappann. Nokkrum BIKURUM hefur þegar verið lyft af fyrirliðum körfu- og handknattleiksliða það sem af er þessari leiktíð. Það hefur vakið at- hygli ÍÞRÓTTABLAÐSINS hversu stórir þessir bikarareru orðnir þannig að fyrirliðar eiga orðið í mestu vand- ræðum með að lyfta þeim. Og það sem verra er að þegar þeir grípa um „eyrun" á bikurunum og lyfta þeim upp fyrir höfuð, eins og venja er, hverfur andlit viðkomandi á bak við „fót" bikarsins. Margar Ijósmyndir af fyrirliðum sýna því stóran bikar, tvær hendur, opinn munn og silfurlitaðar fyllingar en lítið sést að öðru leyti framan í þann sigurreifa. Sumir fyrir- liðar hafa brugðið á það ráð að lyfta bikarnum við annan mann og hefur það gefist vel. Nægir að nefna Þor- móð Egilsson og Rúnar Kristinsson þegar KR varð þikarmeistari síðast- liðið sumar og Önnu Maríu og Björgu þegar Keflavík varð bikar- meistari í körfubolta á dögunum. Vilji fyrirliðar hampa svona stór- um og glæsilegum bikurum einir og fá góða mynd af sér íblöðin á þessari merku stund ættu þeir að lyfta hon- um þversum — halda í annað „eyr- að" og í „fót" bikarsins. ÚRELTAR REGLUR? Það er mál manna sem tóku þátt í ÍS- LANDSMÓTINU í innanhússknattspyrnu og þeirra sem fylgdust með því að breytinga sé þörf. Til þess að innahússboltinn verði enn skemmtilegri er nauðsynlegt að setja batt- ana aftur upp þannig að menn verði djarfari í að taka menn á og að knattspyrnan verði hreinlega fjörugri. Þá er sú regla óskiljanleg að markvörður megi ekki kasta boltanum fram yfir miðju. Hvers vegna að draga úr möguleikum liðs til að sækja hratt, koma andstæðingnum á óvart? Hvaða tilgangi þjónar það? Á svona þröngu svæði þar sem vel skipulagðar varnir gera það að verkum að fá mörk eru skoruð er æskilegt að lið komist í hraðaupphlaup — með aðstoð markvarða, sé því að skipta. Helstu rök skipuleggjenda íslandsmóts- ins gegn því að nota battana aftur voru víst þau að ekki væru nein göt á gólfinu í Höll- inni. Kjánalegt ef slíkt stendur innanhúss- boltanum fyrir þrifum. Það hlýtur að vera hægt að festa battana með öðrum hætti. REYKJAVÍKURMÓTIÐ Margur knattspyrnuáhugamaðurinn bíð- ur spenntur eftir því að sjá með hvaða fyrir- komulagi REYKJAVÍKURMÓTIÐ verður að þessu sinni. Hefst mótið í lok mars, eins og undanfarin ár — í kulda og trekki? Og hversu margar vikur líða á milli leikja ein- stakra liða? Mörgum finnst Reykjavíkurmót- ið ekki fylgja þeirri framþróun sem á sér stað hvað varðar hentugleika fyrir liðin og skemmtanagildi fyrir áhorfendur. Er ekki kominn tími til að „keyrá* mótið í gegn á skemmri tíma, fá fyrirtæki til að „sponsora" keppnina og veita vegleg peningaverðlaun fyrir efstu sætin? Við sjáum hvað setur! 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.