Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 30

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 30
Súkkukri NÖKKVI SVEINSSON, einn grófasti leikmaður 1. deildar, er farinn í Fram Texti: ]óhann Ingi Árnason Mynd: Ingi T. Björnsson Einn grófasti leikmaður 1. deildar í knattspyrnu, ef miðað er við fjölda áminninga síðastliðið sumar, NÖKKVI SVEINSSON, kom Eyja- mönnum töluvert á óvart í lok síðast- liðsins sumars þegar hann tilkynnti að hann væri á förum frá Eyjum. Eftir að hafa loksins blómstrað ákvað hann að ganga til liðs við Fram og er þetta ekki í fyrsta skipti sem Eyja- menn þurfa að sjá á eftir burðarás- um sínum upp á fastalandið. En hver ætli sé ástæða þess að Nökkvi fór í Fram. „Það er alrangt, sem var birt í Morgunpóstinum, að ég væri á leið frá ÍBV sökum þess að ég væri óánægður með bónusgreiðslurnar. Greiðslurnar hafa aldrei verið eins háar og síðastliðið sumar. Ástæður félagaskiptanna eru margvíslegar en mér finnst einfaldlega kominn tími á mig að breyta um umhverfi til að þroskast sem leikmaður og persóna." — Ertu þá alfarið að vísa því á bug að það hafi verið peningar í spilinu? „Peningar koma þessu máli ekkert við og brottför mín er í mesta bróð- erni við IBV. Vitanlega eru ekki allir sáttir við að ég fari en flestir skilja afstöðu mína." — Af hverju valdirðu Fram? „Fyrir nokkrum árum lékég með 2. flokki Fram og líkaði í alla stað mjög vel í Safamýrinni. Ég þekki marga af leikmönnum Fram ogtel að liðið eigi eftir að gera góða hluti. Liðið var skemmtilegt sóknarlega í fyrra með Birki góðan í markinu en þar sem búið er að styrkja vörnina er raun- hæft að stefna á ná í annan bikarinn." — Flversu mikilvægur var Friðrik Friðriksson með ÍBV í fyrra? „Friðrikereinn albesti markvörður landsins og það er mjög mikilvægt að hafa góðan mann á milli stanganna. Ég held hinsvegar að vörnin hafi verið okkar aðall síðastliðið sumar en vitanlega var Friðrik mikilvægur." — Var vörnin góð eða gróf? „Við spilum fast en það er kominn sá stimpill á Eyjamenn að þeir séu grófir. Við eigum það ekki skilið. Við fáum gul spjöld fyrir brot sem „súkkulaðipeyjarnir" uppi á landi fá aldrei fyrir eins brot. Það er eins og dómarar séu hræddir við að missa leiki úr böndunum hér í Æ Eyjum og veifi þar af leiðandi of mörgum gulum spjöld- ^ um." — Nú ert þú talinn grófasti leikmaður 1. , deildar, ert þú þá kom- inn með þann stimpil hjá dómurunum? „Ætli ég sé ekki kominn með ákveðinn stimp- il, í það minnsta má ég nánast ekkert gera. Það er t.d. voða- lega skrýtið að grófasti leikmaður ÍBV, Jón Bragi Arnarson, fékk svo til engin spjöld í fyrra en hann var stundum að „tækla" upp í nára án þess að fá tiltal. Um leið og ég anda aðeins örar fæ ég spjald." — Hvað áttu við með „súkkulaði- peyjar" ofan af landi? „Við köll- um strákana ofan af landi oft píkupeyja og 30 ' '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.