Íþróttablaðið - 01.02.1995, Side 35
„Valur Ingimundarson og Teitur
Örlygsson hefðu átt ágæta mögu-
leika á að ná langt
— Finnurðu fyrir miklum þrýst-
ingi vegna þess að þú er útlendingur
og átt alltaf að standa fyrir þínu?
„í Njarðvík sættir sig enginn við
tap og slíkur hugsunarháttur er af
hinu góða. Eftir eina tapleik okkar í
deildinni til þessa hengdu menn haus
en menn verða horfa fram á veginn.
Góð lið tapa líka leikjum."
— Hverniggekkþéríháskólabolt-
anum í Bandaríkjunum?
„Mér gekk vel og ég var í hópi
þeirra tíu sem tóku flest fráköst í öll-
um skólum landsins. Allar tölulegar
staðreyndir hjálpa þegar umboðs-
menn reyna að koma sínum mönn-
um áleiðisen þar sem ég var meiddur
átti ég ekki kost á að fá að reyna mig
meðeinhverju liði. Þess vegnaákvað
ég að reyna að komast að í Evrópu."
— Eru draumarnir um að spila í
NBA enn til staðar?
„Vissulegaen núnaerégdottinn út
úr því ferli sem er helsti undanfari hjá
leikmönnum áður en þeir fá stóra
tækifærið. Menn þurfa að standa sig
virkilega vel í háskólaboltanum,
helst slá ígegn, til vera valdir f „draft-
ið". Á mínum skólaárum var ég að
leika gegn strákum, sem mér fannst
ekkert betri en égá þeim tíma, en þeir
hafa síðan komist að í NBAdeildinni.
Nægir þar að nefna Randy Brown hjá
Sacramento Kinks en hann er reynd-
ar ekki í byrjunarliðinu hjá þeim. Eg
lék með Walter Bond en á móti
mönnum eins og Tim Hardaway,
Nick Anderson og Marcus Liberty."
— Hvað ætlarðu að gera þegar
körfuboltaferlinum lýkur?
„Mig langar til að verða lögreglu-
þjónn."
— Hvers konar lögga?
„Þessi venjulega sem handtekur
fólk og gætir þess að fólk fari að lög-
um. Vissulega er þetta hættulegt starf
en mér finnst það spennandi.
Mamma er að reyna að tala mig af
þessu en ég er staðráðinn í að láta
//
»
slag standa ef ég kemst í lögreglu-
skólann."
— Hefurðu skotið af byssu?
„Nei."
— Hefurðu enga löngun til að
setjast að á íslandi?
„Ég hef gaman af tilbreytingu en vil
vera sem næst minni fjölskyldu í
framtíðinni. Þetta er örugglega síð-
asta árið mitt með Njarðvík því ég vil
reyna fyrir mér annars staðar í
Evrópu. Ég er hræddur um að staðna
ef ég dvel lengur hér á landi."
— Hafa önnur lið en Njarðvík fal-
ast eftir þér?
„Neþéghefalltafsamiðvið Njarð-
vík áður en ég hef farið af landi brott
yfir sumarmánuðina."
— Finnst þér æskilegt að lyfta lóð-
um á keppnistímabilinu?
„Það hentar mér mjög vel þvf ég
stunda ekki neina vinnu. Það styrkir
mig bæði líkamlega og andlega. Það
þarf sterkan skrokk til að standast
álagið í körfunni."
— Gæti einhver íslenskur leik-
maðurstaðiðsigvel íNBAdeildinni?
„Skömmu eftir að ég kom til ís-
lands lékum við gegn Tindastóli fyrir
norðan en þá var Valur Ingimundar-
son þjálfari liðsins. Hann var allt í
öllu, skoraði ótrúlegar körfur og ég
spurði sjálfan mig af hverju þessi
leikmaður væri ekki í NBA deildinni.
Ég er nokkuð viss um að ef Valur og
Teitur Örlygsson hefðu leikið með
bandarískum háskólaliðum hefðu
þeir átt ágæta möguleika á að ná
langt."
— Hvað skortir okkur á íslandi til
að taka frekari framförum?
„Hér eru góðar skyttur en mikill
skortur á hávöxnum leikmönnum.
Það háir landsliðinu töluvert. Sömu-
leiðis finnst mér að leikmenn mættu
æfa með þannig hugarfari að hver
leikur sé eins og bikarúrslitaleikur.
Allaræfingarskipta máli og hugarfar-
Rondey í bikarúrslitaleiknum gegn
Grindavík en hann varð að lúta í
lægra haldi ásamt félögum sínum í
Njarðvík.
35