Íþróttablaðið - 01.02.1995, Side 50
Mark Foster heimsmethafi í sundi.
ÆFIR EFTIR PÝRA-
MÍDAFYRIRKOMULAGI
Blaöamanni íþróttablaðsins gafst
fyrir skömmu tækifæri til að spjalla
einslega við Bretann Mark Foster.
Hann tók þátt í Óiympíuleikunum í
Barcelona og nú hefur hann sett
stefnuna á gullið í Atlanta 1996.
Foster er sprettsundsmaður mikill og
hefur m.a. átt heims- og Evrópumet í
50 m skriðsundi í 25 m laug, 21.60
sek. og hann á besta tíma sem náðst
hefur í heiminum í 50 m flugsundi í
25 m laug, 23,68 sek. Alþjóða-
sundsambandið viðurkennir þó ekki
heimsmet í þessari grein en ekki er
keppt í henni á stærstu mótunum,
eins og heimsmeistaramóti og Ól-
ympíuleikum.
Tíminn, sem mér áskotnaðist með
Mark Foster, var afskaplega tak-
markaður. Ég reyndi því að halda
mig algerlega við æfingaskipulag
Fosters þegar ég lagði fyrir hann
spurningarnar, aðallega til þess að
lesendur íþróttablaðsins gætu haft
nuKkurt gagn af viðtalinu.
M ••k, sem er 24 ára gamall, kem-
ur vel fyrir og er fljótur að skilja
kjarnann frá hisminu þegar spurn-
ingar lítils sérfræðings í sundi eru
bornar fram.
TVÆR ÆFINGAR
Á DAG
— Hve lengi hefurðu keppt í
sundi?
„Síðan égvar átta eða níu áraen ég
hef keppt fyrir England frá fimmtán
ára aldri."
— í hve góðu formi ertu núna?
„Ekki mjög góðu keppnisformi,
satt best að segja. Ég keppti á Sam-
veldisleikunum um miðjan ágúst og
á heimsmeistaramótinu íbyrjun sept-
ember en það fór fram í Róm á Italíu.
Fram að þessum mótum einbeitti ég
mér að æfingum til þess að vera í
toppæfingu þegar að þeim kæmi. Nú
þarfég fimm til sex vikur af almenni-
legri þjálfun til þess að ná aftur upp
hraðaþjálfuninni. Annars er líkam-
MARK FOSTER,
heimsmethafi í
sundi, í einkaviðtali
við íþróttablaðið.
TEXTI OG MYNDIR:
Jóhann Guðni Reynisson
legt ástand mitt mjög gott um þessar
mundir."
— Hvernig háttarðu æfingum þín-
um?
„Ég æfi tvisvar á dag; á morgnana
og seinni partinn, fjóra morgna í
viku; mánudaga, þriðjudaga,
fimmtudaga og föstudaga. Á mið-
vikudögum tek ég aðeins æfinguna
seinni partinn. Um helgartekégeina
æfingu og þá annaðhvort á laugar-
degi eða sunnudegi.
Æfingaáætlunina má setja upp
eins og pýramída. Fyrstu vikuna
syndi ég 20 kílómetra, þá næstu 30
50