Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 2
Þetta er opið öllum og við erum bæði með þetta á íslensku og ensku. Kristjana Björk Barðdal Gefi tölur næstu daga tilefni til, er mögulegt að slakað verði frekar á tak- mörkunum. Veður Vestlæg eða breytileg átt 3-8 í dag, skýjað með köflum og sums staðar dálitlir skúrir. Vaxandi sunnanátt seinnipartinn og fer að rigna á vestanverðu landinu. Hiti 10 til 17 stig. SJÁ SÍÐU 16 Það styttir alltaf upp Það var fremur hryssingslegt veður í höfuðborginni í gær og ekki laust við að margt minnti á að senn færi sumri að halla. Það eru þó ótímabærar hugleiðingar því spáð er að veður lagist í borginni í dag, eins og fram kemur hér að neðan. Það fer þó ekki hjá því að senn styttist í að haustið gangi í garð. Veðrið lék hins vegar við þá sem staddir voru annars staðar á landinu, svo sem á Norðurlandi og ekki síður á Austurlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns PREN TU N .IS UMHVERFISMÁL Nýsköpunarkeppn- in Gagnaþon fyrir umhverfið hefst í dag en keppnin snýst um að biðja þátttakendur um að þróa lausnir sem eru umhverf inu til góða. Keppnin er hluti af nýsköpunar- stefnu ríkisins, Nýsköpunarstefna fyrir Ísland, og er markmiðið að vekja athygli á opinberum gögnum sem eru aðgengileg almenningi. Kristjana Björk Barðdal, verk- efnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, segir að þátttakendur hafi frekar frjálsar hendur í keppninni en rúmlega 100 manns hafa þegar skráð sig. Keppt er í þremur flokk- um og getur fólk því keppt í þeim flokki þar sem hæfileikar þess liggja helst. „Þú getur gert hvað sem er, eina sem er nauðsynlegt er að þetta þarf að tengjast umhverfinu og þú þarft að nota gagnasett,“ segir Krist- jana og vísar til þess að hægt sé að nota ýmis gagnasett, til að mynda frá Þjóðskrá, Reykjavíkurborg, Umhverfisstofnun eða öðrum opin- berum stofnunum. Þátttakendur geta nýtt settin meðal annars til að þróa vefsíður eða smáforrit en einnig er hægt að koma með hugmyndir sem gætu gagnast umhverfinu sem og hugmyndir að endurbótum. Pen- ingaverðlaun eru veitt fyrir bestu hugmyndina, bestu endurbættu lausnina og besta gagnaverkefnið, en í síðasta f lokknum er nauðsyn- legt að þróa eitthvað, til að mynda forrit eða vefsíðu. Setningarathöfn fer fram síðar í dag þar sem Guðmundur Ingi Guð- brandsson, umhverfis- og auðlinda- ráðherra, opnar viðburðinn. Þátt- takendur skiptast í tveggja til fimm manna teymi og munu teymin síðan þurfa að kynna sínar lausnir fyrir dómnefnd 24. ágúst næstkom- andi en verðlaunaafhendingin fer síðan fram 26. ágúst. Allir þættir viðburðarins fara fram á netinu vegna aðstæðna í samfélaginu. „Þetta er opið öllum og við erum bæði með þetta á íslensku og ensku,“ segir Kristjana og bætir við að allir séu hvattir til þess að taka þátt óháð kyni eða bakgrunni. Gagnaþonið stendur yfir í viku og meðan á því stendur verður boðið upp á beinar útsendingar þar sem þátttakendur eru hvattir til að spyrja spurninga, auk þess sem boðið verður upp á fyrirlestra þar sem farið verður yfir ýmis málefni. „Við erum líka með leiðbein- endur sem koma úr atvinnulífinu og háskólasamfélaginu sem eru til staðar í gegnum ferlið til þess að hjálpa fólki,“ segir Kristjana. „Þann- ig að þetta er frábær staður til þess að kynnast fólki sem er í nýsköpun, þessir leiðbeinendur eru alltaf að leita að hæfileikaríku fólki og það að kynna lausnina sína þarna er náttúrulega bara mjög gott tæki- færi.“ fanndis@frettabladid.is Nýsköpunarkeppni um umhverfismál Rúmlega hundrað manns hafa skráð sig í nýsköpunarkeppnina Gagnaþon fyrir umhverfið, þar sem þátttakendur keppast við að koma með og þróa lausnir í umhverfismálum. Segja að þetta sé tækifæri til að kynnast nýsköpun. Viðfangsefnið þarf að tengjast umhverfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI VEÐUR Í gærkvöld og nótt dró úr vætunni á sunnan- og vestanverðu landinu en mikið hefur rignt þar undanfarna daga. Í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofunni segir þó að áfram megi búast við vatnavöxtum á Vesturlandi þrátt fyrir að dragi úr vatnsveðri. Vegna mikillar úrkomu undan- farið sé vatnsstaða í ám og lækjum há og búast megi við að nokkurn tíma taki að sjatna í þeim. Er ferða- fólk hvatt til að sýna sérstaka aðgát við vatnsföll og vöð. Þá er bent á að aðstæður sem þessar geti aukið líkur á grjóthruni og skriðuföllum í bröttum hlíðum. Seint í kvöld er svo búist við hvössum vindstreng á norðanverðu Snæfellsnesi þar sem staðbundnar hviður gætu náð allt að 30 metrum á sekúndu. Bent er á að slíkur vindur geti verið varasamur, ekki síst fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi, til dæmis húsbílar og ferða- vagnar ýmiss konar. – sar Búast má við að þorni til í dag COVID-19 Tilslakanir á sóttvarna- aðgerðum eru boðaðar í minnis- blaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarna- lækn is til Svandísar Svavars dóttur heilbrigðisráðherra. Minnis blaðið var afhent ráðherra í gær, skömmu fyrir ríkisstjórnarfund. „Ef að tölur næstu daga sýna á fram að við höfum náð utan um þennan far aldur sem er að ganga, þá held ég að við getum slakað á frekar í tak mörkunum hér innan lands,“ sagði Þór ólfur á upp lýsinga fundi al manna varna í gær. Þórólfur leggur meðal annars til að áfram verði hundrað manna samkomubann í landinu en slakað verður á tveggja metra reglunni innan skólaveggja, þar sem lagt er til að að minnsta kosti einn metri aðskilji nemendur. Hann telur þó enn brýnt að skimað verði á landamærum til að koma í veg fyrir útbreiðslu smits á landinu. „Við höfum lært að það er nóg að aðeins einn smitaður ein- staklingur komi hingað til lands til að setja af stað hópsýkingu, með alvarlegum afleiðingum.“ Í gær var tilkynnt um þrjú virk smit á landamærunum en ekkert innanlandssmit. Þrír hafa að und- anförnu verið útskrifaðir af Land- spítala og þar liggur nú aðeins einn einstaklingur vegna COVID-19. Grænlensk stjórnvöld tilkynntu í gær breyttar reglur varðandi komur ferðamanna frá Íslandi og Færeyj- um sem hingað til hafa getað komist óhindrað inn í landið. Framvegis verður gerð krafa um sóttkví fyrir þá sem koma frá þessum löndum. – sar, kdi Tilslakanir gætu verið í kortunum 1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.