Fréttablaðið - 21.08.2020, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 8 2 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0
Nýr T-Cross
Brúar bilið á milli jeppa og fólksbíls
www.volkswagen.is · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA
Veldu þinn uppáhalds á
hekla.is/volkswagensalur
EFNAHAGSMÁL Samtök atvinnulífs-
ins (SA) kalla eftir því að stjórnvöld
framkvæmi heildstæða greiningu á
hagrænum áhrifum þess að herða
takmarkanir á landamærunum.
Stjórnvöld þurfi að rökstyðja vel
þær aðgerðir sem geta valdið ferða-
þjónustunni tugmilljarða króna
tjóni. Samkvæmt greiningu sem
samtökin létu gera er árlegt tjón
greinarinnar á næstu árum metið á
150 milljarða króna.
„Við viljum sjá greiningu sem rök-
styður svona íþyngjandi aðgerðir.
Það verður að vera hægt að sýna
fram á að ávinningurinn af þessum
aðgerðum vegi upp tjónið,“ segir
Anna Hrefna Ingimundardóttir,
forstöðumaður efnahagssviðs SA,
í samtali við Fréttablaðið. Gagnsæi
og fyrirsjáanleiki vegi þungt í þessu
samhengi.
Ef spár Seðlabanka Íslands fyrir
og eftir tilkomu kórónaveirunnar
eru bornar saman má álykta að
heildartjón vegna veirunnar geti
hlaupið á 400-500 milljörðum króna
á hverju ári, að sögn Önnu Hrefnu.
Þá geti tjónið sem ferðaþjónustan
horfir fram á árin 2020 til 2022
vegna kórónaveirunnar hlaupið á
150 milljörðum króna árlega miðað
við minnkandi hlutdeild greinar-
innar í landsframleiðslu.
„Það er vissulega mikið hrun
í erlendri eftirspurn og mikil
fækkun f lugferða milli landa
vegna takmarkana annarra landa,
sem við getum ekki haft áhrif á.
Við getum þó haft einhver áhrif á
þessar stærðir,“ segir Anna Hrefna.
„Við teljum að hertar aðgerðir eða
tilslakanir geti skipt máli upp á
tugi milljarða til eða frá fyrir ferða-
þjónustuna.“
Þá bætir hún við að greiningin
þurf i að vera heildstæð. „Öll
af leiddu áhrifin, þó að þau séu
ekki auðmælanleg, hafa ekki fengið
nægjanlega athygli. Langvarandi
atvinnuleysi hefur gífurlega slæm
áhrif, bæði fjárhagslega og félags-
lega. Við þurfum að taka tillit til
þessara þátta rétt eins og við tökum
tillit til fjölda smitaðra.“
Hagræn greining á aðgerðum
er sérstaklega mikilvæg, að mati
Önnu Hrefnu, í ljósi þess að aðgerð-
ir íslenskra stjórnvalda eru harðari
en stjórnvalda í helstu nágranna-
löndum.
„Stefnan var upphaf lega sú að
f letja út kúrfuna og koma í veg
fyrir of mikið álag á heilbrigðis-
kerfið. En miðað við það hvernig
seinni bylgja faraldursins hér á
landi fór af stað, og hversu hörð
viðbrögð stjórnvalda voru, hljóta
önnur sjónarmið að búa að baki.
Það virðist vera að stjórnvöld sætti
sig ekki við neitt smit,“ segir Anna
Hrefna. – þfh
Þurfa að rökstyðja tugmilljarða tjón
SA kalla eftir heildstæðri greiningu á hertum aðgerðum stjórnvalda. Þurfa að rökstyðja aðgerðir sem geta valdið ferðaþjónustunni tug-
milljarða tjóni. Árlegt tjón greinarinnar er metið á 150 milljarða króna. Þurfa að taka afleidd áhrif atvinnuleysis með í reikninginn.
Það verður að vera
hægt að sýna fram á
að ávinningurinn af þessum
aðgerðum vegi upp tjónið.
Anna Hrefna Ingi-
mundardóttir,
forstöðumaður
efnahagssviðs SA
Það var nokkur fyrirgangur í Óseyrarhöfn í Hafnarfirði laust eftir hádegið í gærdag þegar skipinu Jökli var lyft upp af hafsbotni þar sem það hafði legið frá því að það sökk fyrr í vikunni.
Sæta varð sjávarföllum og á háfjöru tókst að lyfta skipinu. Jökull, sem kominn er nokkuð til ára sinna, er 80 tonna línubátur og er gerður út frá Sauðárkróki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI