Fréttablaðið - 21.08.2020, Side 4

Fréttablaðið - 21.08.2020, Side 4
OPIÐ 10.00-22.00 alla daga Renndu við og fáðu lyn afgreidd beint í bílinn www.lyfsalinn.is BÍLAAPÓTEK VIÐ VESTURLANDSVEG LÖGREGLUMÁL Rannsóknarlög­ reglumaður telur fulla þörf á að skoða ráðningamál hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Eiríkur Valberg rann sóknar lög reglu maður segist nýverið hafa komist yfir upplýs­ ingar um umsagnir við umsókn hans um starf innan embættis­ ins. Telur hann þær ekki standast skoðun og að þær bendi til þess að Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlög­ fræðingur embættisins, og Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri hafi unnið gegn sér. Mikil ólga hefur verið innan lög­ reglunnar á Suðurnesjum um langt skeið sem hefur kristallast í baráttu milli Ólafs Helga Kjartanssonar, frá­ farandi lögreglustjóra, og hóps sem Alda Hrönn og Helgi leiða. Dóms ­ mála ráð herra til kynnti í fyrradag að Grímur Her geirs son, stað gengill lög reglu stjórans á Suður landi, yrði settur sem lög reglu stjóri á Suður ­ nesjum til 1. nóvember. Þá fær Ólafur Helgi starf í ráðuneytinu, en hann hafnaði starfi lögreglustjóra í Vestmannaeyjum. Alda Hrönn og Helgi hafa verið í veikindaleyfi undanfarið sem hófst í kjölfar þess að tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglu­ stjóra undan einelti af þeirra hálfu. Í bréfi sem lög maður Ólafs Helga sendi dómsmálaráðuneytinu er óskað eftir að veikinda leyfi tví­ menninganna verði skoðað af ráðu­ neytinu. Telur hann að skoða þurfi atburðarásina í kringum veikindi þeirra og útgáfu læknisvottorða. Þá hefur Ei ríkur Valberg leitað til lög manns til að gæta réttar síns gagn vart em bætti lög reglunnar á Suður nesjum, í máli er tengist ráðningar ferli innan em bættisins árið 2018. Í bréfi til yfirstjórnar embættisins segir hann ástæðu til að skoða ráðningarmál embættis­ ins. Sakar hann Öldu Hrönn og Helga um að hafa komið í veg fyrir að hann fengi stöðu yfirlögreglu­ þjóns á Suðurnesjum, í staðinn hafi verið ráðin vinkona Öldu Hrannar. Segir hann að Helgi sé vilhollur Öldu Hrönn. Ástæðan mun hafa verið að Eiríkur, í starfi sínu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, tók afstöðu sem hugnaðist ekki Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lög­ reglustjóra og núverandi ríkislög­ reglustjóra. „Gerði lög reglu stjórinn [Sig ríður Björk innsk. blaðamanns] mér ljóst á þessum fundi að ég myndi ekki hljóta fram gang innan lög reglunnar meðan hún réði ein hverju,“ segir í bréfi Eiríks. Þegar hann sótti um stöðuna á Suðurnesjum hafi hann tilgreint f jóra umsagnaraðila, honum óafvitandi hafi Alda Hrönn, sem starfaði áður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, einnig sent inn umsögn þar sem Eiríkur fékk falleinkunn. Í hæfnismati við ráðningu í stöðu yfir lög reglu þjóns á Kef la víkur­ flug velli vorið 2019 hlaut Gestur K. Pálma son, eigin maður Öldu Hrann­ ar, 94,63 stig í einkunn, mun fleiri en Hall dór Rós mundur Guð jóns son, sem hefur 30 ára starfsreynslu hjá lögreglunni. Á meðan á um sóknar ferlinu gekk var Hall dóri sagt upp störfum hjá lög reglunni á Suður nesjum en ríkis­ lög maður hefur viður kennt bætur vegna ó lög mætrar upp sagnar. Hall­ dór kvartaði einnig til fagráðs vegna ein eltis af hálfu Öldu Hrannar eftir upp sögnina. Niður staða fagráðs var að ekki væri um ein elti að ræða. Bóta mál Hall dórs er nú í ferli. Í hæfnismatinu, sem Helgi sá um, er mark þjálfunarnám Gests frá Opna há skólanum metið til jafns við lög fræði­ og mann auðs stjóra­ menntun frá Há skóla Ís lands. Þá fékk Gestur f lest stig í huglægu mati. Ólafur Helgi virti hæfnismatið að vettugi og réð annan í starfið. Hvorki hefur náðst í Helga Þ. Kristjánsson né Sigríði Björk Guð­ jónsdóttur. Alda Hrönn segir að hún vilji ekki tjá sig um innri málefni lögreglunnar. mhj@frettabladid.is Harðar ásakanir á stjórnendur lögreglunnar á Suðurnesjum Rannsóknarlögreglumaður segir ástæðu til að skoða ráðningarmál lögreglunnar á Suðurnesjum, telur hann yfirlögfræðing og mannauðsstjóra hafa unnið gegn sér. Þá hefur fráfarandi lögreglustjóri óskað þess að dómsmálaráðuneytið kanni hvort veikindaleyfi tveggja stjórnenda hjá embættinu sé réttmætt. Alda Hrönn Jóhannsdóttir hefur verið í veikindaleyfi undanfarið. Fráfar- andi lögreglustjóri vill að það sé að kannað. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Mikil ólga hefur verið innan lögreglunnar á Suðurnesjum um langt skeið. GARÐABÆR Lögmaður íbúa Bygg­ akurs 20 og 22 hefur sent Garðabæ harðort bréf þar sem þess er krafist að bærinn viðurkenni skaðabóta­ skyldu vegna meints ólögmæts byggingarleyfis fyrir einbýlishús við Frjóakur 9 og gangi til samninga um skaðabætur vegna þess. Það vakti nokkra athygli þegar hjónin Margrét Íris Baldursdóttir og Magnús Ármann fjárfestu í húsinu við Frjóakur 9 í byrjun árs enda eitt dýrasta einbýlishús landsins. Kaup­ verðið var 360 milljónir króna. Húsið keyptu þau af athafna­ manninum Antoni Kristni Þórar­ inssyni en innanhússarkitektinn Berglind Berndsen hafði nýlega hannað húsið að innan. Magnús og Margrét hófu hins vegar strax umfangsmiklar og umdeildar framkvæmdir á eigninni. Meðal annars eru þau langt komin með að útbúa fullkomna líkams­ ræktaraðstöðu í kjallara hússins þar sem útgengt er í garðinn. Það telja nágrannar brot á deili­ skipulagi enda fékkst undanþága til þess að stækka kjallara hússins á sínum tíma gegn því að um glugga­ laust rými væri að ræða sem hefði lítil áhrif á nágranna. Þá hefur verið reist steinsteypt sána við lóðarmörkin, eitthvað sem nágrannarnir telja að sé óheimilt og vilja að verði fjarlægt. Í bréfinu kemur fram að sáttavilji Magnúsar og Margrétar í deilunni hafi enginn verið og þá er farið hörðum orðum um þátt byggingar­ fulltrúa Garðabæjar sem hafi ekki brugðist við umkvörtunum. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar í byrjun vikunnar og var bæjarstjóra falið að svara því. Á fundinum kom fram að framkvæmdir við eignina hafa verið stöðvaðar og umsókn um breytingar á kjallaranum hafi verið vísað til umfjöllunar skipu­ lagsnefndar bæjarins. – bþ Vilja skaðabætur frá Garðabæ út af framkvæmdagleði kunns fjárfestis Magnús Ármann, þekktur fjárfestir. SKÁK Skáksamband Íslands hlaut á síðustu stundu undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu til þess að halda Skákþing Íslands, hið eigin­ lega Íslandsmót, um næstu helgi. Landsliðsflokkur mótsins fer fram í Garðabæ að þessu sinni og hefst næsta laugardag en þar munu tíu sterkustu skákmenn landsins tefla um hinn eftirsótta titil. Talsverð óvissa hefur ríkt um mótshaldið undanfarnar vikur. Þegar sóttvarnay f ir völd léttu kröfum af Íþróttasambandi Íslands töldu skákmenn að mótshaldið væri hólpið enda hefur Skáksambandið verið skilgreint sem íþróttasam­ band af menntamálaráðuneytinu þrátt fyrir að eiga ekki aðild að ÍSÍ. Sóttvarnayfirvöld voru þó ekki alveg sammála þeirri túlkun að skák væri augljóslega íþrótt og því varð Skáksambandið að sækja undanþágu fyrir mótshaldið til heilbrigðisráðuneytisins. Sú undan­ þága var veitt um miðja vikuna eftir að áætlun Skáksambandsins um að tryggja sóttvarnir hafði verið yfir­ farin gaumgæfilega. Íslandsmótið hefst því á laugar­ daginn klukkan 15.00 og er tef lt í Álftanesskóla. Áhorfendur verða bannaðir. Meðal keppenda verða fimm stórmeistarar, þar á meðal Margeir Pétursson sem mætir til leiks um langan veg. – bþ Skákmenn fengu loks undanþágu Margeir Pétursson mætir til leiks alla leið frá Úkraínu þar sem hann býr. SUÐURNES Bein sem fundust í Skó­ fellahrauni reyndust ekki vera mannabein eins og óttast var. Lög­ reglunni á Suðurnesjum barst til­ kynning um beinin í vikunni og var þeirra umsvifalaust vitjað. Það var ærið verkefni enda þurfti aðstoð björgunarsveitarinnar Þorbjarnar til þess að komast að fundarstaðn­ um. Beinin voru fjarlægð af vettangi og færð í hendur réttarmeina­ fræðings. Að rannsókn lokinni gat sérfræðingur staðfest að ekki væri um mannabein að ræða. Lög­ reglan greindi frá niðurstöðunni á Facebook­síðu sinni í gær en ekki fylgdi sögunni úr hvaða skepnu beinin voru. – bþ Beinin eru ekki úr manneskju Beinin í hrauninu. MYND/AÐSEND KÓPAVOGUR Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar, A­ og B­hluta, var neikvæð um 443 milljónir króna á fyrri hluta árs­ ins 2020. Áætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhalla að upphæð 75 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins á samstæðunni, en 597 millj­ óna króna afgangi á árinu öllu, enda fellur tæpur helmingur skatttekna til á fyrri hluta árs en stærri hluti útgjalda á ákveðnum sviðum. Tapið endurspeglar þær hremmingar sem COVID­19 hefur leitt af sér, að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar bæjar­ stjóra. – bþ Mikið tap hjá Kópavogsbæ 2 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.