Fréttablaðið - 21.08.2020, Side 30

Fréttablaðið - 21.08.2020, Side 30
Astaxanthin Eitt öflugasta andoxunarefni náttúrunnar Astaxanthin frá Algalíf er 100% náttúrulegt hágæða bætiefni, framleitt á sjálfbæran hátt við kjöraðstæður sem tryggja að innhaldið skili sér til neytenda. n Vissir þú að náttúrulegasta og hreinasta uppspretta astaxanthins finnst í smáþörungum sem kallast Haematococcus pluvialis, en þeir framleiða þetta sem varnarefni gegn erfiðum aðstæðum í umhverfinu? n Talið er að þetta öfluga andoxunarefni geti stutt við heilsusamlegt líferni og almenna líðan, verndað gegn sterkum útfjólubláum geislum sólar og oxunarskemmdum, ásamt því að geta aukið styrk, þol og liðleika.* Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir, Costco og flestum stórmörkuðum. *https://www.alifenutrition.cz/userfiles/dietary-supplementation-with- astaxanthin-rich-algal-meal-improves-strenght-endurance.pdf 14 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RHEILSURÆKT Ég vil meina að sykur sé ofmet-inn og að við getum alveg gert vel við okkur án þess að úða í okkur óhollustu, segir María Krista, hönnuður og matgæðingur, sem tók lífsstíl sinn í gegn með lág- kolvetnamataræði fyrir fáeinum árum og hefur miðlað lífsstílnum æ síðan. „Ef maður hættir að líta á mataræði sem einhvern kúr eða kvöð, þá verður allt svo auðvelt enda af nógu að taka þegar kemur að uppskriftum, bæði hjá mér og öðrum. Því er um að gera að losa sig við sykurpúkann sem fyrst og til frambúðar,“ segir María Krista. Hún hefur í nógu að snúast við að hanna sínar eigin gjafavörur og skart alla daga og heldur úti vin- sæla vefnámskeiðinu Lífsstíll til framtíðar fyrir þá sem vilja prófa ketó- eða LKL-mataræði. „Annars heldur mér upptekinni alla daga að sinna hundinum og barnabarninu eins oft og ég get,“ segir hún, sæl yfir bakstrinum. „Þessi gómsæta kaka lítur kannski ekki út fyrir að vera neinn sérstakur heilsubiti en ég sver að hún er það. Hún er ekki stútfull af sykurlausu súkkulaði eins og svo margar svona „heilsukökur“ því súkkulaðið telur alltaf smá af kol- vetnum þótt það sé sykurlaust.“ Til að fá hugmyndir af f leiri heilsusamlegum uppskriftum er hægt að skoða blogg Maríu Kristu: mariakrista.com, á Instagram #kristaketo og hennar eigin hönnun á kristadesign.is. Brownie með rjómaosti 120 g sæta (María Krista notar Sweet like sugar) 100 g smjör, mjúkt eða brætt 1 egg 120 g rjómaostur 140 ml ósæt möndlumjólk 120 g möndlumjöl (hefðbundið eða 50 g fituskert möndlumjöl) 15 g kókoshveiti 45 g kakó (María Krista notar Nóa Siríus) 1 tsk. skyndikaffiduft 2 msk. husk 1 tsk. lyftiduft ¼ tsk. salt 1 tsk. vanilludropar 2 Nicks soft toffee til að stinga ofan í kökuna, má sleppa Hrærið saman smjöri og sætu ásamt egginu. Bætið síðan við rjómaosti og vanillu og þeytið rólega saman. Setjið næst þurr- efnin saman við og að lokum möndlumjólkina og blandið varlega. Deigið er frekar stíft en þið smyrjið því í form að eigin vali, gott að hafa smjörpappír í botninum. Bakið kökuna í 170°C heitum ofni með blæstri í 20-30 mínútur, passið að baka ekki of lengi, kakan stífnar þegar hún kemur úr ofninum. Þegar 15 mínútur eru liðnar má stinga Nicks-súkkulaði hér og þar í deigið og baka áfram. Hellið súkkulaðisósu yfir í lokin en það þarf ekki, uppskrift er hér fyrir neðan: Súkkulaðisósa 1 dl rjómi 85 g sykurlaust súkkulaði 20 g smjör 2 msk. sykurlaust síróp Bræðið smjörið, blandið rjóma og sírópi saman við og hitið að suðu. Hellið yfir súkkulaðið og hrærið þar til slétt og fellt. Bráðholl brúnka Hönnuðurinn María Krista kann á því lagið að útbúa hollar sælkerakrásir. ERTU MEÐ VÖÐVABÓLGU? DEEP HEAT ROLL ON EYKUR BLÓÐFLÆÐI TIL VÖÐVA. VIRKAR BÆÐI SEM HITA- OG NUDDMEÐFERÐ. Brownie með rjómaosti lítur út fyrir að vera óholl en er það sko alls ekki. Save the Children á Íslandi María Krista kann tökin á hollustu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.