Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 2

Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 2
2 L íþrúttablaðið Ólympíudagar æskunnar vetrarleikar í Mikilvæat m3 Poprad-Tatry 4. vetrarleikar Ólympíu- daga æskunnar verða haldnir í Tatry fjöllunum í Slóvakíu 6. - 12. mars 1999. Keppt verður í alpa- greinum. skíðaskotfimi. norrænum greinum, list- htaupi á skautum. íshokký og skautahlaupi. ÍSÍ mun senda 20 þátttakendur í alpagreinum og norræn- um greinum, og munu þeir hafa aðselur í skíða- miðstöðinni Strbské Pleso. Aðalfararstjóri verður Benedikt Geirsson. ritari (SÍ. Slóð á heimasíðu leikanna er http://www.olympic.sk/ey od__e.htm Smáþjóðaleik- ar í Liechten- stein 8. Smáþjóðaleikarnir verða haldnir25. - 29. maí 1999 í smáríkinu Liechtenstein. Keppt verð- ur í blaki. borðtennis. frjálsum íþróttum. hjól- reiðum, júdó, skotfimi. skvassi sundi og tennis. Búist er við um 1100 þátt- takendum frá smáþjóðun- um átta; Andorra, Kýpur, (slandi. Liechtenstein. Luxemborg, Möltu. Móna- kó og San Marínó. Gert er ráð fyrir að ÍSÍ sendi 100 keppendur á leikana. Að- atfararstjóri verður Sig- mundur Þórisson. sem situr í Framkvæmdastjórn ÍSÍ. Slóð á heimasíðu leikanna er http://www.lie-games.li Ólympíudagar æskunnar sumarleikar í Esbjerg 5. sumarleikar Ólympíu- daga æskunnar verða hatdnir í Esbjerg í Dan- mörku 10. - 16. júlí 1999. Keppt verður í frjálsum íþróttum. badminton. hjól- reiðum, fimteikum, júdó, sundi. tennis. knatt- spymu. blaki. körfuknatt- leik og handknattleik. Sökum mikillar þátttöku er hverju landi einungis heimilt að senda lið í eina hópíþrótt og hefur (SÍ ver- ið boðið að senda lið í knattspyrnu. Gert er ráð fyrir að ÍSÍ sendi 60 þátt- takendur og munu þeir gista á "fljótandi hótelum" í höfninni í Esbjerg. Aðat- fararstjóri verður Ágúst Ásgeirsson, sem situr í Framkvæmdastjóm (S(, f jr f að ISI ag UMFl sameinist Stefán Snær Konráðsson framkvæmdastjóri ÍSÍ fyrir utan aðsetur sam- bandsins í Laugardal. Liðlega ár er síðan íþróttasam- band íslands og Ólympíunefnd ís- lands sameinuðust í ein samtök, íþrótta- og Ólympíusamband Is- lands. Stefán Snær Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSI, sagði að árið hefði verið mjög annasamt og þó mikið hefði áunnist væri sam- einingarferlinu ekki lokið. „Síðastliðið haust samþykktu framhaldsþing ÍSÍ og framhalds- aðalfundur Óí breytt lög og fyrsta þing nýrra samtaka var mánuði síðar eða 1. og 2. nóvember. Sam- einingin varð í kjölfar mikillar undirbúningsvinnu laganefndar, sem undir stjórn Lárusar Blöndal hæstaréttalögmanns vann mikið og gott starf við að samræma lög ÍSÍ og Óí að lögum Alþjóða ólympíunefndarinnar, IOC, og vinnu nefndar um skipulagsmál, sem Guðjón Guðmundsson rekstrarráðgjafi stýrði. Fram- kvæmdastjórnin hefur í meginat- riðum farið eftir þessum skipu- lagstillögum nema hvað lagt var til að ÍSÍ yrði skipt í þrjú svið en ákveðið var að hafa þau tvö þar sem svokölluðu almenningssviði var sleppt vegna þess að það féll undir sambærilegan flokk, Iþrótt- ir fyrir alla.“ 10 til 12 milljóna króna sparnaður Þegar unnið var að sameiningunni var lögð áhersla á að með henni væri íþróttahreyfingin ekki aðeins sterkari heldur spöruðust umtals- verðir fjármunir í rekstri. „Við höfum kynnt núverandi skipulag innan ISI og mikið lof hefur verið borið á það. Fimm ára tímabil fyrir sameininguna ein- kenndist á stundum af átökum og erfiðleikum en allur mótbyr hefur fjarað út. A þinginu í fyrra var samþykkt fjárhagsáætlun og hún stendur. Þegar 11 mánuðir eru af árinu stefnir í 10 til 12 milljóna króna rekstrarsparnað. Það er gott að sjá að hagræðing í rekstri skilar sér en það sem skiptir mestu máli er að allt starf er mun skilvirkara en áður. Þetta er mest áberandi varðandi afreks- íþróttirnar þar sem verið er að styrkja sérsamböndin og aðra. Aður komu styrkirnir frá tveimur stöðum en nú er allt á einni hendi, útbreiðsla, almennings- og afreks- íþróttir. Þetta var grundvallarat- riði í sameiningunni, hægri hönd- in veit hvað sú vinstri gerir.“ Skipulagning íþróttastarfseminnar Tilgangur ÍSÍ er meðal annars að efla, samræma og skipuleggja íþróttastarfið, stuðla að þróun af- reksíþrótta og almenningsíþrótta, annast samstarf um íþróttamál við ríkisvaldið og vera fulltrúi ís- lenskra íþrótta innanlands og utan en samkvæmt íþróttalögum er ISI æðsti aðili frjálsrar íþróttastarf- semi í landinu. Stefán sagði að á árinu hefðu allar reglugerðir ÍSÍ verið endur- skoðaðar og þær gefnar út í hand- bók í október. Lyfjaefdrlitsmál hefðu verið endurskoðuð og dóm- stólakerfið væri í endurskoðun. „Þriggja stiga dómstólakerfi íþróttahreyfingarinnar er í raun meingallað en lögmenn eru að vinna að tillögum fyrir næsta íþróttaþing. Þarna þarf að taka til hendi og nauðsynlegt er að aðlaga dómsmálakerfið að nýjum sam- tökum.“ Á íþróttaþingi í fyrra var sam- þykkt að efla og styrkja félögin og er unnið að því. „Við erum að vinna að gæðaviðurkenningastarfi fyrir félögin og stefnu í barna- og unglingaíþróttum, sem samþykkt var 1996, með sérstakri áherslu á íþróttaskóla. Frímann Ari Ferdin- andsson er verkefnisstjóri í þessu starfi og hafa verið haldir kynn- ingarfundir víða um land.“ Stefán sagði mikilvægt að sam- ræma þjálfarastefnu íþróttahreyf- ingarinnar og væri komið að loka- hnykknum í því efni. „Knatt- spyrnusamband íslands hefur al- gjöra sérstöðu í mjög mörgum málum og sérstaklega í þjálfara- og menntunarmálum þar sem það ber höfuð og herðar yfir önnur sambönd. Hugmyndin er að að- laga uppbygginguna að starfi KSÍ, því þar er kerfi sem virkar og eðli- legt er að aðlaga hlutina að því besta sem er til hverju sinni.“ Forvarnarverefni íþróttahreyf- ingarinnar, LÍF, landslið íslands gegn fíkniefnum, var kynnt í mars og stjórnunarnámskeið voru í samstarfi við Kennaraháskóla ís- lands. „Við vorum með stjórnun- arnámskeið fyrir íþróttakennara- nema og verða þau höfð til hlið- sjónar úti í hreyfingunni.“ Olympíufjölskyldan og Afreksmannasjóður ISl steig skref í átt að því að samræma stuðning íslenskra stór- fyrirtækja við íslenskar afreks- íþróttir með samstarfssamningi við fimm fyrirtæki. Fyrst var samið við Flugleiðir, íslandsbanka og VISA en í byrjun desember var samið við Nike og Sjóvá-Almenn- ar. „Um er að ræða nýtt styrktar- kerfi utan við Afreksmannasjóð, svokallaða ólympíufjölskyldu, en styrkir fyrirtækjanna renna í af- reksstarf sérsambandanna og ÍSÍ. Ný reglugerð er komin fyrir Af- reksmannasjóð en verið er að end- urskoða starfsemi hans með því markmiði að hann nýtist fleirum en til þessa. Áherslur eru breyttar frá því sem áður var, meira aðhald og strangari reglur. Þó íþrótta- maður sé á meðal þeirra bestu í heiminum er ekki sjálfgefið að hann fái styrk því standi hann sig ekki er staða viðkomandi endur- skoðuð um leið. Peningum er ekki deilt út umhugsunarlaust. Með fyrirhuguðum breytingum er líka stefnt að því að fleiri íþróttir fái styrki úr sjóðnum. Hópíþróttir hafa alls ekki átt nægjanlega upp á pallborðið í kerfinu og því þarf að breyta. Björn Bjarnason menntamálaráðherra á hrós skilið fyrir það að á næsta ári fær ÍSÍ 10 milljóna króna framlag frá ríkinu sem breytir algjörlega umhverfi Afreksmannasjóðsins. Þar með verða um 22 milljónir til ráðstöf- unar úr sjóðnum á árinu og er það gífurlega mikil breyting frá því sem áður var.“ Á íþróttaþingi í fyrra voru sam- þykktir nýir bókhaldslyklar fyrir íþróttahreyfinguna. „Við gáfum þessa bókhaldslykla út og þar er lykilatriði að fjárreiður barna- og unglingastarfsins eru aðskilaðar frá afreksstarfinu eða meistara- flokki eins og samþykkt var á íþróttaþingi.“ Á árinu stóð ÍSÍ fyrir verkefni með Reykjavíkurborg, mennta- málaráðuneytinu og Sjónvarpinu til að hvetja stúlkur til aukinnar þátttöku í íþróttum með því að vekja athygli á afrekskonum sem fyrirmyndum. Hafinn er undir- búningur að Íþróttahátíð árið 2000 og vinnuhópar eiga í vor að skila skýrslum um fjármál hreyf- ingarinnar annars vegar og afreks- stefnu hins vegar. „Fjármálahóp- urinn er að skoða Lottóskiptingu okkar og útbreiðslustyrk. Við fá- um um 130 til 140 milljónir króna á ári frá Lottó og deilum þessum peningum til 28 héraðssambanda, 22 sérsambanda og um 440 fé- laga. Spurningin er hvort við séum að gera rétt. Getum við gert betur, nýtast peningarnir nógu vel í hreyfingunni, fá sumir of lítið og aðrir of mikið? Einn vinnuhópur skoðar þessi mál en annar tekur út afreksstefnuna. “ íþróttahreyfingin er stærstu fjöldasamtök á íslandi með yfir 100 þúsund félagsmenn og rúm- lega 70.000 iðkendur. í grundvall- aratriðum skiptist starfsemin í af- reksstarf og barna- og unglinga- starf. Um 60% af skráðum iðkendum í íþróttum eru undir 20 ára aldri eða um 40.000 manns, og 50- 60% allra barna og unglinga á ís- landi á milli 8 og 16 ára aldurs eru skráðir iðkendur í íþróttum. Það segir sig sjálft að það er afar mik- ilvægt að vel sé staðið að og stutt við svo umfangsmikið starf fyrir þennan aldurshóp. Starfsfólk ÍSÍ, frá vinstri: Stefán Konráðssan, Frímann Ferdinandsson, Líney Halldórsdóttir, Þórhildur Jóns- dóttir, Sigurður Magnússon, Halla Kjartansdóttir og Steinunn Tómasdóttir

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.