Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 6

Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 6
B c»r sameuung íþróttafélaga nauðsynleg? Reynir Ragnarsson fermaður ÉBR vill fækka íþróttafélögum í Reykjavík Umræðan um sameiningu íþrótta- félaga hér á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist í kjölfar samstarfs- samnings KR og Gróttu í hand- boltanum og hugsanlegrar sam- einingar annars vegar íþróttafé- laganna Þróttar og Armans og hins vegar Iþróttafélags Reykja- víkur og Leiknis. Þessi umræða er þó ekki ný af nálinni því margir hafa bent á í gegnum tíðina þá fjárhagslegu hagræðingu sem sameiningar myndu hafa í för með sér sem og batnandi árangur í ein- stökum íþróttagreinum. En málið er nú flóknara en svo að hægt sé að leysa það með einföldu bók- haldsdæmi. Inn í það spinnast mannlegar tilfinningar stuðnings- manna sem eiga erfitt með að sjá eftir sínu „gamla félagi “. Hver ætti t.d. ekki erfitt með að ímynda sér Val og KR leika undir sama merkinu? Tilfinningabönd Reynir Ragnarsson, formaður ÍBR, bendir á að fækkun félaga á Reykjavíkursvæðinu myndi vissu- lega hafa í för með sér aukna getu til mannvirkjagerðar fyrir einstök íþróttafélög en segir ennfremur þá galla sem af sameiningu hljótast fjölmarga. „Lengi vel var vanda- málið við sameiningar hjá þessum félögum, fyrir utan tilfinningar, gamla félaga og söguna, sú áhætta að þátttakendum gæti fækkað. Þetta hlaust af því að reglugerðir, hvað hópíþróttir varðar, voru bundnar því að hvert einstakt fé- lag mátti bara senda fjögur lið, úr hverjum aldursflokk, til keppni í stað þess að fá að ráða því sjálft hversu mörg lið væru send. Þessu hefur nú verið breytt hjá hand- bolta- og körfuboltasambandinu og í bígerð er að reyna að fá þessu breytt hjá knattspyrnusamband- inu. Það sem ég á þá við er það að nauðsynlegt er að krakkar verði ekki af keppni vegna sameininga, komi þær til með að verða. Ann- að vandamál mundi síðan snúa að þeirri sjálfboðavinnu sem ein- kennir íslenskt íþróttalíf. Það ræðst t.d. af tengslum einstaklings við ákveðið félag hversu miklum tíma hann er tilbúinn að fórna fyr- ir það. Séu þessi tengsl rofin, með sameiningu eða myndun nýs fé- lags, skapast sú hætta að margir sjálfboðaliðar myndu hreinlega ekki nenna þessu lengur,“ segir Reynir og bætir við: „Annars hef ég oft sagt að sé það ekki mögu- legt að sameina félög þá væri kannski frekar hægt að hugsa sér einhverskonar samstarf þeirra á milli þar sem félög eins og t.d. Fjölnir og Fylkir, vegna m.a. stað- setningar í borginni, væru til í að senda lið undir sameiginlegu merki í tilteknum aldursflokki og íþróttagrein." Framtíðin í hverfafélögum Undanfarin ár hafa augu manna opnast fyrir nýjum möguleika á því að gera íþróttalíf í höfuðborg- inni markvissara án þess þó að hrufla of mikið við viðkvæmum taugum stuðningsmanna. Sú leið sem hér er um rætt felst í því að í stað þess að stuðla að sameiningu hinna „stóru“ félaga væri mark- miðið að gera þau fjölhæfari og auka tengsl þeirra við þau hverfi sem þau eru staðsett í. Þannig hefur ÍBR markað ákveðna stefnu sem tekur mið af þessu markmiði. Þar er gert ráð fyrir því að hin „stóru“ rótgrónu félög líkt og Víkingur, Valur, KR og Fram, svo eitthvað nefnt, mundu bjóða upp á fleiri íþróttagreinar en nú er gert, þ.e. auka fjölbreytnina í starfi sínu. Reynir segir að til ná þessu markmiði væri það hugsanlegt að hin „smærri“ félög sem þá snúast kannski bara um eina íþróttagrein myndu sameinast hinum „stærri“. „Fyrir mörgum árum var Reykjavík skipt upp í ákveðin íþróttarhverfi og stefnan er að það sé eitt sterkt fjölgreinarfélag í hverju hverfi. Þannig er t.d. Val- ur hverfafélag fyrir Hlíðarnar og Fram fyrir Safamýrina. Með þessa skiptingu í huga gerir það félögum auðveldar að mynda tengsl við skólana í hverfunum. Utkoman gæti orðið einhverskon- ar íþróttaskóli sem samvinnu- verkefni tiltekins hverfisskóla og íþróttafélags og hefur slíku sam- starfi þegar verið komið á fót sumsstaðar í borginni," segir Reynir. Ágætis dæmi um slíka samein- ingu, sem talað var um hér að of- an, væri kannski hugsanleg sam- eining milli íþróttafélaganna Ár- manns og Þróttar. I Ármanni eru fyrst og fremst einstaklingsíþrótt- ir meðan Þróttur einkennist meira af hópíþróttum. Slík sameining myndi því „raska“ litlu, ef svo má að orði komast. I þessu tilliti hagnast bæði félögin, þ.e. Ár- menningar fá hlutdeild í þeirri nýju aðstöðu sem Þróttarar eru að koma sér upp í Laugardalnum en Þróttarar aftur á móti geta boðið félagsmönnum sínum upp á fleiri íþróttagreinar en hingað til hefur verið. Ármann myndi því starfa sem einhverskonar frjálsíþrótta- og glímudeild innan Þróttar. í framhaldi af þessu væri hægt að hugsa sér að þau fjölmörgu fim- leika- og sundfélög sem starfandi eru á höfuðborgarsvæðinu mundu hefja svipað samstarf við önnur félög. „Við viljum sjá félög sem geta boðið börnum upp á fjöldann allan af ólíkum íþrótta- greinum svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá á ég ekki bara við þessar „hefð- bundnu“ íþróttagreinar heldur einnig íþróttir líkt og keilu og karate svo eitthvað sé nefnt,“ seg- ir Reynir. Brottfall minnkar Hugmyndin um sameiningu er og verður alltaf viðkvæmt mál, jafn- vel að félögin séu smá. En það er ljóst að yrðu hverfafélögin í þeirri mynd sem Reynir talar um að veruleika út um alla borg gæfist íþróttafélögum ekki bara kostur á að ná til fleiri einstaklinga og skapa sterkari tengsl við þá héld- ur myndu færri börn heltast úr lestinni sökum áhugaleysis. Sé tekið mið af félags- og upp- byggingargildi gildi íþrótta og því óeigingjarna starfi sem íþróttafé- lögin nú þegar leggja af hendi verður slík viðbót sem hér er um rætt, aðeins til að styrkja þessa starfsemi og skapa fleirum kost á heilsusamlegu líferni.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.