Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 13

Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 13
/ íg»ráttatiSaáíá 13 Búsáhöld - emileruó - mi!<ió úrval Bangsastyttur - fleiri geróir Snagar - tr? Vinalegar bangsanælur - margar geróir Tuskubrúður - margar geróir hæð 55 sm Vegg- og boróklukkur - tré ótrúlegt úrval Símar 567 4151 & 567 4280 Pasta-ávaxtaskál emeleruó Heildverslun með teikfóng oggjafavörur Sigríður Þóra Árnadóitir er byrjuð að æfa borðtennis hjá borðtennis- deild Víkings. Sigríður Þóra Árnadóttir er ný- byrjuð að æfa borðtennis hjá borðtennisdeild Víkings í Reykja- vík en hefur æft hjá Iþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík í fimm ár. „Það eru fáir í borðtennis og hjá fötluðum hef ég alltaf verið að spila við sama fólkið. Allir þekkja veikleika mótherjanna og með því að æfa með öðrum fæ ég meiri æf- ingu. Eg byrjaði að æfa hjá KR en það var ansi langt að fara úr Mos- fellsbænum vestur í JL-hús vegna æfinga. Það er styttra í TBR-hús- ið.“ 18 ára í borðtennis Hún hefur alltaf átt heima í Mos- fellsbænum. „Eg var fyrirburi og hef verið spastísk í fótum frá fæð- ingu. Vöðvarnir eru of stuttir og það háir mér í göngu en ég nota engin hjálpartæki. Eg hef alltaf verið meðvituð um það að ég gæti ekki hlaupið og ekkert verið að velta mér upp úr því. Við erum fjögur systkinin og öll á svipuðum aldri. Eg hef fylgst með þeim í íþróttum en bræður mínir hafa verið á fullu í fótboltanum og ég hef gaman að horfa á knattspyrnu þó ég geti ekki spilað með af skilj- anlegum ástæðum. Eg spáði ekk- ert í fötlunina þegar ég var yngri. Ég var alltaf látin gera það sama og systkini mín, fékk skíði og hjól eins og aðrir og er þakklát fyrir það. Ég var ætíð með sömu krökkum í skóla frá sex ára aldri og var aldrei strítt. Hins vegar var þetta erfiðara á unglingsárunum en fyrir skömmu ræddi ég þessi mál við vinkonu mína og henni fannst ég hafa breyst við að fara í borðtennis, ég væri sáttari." Sigríður Þóra er 22 ára og kynntist borðtennis á Reykja- lundi. „Það hefur aldrei verið neitt í boði fyrir fatlaða í Mosfellsbæ en ég hef alltaf verið í sjúkraþjálf- un á Reykjalundi. Sumarið 1993 fór ég þangað í endurhæfingu og lagðist inn í nokkrar vikur. Þá reyndi ég fyrst að spila borðtennis og fór að æfa hjá Iþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík í kjölfarið. Fyrst æfði ég þrisvar í viku en ég fór á heimsmeistaramótið í París í október sem leið og fyrir keppn- ina æfði ég fimm sinnum í viku. Ég keppti upp fyrir mig og er mjög sátt við árangurinn, sá að ég á mikla möguleika.“ Hélt að aðeins sund stæði til boða Fatlað fólk getur gert ótrúleg- ustu hluti í íþróttum, rétt eins og ófatlaðir. Sigríður Þóra sagðist alltaf hafa verið með í leikfimi í barna- og gagnfræðaskóla en orð- ið að sleppa miklu úr í mennta- skóla. „Ég var í menntaskólanum við Hamrahlíð og þar sem leik- fimin fólst aðallega í hlaupatím- um úti varð ég að sleppa þeim. Hins vegar var ég reglulega í tím- um hjá sjúkraþjálfara og fékk þá metna.“ En hvers vegna valdi hún borð- tennis frekar en aðrar greinar? „Fræðsla um íþróttir fatlaðara var lítil og þegar rætt var um íþróttir fatlaðara voru þeir alltaf tengdir við sund. Ég hélt því að fötluðum stæði aðeins til boða að fara í sund og þar sem ég hef alltaf verið léleg í sundi hafði ég ekki áhuga á að fara að æfa sund. Hins vegar vissi ég ekki af öðrum möguleikum og í mínum huga var borðtennis aðeins borð, net og kúla. Nú veit ég betur, þetta er mjög gaman og ég er mjög sátt.“ Góður félagsskapur Sigríður Þóra sagðist hafa fengið mjög mikið út úr því að vera í borðtennis. „Iþróttirnar hafa breytt lífi mínu til batnaðar. Þetta er auðvitað mjög góður félags- skapur og ég kynntist bestu vin- konu minni í borðtennis. I febrúar undanfarin ár hef ég ásamt öðr- um farið til Malmö að keppa á eigin vegum og svo verð ég að æfa í Reykjavík. Það fer því mikill peningur í þetta auk þess sem mikill tími fer í að koma sér á æf- ingar og heim aftur þó ég eigi bíl. I mars byrjaði ég að vinna allan daginn á leikskóla en það var of mikið. Þá var ég hjá sjúkraþjálfara klukkan hálf átta á morgnana, vann klukkan níu til fimm og fór á æfingu eftir það. Síðan breytti ég til, æfði á morgnana og kvöld- in en vann klukkan tólf til fimm. Nú vinn ég klukkan átta til tvö, fer beint í sjúkraþjálfun eftir vinnu og æfingar seinni part dags. Þetta kemur ágætlega út.“ Sendum fþrótta -og Ólympíusambandi ís- lands, íþróttafólki, landsmönnum og víð- skiptavínum bestu jóla- og nýárskveðjur. VISA VINUR UM VERÖLD ALLA! « SPARISJŒ)IMNN ÍKEFLAVÍK ora DOMINO'S PIZZA 1 SE L SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.