Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 16
16 „Ég vona að íþrottirnar hafi gefið mér betri heilsu// sagði Ásta. „Þaer hafa gefið mér góðan og skemmtilegan félagsskap, ógleymanlegar stundir, ferðalög. Ég hef lært mjög mikið, ekki síst samskipti við fólk, og svo má ekki gleyma því að það er ekkert leiðinlegt að vera í góðri æfingu." Ekkert líí án „Ég get ekki lifað án íþrótta og líf mitt gengur út á fótbolta,“ sagði Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir, 14 ára knattspyrnustúlka í Breiða- bliki í Kópavogi, þegar hún gaf sér tíma til að líta upp frá verkefni fyrir skólann, ritgerð um íþróttir. Ásta B. Gunnlaugsdóttir, móðir hennar og knattspyrnukona, var að ná í yngri systurina Grétu Mjöll, 11 ára, sem var á fimleika- æfingu hjá Gerplu. Húsbóndinn á heimilinu, Samúel Örn Erlingsson, íþróttafréttamaður á Sjónvarpinu, var rétt kominn af fundi. „Æfing- ar og keppni eru yfirleitt í kring- um hefðbundinn kvöldmatartíma svo kvöldmatur hjá okkur hefur víðtæka merkingu, er á tímabilinu frá hádegi til miðnættis,“ sagði Ásta þegar mæðgurnar komu í hús. „Og svo er verið að brýna fyrir okkur að borða á matmáls- tíma!“ Öll virk en sjaldan saman Það er mikið að gera hjá þessari íþróttafjölskyldu og hún þekkir ekki annað þegar íþróttirnar eru annars vegar. „Mín fyrstu afskipti af íþróttum voru þegar ég var 10 ára og tróð mér inní Hljómskála- hlaup,“ sagði Ásta. „Þar náði ég tíma sem vakti athygli Guðmund- ar heitins Þórarinssonar, þjálfara, og hann bauð mér þegar á æfingu hjá ÍR. Síðan fór ég líka að æfa handbolta og fótbolta og þegar æfingarnar voru orðnar rúmlega 20 á viku var tími til kominn að velja og fótboltinn varð ofan á. En áður en ég hætti í hinum greinun- um afrekaði ég það að hlaupa í ís- lenska landsliðinu í frjálsum og leika landsleik í handknattleik. Ég lék síðan alla kvennaknattspyrnu- landsleiki fslands 1981 til 1994 nema hvað ég var á bekknum í einum og missti af tveimur leikj- um nokkrum dögum eftir að Gréta Mjöll fæddist. Þegar ég var í fótboltanum á fullu snerist lífið um knattspyrnuna, þar sem laug- ardagar voru skemmtilegustu dag- ar vikunnar með leikjum í sjón- varpinu og umfjöllun í dagblöð- unum en áður en kom að hlaupinu í Hljómskálagarðinum vissi ég ekkert um íþróttir nema það að Liverpool var lið á Englandi og þar var leikmaður sem hét Kevin Keegan. Eftir að ég hætti að spila hefur mér reynst erfitt að finna aðra íþróttagrein en ég er í eró- bikk og svo mæti ég af og til á fót- boltaæfingar hjá meistaraflokki kvenna í Breiðabliki. Ég hef aldrei skipt um félag og hef alltaf verið Bliki í fótboltanum." Samúel Örn er frá Hellu á Rangárvöllum og sparkaði bolta eins og aðrir strákar, „en ég var alltaf í sveit á sumrin og þá var ég bara í fótbolta með hundinum á bænum. 15 ára kynntist ég fyrst knattspyrnuþjálfara en þá fór ég að leika með Heklu frá Hellu og lék í áratug í 3. deild, fyrst með Heklu en síðan Þór Þorlákshöfn og IK í Kópavogi. “Hann kynntist körfuknattleik og blaki þegar hann var við nám í Menntaskól- anum að Laugarvatni, æfði körfu- bolta með Haukum í Hafnarfirði og lék með liðinu í 1. deild en varð landsliðsmaður í blaki 1979 og var með landsliðinu til 1987. „Ég var í öllum íþróttum og valdi ekki á milli greina fyrr en ég var orðinn landsliðsmaður en þessi reynsla hefur nýst mér í starfi sem íþrótta- fréttamaður. En þó harðri keppni sé lokið reyni ég að halda mér við með því að spila körfubolta með gömlum jöxlum helst þrisvar í viku. “ Elta mömmu Hólmfríður, sem er í 9. bekk í Kópavogsskóla, er í 3. flokki í fót- boltanum og æfir líka með 2. flokki, alls sex æfingar á viku, auk þess sem hún aðstoðar við þjálfun yngri flokka. „Mamma tók mig með á æfingu þegar ég var sex ára en þá var ég í hópi með stelpum sem voru fimm áium eldri en ég og ég þorði ekki að vera með þeim. Ári síðar var búið að koma á 5. flokki og þá byrjaði ég á fullu. Ég hef prófað fullt af íþróttum en ekki tollað í neinu nema fótbolt- anum.“ Gréta, sem er í 6. bekk, æfir fimleika sex sinnum á viku og mætir að jafnaði á eina fótbolta- æfingu vikulega. „Ég fór í fótbolt- ann af því að mamma og Hófí voru í honum og ég elti þæn Mamma og pabbi vildu líka að ég væri í íþróttum og héldu að fót- boltinn væri bestur fyrir mig. Svo langaði mig til að prófa eitthvað nýtt, fór í fimleika og er á fjórða ári í rosalega góðum hópi. Mig hefur stundum dreymt um að fara í frjálsar af því ég er svolítið fljót að hlaupa en ég hef ekki tíma og mamma og pabbi segja að ég geti hugsað um það seinna. En ég hef Samúel Örn var liðtæknr í blak- inu og lék meö sigursælu liði Þróttar í Reykjavík um árabil. stundum hugsað um að fara í frjálsar af því mamma var í frjáls- um þegar hún var lítil.“ íþróttirnar eiga hug fjölskyld- unnar en keppnin er rík og fyrir bragðið stunda þau líkamsræktina ekki mikið saman þó viljinn sé fyr- ir hendi. „Hugmyndin var að vera saman á skíðum en það er ekki fyrir nokkurn mann að stunda skíðaíþróttina á Reykjavíkur- svæðinu því hér er nánast aldrei snjór,“ sagði Samúel Örn. „Hins vegar höfum við verið á skíðum úti á landi um páskana, vorum síðast á ísafirði og á Dalvík fyrir tveimur árum. “ Stelpurnar sögðu að þessar ferð- ir hefðu verið mjög skemmtilegar en þær væru alveg til í að spila oft- ar fótbolta við foreldrana. „Við reynum að ferðast saman á sumr- in og erum þá úti en Skvetta, hundurinn okkar, hefur fengið okkur hvað mest í sameiginlega útivistarhreyfingu,“ sagði Samúel Örn. Ásta sagði að keppnisfyrir- komulagið setti strik í reikning- inn. „Loksins þegar við hættum þessum hefðbundnu keppnisí- þróttum og ætluðum að fara að lifa lífinu eins og þeir sem ekki eru í íþróttum rákum við okkur á vegg því stelpurnar voru komnar á sömu braut og við höfðum verið á. Fyrir vikið höfum við ekki mik- inn tíma saman, því það eru æf- ingar og það er keppni.“ Iþróttirnar hafa gefiö þeim mikið Þó samverustundirnar séu ekki margar eru þau öll sammála um ágæti íþróttanna. „Ég vona að íþróttirnar hafi gefið mér betri heilsu,“ sagði Ásta. „Þær hafa gefið mér góðan og skemmtilegan félagsskap, ógleym- anlegar stundir, ferðalög. Ég hef lært mjög mikið, ekki síst sam- skipti við fólk, og svo má ekki gleyma því að það er ekkert leiðin- legt að vera í góðri æfingu. Eins má nefna að ég meiddist aldrei í keppni en sleit reyndar hásin þeg- ar ég var einu sinni á varamanna- bekknum og fagnaði. Ég hélt áfram að æfa og keppa eftir að hafa átt stelpurnar en á þessum tíma var ekki algengt að konur byrjuðu aftur í íþróttum eftir að hafa verið í barnsburðarfríi. Eftir á að hyggja held ég að ég hafi sýnt mörgum konum að það er hægt að halda áfram. Ég var með dæt- urnar á brjósti í eitt ár en spilaði fótbolta allan tímann og gaf þeim í hálfleik. Með öðrum orðum þá er íþróttaferillinn hjá konum ekki á enda þegar þær eignast börn en yfirleitt þurfa þær meiri aðstoð en áður til að geta sinnt áhugamál- inu.“ Samúel tók undir orð eiginkon- unnar. „Iþróttirnar hafa gefið okkur Ástu afskaplega margt fyrir utan það sem hún nefndi. Hún hefur þurft að takast á við sjálfa sig og þurft að fara út á ystu mörk í því sem hægt er að gera. Ég hef séð marga íþróttamenn en fáa í betri æfingu en hana þegar hún var upp á sitt besta.“ Ásta B. Gunnlaugsdóttir í leik með Breiðabliki en Ragna Lóa Stefáns- dóttir í IA reynir að stöðva hana.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.