Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 22

Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 22
22 Jþráttablaðið •Véttiumna&ying Þótt liðlega tveir mánuðir séu síð- an Eyjamenn tryggðu sér íslands- meistaratitilinn í knattspyrnu ann- að árið í röð eftir að hafa orðið bikarmeistarar síðsumars er vart um annað talað í Eyjum en árang- ur strákanna, að sögn Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra í Vest- mannaeyjum. „Árangurinn er sem vítamínssprauta á allt og alla í Eyjum. íslandsmeistaratitillinn í fyrra var gríðarleg lyftistöng fyrir bæjarfélagið og sigur í bikar og deild í ár hefur heldur betur smit- að út frá sér. I raun má segja að hugarfarið hjá fólki hafi gjör- breyst með þessum árangri." Þegar Eyjamenn hafa unnið stærstu íþróttasigra, fagnað meist- aratitli eða staðið á efsta stalli í bikarkeppni, hafa íbúarnir tekið virkan þátt í gleðinni og móttök- urnar, þegar liðsmenn hafa komið fagnandi með Herjólfi, eru engu líkar. „Allir taka þátt í sigrinum," sagði Guðjón. „Fólk, sem annars hefur aldrei farið á völlinn eða fylgst með kappleikjum í sjón- varpi, lætur sjá sig eða er límt við skjáinn, þegar menn eru í topp- baráttunni. Samkenndin er í einu orði sagt mögnuð.“ En meistararnir hafa ekki að- eins fundið fyrir auknum stuðn- ingi. „Stuðningurinn er auðvitað nauðsynlegur en það sem mestu máli skiptir er vöxturinn í ung- lingastarfinu. Það hreinlega tekst á loft og fyrirmyndirnar eru á hverju strái. Allir eru í sömu ferð á sömu braut. Það er svo sannar- lega jákvætt og uppbyggjandi.“ íbúar í Eyjum eru rétt innan við 5.000 og að sögn bæjarstjórans er stöðugt unnið að því að bæta íþróttaaðstöðuna sem þyki þó að mörgu leyti góð. „Við höfum ver- ið í viðræðum við íþróttahreyfing- una og höfum ákveðið að skoða glæstum íþrótta- sigrum og þeir tóku á móti ís- landsmeisturum ÍBV í knatt- spyrnu í haust Guðjón Hjörleifsson með Bjarna Jóhannssyni þjálfara eftir að íslandsmeistaratitill- inn var í höfn í haust. framtíðaruppbygginguna saman, horfa til lengri tíma í því efni. Bygging nýs, fullkomins íþrótta- húss var boðin út en ákveðið hef- ur verið að menn líti yfir sviðið og forgangsraði sameiginlega því sem þarf að gera í þessu efni. All- ir gera sér grein fyrir að endalaust má bæta aðstöðuna en það er skynsamlegast að taka eitt skref í einu.“ Á árinu var lokið við að ganga frá nýjum búningsklefum við Há- steinsvöll og steypt var hæð ofan á þá en hún er óinnréttuð. „Rætt hefur verið um að byggja stúku við völlinn en sú framkvæmd er í fyrrnefndum viðræðupakka við íþróttahreyfinguna. Tími er kom- inn á viðhald íþróttahússins því þó það sé ekki nema 25 ára gam- alt var það ekki alveg byggt með veðurfarið hér í huga. Og svo er það hugmyndin um nýtt hús. Við erum með fimm knattspyrnuvelli en þeir nægja ekki - verið er að gera sparkvelli úti í bæ. Það vant- ar því ekki verkefnin og eftir- spurnin er mikil en sem betur fer vilja krakkarnir vera í íþróttum frekar en einhverju öðru.“ Iþróttafélögin Þór og Týr voru sameinuð í ÍBV-íþróttafélag í fyrra og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. „Árangur knattspyrnuliðsins undanfarin tvö ár hefur verið sem vítamín- sprauta á íþróttalífið. Sameining- in var stórt og tilfinningalega við- kvæmt mál en hún var eina vitið. Rekstargrundvöllurinn er allt annar og ég held að peningamálin séu hvergi betri í íþróttahreyfing- unni en hjá IBV.“

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.