Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 24

Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 24
24 Tímamótasamningur milli Garðabæjar og Stjörnunnar - fyrir hláturmilt fólk eins og þig FLUGFÉLAG ÍSLANDS Flugfélag íslands, söluskrifstofa, Hafnarstræti 1 Sími 570 3600, fax 570 3602 www.airiceland.is thorey@ airiceland.is Flugvallarskattur er ekki innifalinn. Skelltu þér suður - svona til gamans! Öm Ámason bregður sér á snilldarflug í þessari óviðjafnanlegu leiksýningu eftir Yves Hunstad og Eve Bonfanti undir leikstjóm Sigurðar Sigurjónssonar. • Flug til Reykjavíkur og til baka • Gistingfyrir einn miðað við tveggja manna herbergi - eina nótt með morgunverði • Leikhúsmiði á Gamansama harmleikinn Verðtilboð Lykilhótel Cabin Hótel Saga Frá Akureyri 11.900 kr. 14.200 kr. Frá ísafirði 11.900 kr. 14.200 kr. Frá Egilsstöðum 12.700 kr. 15.000 kr. Frá Höfn 12.700 kr. 15.000 kr. Frá Vestmannaeyjum 9.800 kr. 12.000 kr. Gamansami harmleikurinn Imiifaltð í leikhúsgjuggi: Nýlega var gerður samningur milli Garðabæjar og ungmenna- félags Stjörnunnar um fjárstuðn- ing til framkvæmda í bama- og unglingastarfi. Með þessu vilja bæjaryfirvöld í Garðabæ sýna í verki hversu mikilvægt þeir telja félags- og uppeldislegt gildi íþróttafélaga vera. Gunnar Ein- arsson, íþrótta- og tómstunda- málafulltrúi Garðabæjar, segir samning þennan vera árangur af farsælu samstarfi milli annars vegar Garðabæjar og hins vegar ungmennafélags Stjörnunnar. „Þessi samningur kemur í kjölfar skýrslu sem unnin var af rann- sóknarstofu uppeldis- og mennta- mála þar sem kemur skýrt fram hversu mikilvægt það er að börn séu í skipulögðu íþrótta- og tóm- stundastarfi. Einnig vonumst við til að þessi samningur styrki grunninn í unglingastarfi Stjörn- unnar og verði til þess að félagið geti skilgreint betur þjónustuhlut- verk sitt við samfélagið,“ sagði Gunnar. Gerir starfið markvissara Lárus Blöndal, formaður íþrótta- félags Stjörnunnar, tekur í sama streng og segir samning þennan gera félaginu kleift að reka barna- og unglingastarf með þeim hætti að sómi sé að. „Það er ekkert launungarmál að þessi liður í starfi félagsins hefur verið rekinn með tapi undanfarin ár og stuðn- ingurinn kemur sér því vel við ná saman endum" sagði Lárus. í samningnum er einnig gert ráð fyrir því að félagið taki að sér ýmsu fræðslu varðandi skaðsemi fíkniefna og hvetji foreldra til þátttöku í félagsstarfinu. „Að okkar mati höfum við verið að gera vel í barna-og unglingastarf en lengi má gott bæta. í samning- num er gert ráð fyrir að sett séu tímabundin markmið sem síðan er ætlunin að endurmeta á ákveðnum fresti. Þetta skapar að- hald og gerir starfið markviss- ara,“ sagði Lárus. Bæta samstarf við skólana Stjarnan hefur hingað til verið með átta greinar í boði fyrir al- menning. Með samningnum von- ast Lárus til þess að í framtíðinni verði hægt að bæta við þá flóru þannig að mögulegt verði að vekja áhuga fleiri ungmenna til þátttöku. Einnig sér Lárus fram á það að hægt verði að styrkja það samstarf sem verið hefur milli félagsins og skólayfirvalda þar í bæ. „Hugmyndin er þá að reka einhverskonar íþróttaskóla eftir að venjulegum skólatíma er lokið. Er ég þá hugsa til yngstu kynslóð- arinnar þ.e. barna á aldrinum 3 til 9 ára,“ sagði Lárus að lokum.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.