Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 25

Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 25
25 boðaliðsstarfið gefur lífinu aukinn lit ég að um gífurlega mikilvægt starf er að ræða og ljóst er að ef ætti að fara að launa þessa ofboðslega miklu starfsemi sem íþróttunum fylgir þá yrði þjóðfélagið að breyt- ast mikið.“ Undanfarin misseri hefur borið á umræðu þess efnis að æ erfiðara væri að fá sjálfboðaliða til starfa í hreyfingunni. „Þetta er misjafnt eins og gengur. Unglingaráð, eins og var komið á hjá FH, er byggt upp þannig að með hverjum flokki er foreldraráð og hver flokkur á einn fulltrúa í unglinga- ráðinu. Það heldur síðan utan um þjálfararáðningar og unglinga- málin, setur ákveðnar umgengnis- reglur og hvaða ímynd félagið vill að börnin og unglingarnir sýni út á við. I gegnum þetta starf hefur komið töluvert af fólki inn í hreyf- inguna. I því sambandi er sérstak- lega gaman að nefna að margir, einkum konur, sem hafa aldrei inn á íþróttavöll komið, verða hluti af starfinu vegna þess að sonurinn eða dóttirin byrja í handbolta, fót- bolta eða frjálsum og eru orðnir hörðustu stuðningsmenn á örfá- öllu gildi. í þessu sambandi má nefna að þegar við bjuggum á Akranesi var ég að vinna við að smíða leiksvið og fleira fyrir leik- félagið. Stemmningin var frábær og það er rosalega gaman að vinna í hópi þegar andrúmsloftið er þannig." Vináttan gulls ígildi Sveinn er á kafi í félagsstarfinu en hefur engu að síður nægan tíma fyrir sjálfan sig. „Eg spila golf á sumrin og er í hópi með hand- boltamönnunum Guðjóni Árna- syni og Hálfdáni Þórðarsyni og þjálfaranum Guðmundi Karlssyni. Reyndar var ég eitt ár í unglinga- ráði hjá golfklúbbnum Keili sem áréttar fíknina í félagsstarfið og hún er auðvitað ekki eðlileg. Mér finnst gaman að taka ljósmyndir en í þessu sem öðru verður að velja og hafna og það verður að segjast eins og er að ekki fer mik- ill tími í sjónvarpið.“ Ekki geta allir verið sigurvegar- ar í íþróttum en Sveinn segir björtu hliðarnar yfirgnæfa allt Sveinn Jánssan við nýjan frjálsíþráttavöll FH í Kaplakrika. um mánuðum. Eru komin á kaf í starfið af lífi og sál, eru í fjáröflun, skipuleggja ferðir út á land og svo framvegis. Mikil afþreying er fyrir hendi en þjóðfélagið hefur líka breyst þannig að æ fleiri hafa meiri frítíma. Aðalatriðið er að við finnum fólk til starfa ef verið er að vinna áhugavert félagsstarf og andinn er þokkalega léttur og skemmtilegur. Ég hræðist ekki að sjálfboðaliðar hverfi því þetta er eins og í keppnisliðinu sjálfu, það kemur maður í manns stað.“ Sveinn sagðist hafa mjög gaman af því sem hann væri að gera fyrir FH og það væri mikilvægt. „Ég fæ ákveðna fyllingu í lífið út úr þessu starfi. Fæ á tilfinninguna að ég sé að leggja eitthvað af mörkum í eitthvað sem skiptir máli í þjóðfé- laginu. Þetta er lotuvinna, meira að gera á einum tíma en öðrum, og vissulega fara margir klukku- tímar í þetta á viku en ómögulegt er að halda utan um það. Símtölin eru ekki skráð frekar en önnur samskipti daginn út og daginn inn. Hins vegar held ég að þeir sem eru í þessu og þurfa að vera í þessu séu sáttir við það sem því fylgir og þurfi að vera það. Þetta byggist fyrst og fremst á því að menn hafi gaman af því sem þeir eru að gera og hugsi ekki á þann veg að þeir séu að gera þetta fyrir aðra heldur gangi til verks með því hugarfari að þeir fái eitthvað út úr því sjálfir. Það er grunnurinn ætli menn að endast í þessu starfi. Auðvitað er alltaf gaman að vinna í félagsstarfi þegar vel gengur og það tekur á þegar koma lægðir í árangri keppenda en þetta er eins og annað í lífinu. Starfið gefur annað. „Auðvitað er skemmtileg- ast þegar vel tekst til, innan sem utan vallar. Það er til dæmis ánægjulegt að fara með knatt- spyrnuhópa á Tommamótið, eða Essómótið eða í hraðmót úti á landi í handbolta og finna fyrir spennunni við brottför og ánægju allra við heimkomu eftir kannski fjóra til fimm daga samveru. Þessi ánægja sem fylgir því að allt hefur gengið upp skilur mikið eftir sig. Það er eins þegar verið er að byggja upp aðstöðu og menn sjá hana rísa. Það er mjög gaman að koma akandi upp í Krika og horfa yfir eitt glæsilegasta íþróttasvæði landsins. Hérna er góður gervi- grasvöllur, góð aðstaða fyrir fót- boltann, toppaðstaða í frjáls- íþróttum, stórt og mikið íþrótta- hús. Það er mjög gaman að vera viðloðandi svona starfsemi og fylgjast með henni vaxa og dafna.“ Sveinn sagði ennfremur að mik- il vinátta skapaðist í íþróttastarf- inu og hún væri ómetanleg. „Við golffélagarnir fórum til dæmis í átta daga golferð til Flórída eftir keppnistímabilið 1995. Liðið hafði æft sex sinnum á viku allan veturinn og menn voru hvíldinni fegnir en ferðin þróaðist hjá okk- ur um veturinn. Hún sýnir vel vin- áttuna sem myndast í sterku áhugamannafélagi. Starfsins vegna hitti ég marga og alls konar tengsl myndast. Þessi er FH-ingur, hinn er í golfklúbbnum, annar í öðru félagi. Alls staðar er um- ræðuefnið íþróttir og það er alveg ljóst að sjálfboðaliðsstarfið í íþróttahreyfingunni gefur lífinu aukinn lit.“ / galfferð í Bandaríkjunum me Þárðarsyni, Guðjóni Ámasyni i Karlssyni. Hálfdáni 'uðmundi Iþróttastarfið í landinu er að stórum hluta rekið af sjálf- boðaliðum. Ekki fer mikið fyr- r þeim og því síður eru þeir í viðsljósinu en engum dylst að tarf þeirra er ómetanlegt. „Þetta :r eins og hver önnur fíkn,“ sagði iveinn Jónsson, sem hefur verið itull í starfinu hjá FH í Hafnar- irði undanfarin ár. „Ég ólst upp í 'H og sonurinn, sem verður 19 ira í janúar, gekk upp í gegnum 'ngri flokkana, sem varð til þess ið ég fór að starfa fyrir félagið. 9g geri það enn.“ lyrjaði á Akranesi iveinn er í aðalstjórn FH en af- kipti hans af félagsstarfi í íþrótt- ím hófst á Akranesi. „Ég bjó á Vkranesi í átta ár og afskiptin af þróttastarfinu hófust þegar ég var ormaður handknattleiksráðs IA 1982 til 1983. í framhaldi af )essu fór ég í stjórn golfklúbbsins æynis á Akranesi og var í stjórn- nni í tvö ár. Veikindi þáverandi tonu minnar urðu til þess að við luttum suður 1988 og tveimur ár- ím síðar dó hún en ég var í fríi frá élagsmálastarfinu meðan á veik- ndunum stóð. Sonurinn var í íandknattleik og knattspyrnu hjá II og 1991 fór ég í unglingaráð- ð hjá knattspyrnudeildinni. Nlæsta skref var að fara á bekkinn ijá meistaraflokki karla í hand- tnattleik og var ég með liðinu í þrjá vetur frá 1992. Eftir frí í einn vetur tók ég svo upp þráðinn á ný. Reyndar má segja að ég hafi verið með strákunum nánast linnuiítið í fimm ár því sá sem tók við af mér fór í bakinu og þá hljóp ég í skarðið fyrir hann. Það gerði ég aftur í fyrra svo segja má að ég hafi verið varamaður árin sem ég var ekki aðalmaður. Síðan fór ég inn í aðalstjórn fyrir tveimur ár- um. Sveinn rekur eigið fyrirtæki í Reykjavík, Nýju tæknihreinsun- ina, sem sérhæfir sig í að þrífa rimlagardínur fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Ég hef rekið fyrir- tækið í tvö ár og á þessum tíma hefur verið púsl að sinna vinnunni og félagsstarfinu. Þetta er þjón- ustufyrirtæki og ég vel ekki vinnu- tímann heldur verð að þjóna við- skiptavinum á þeim tíma sem þeim hentar. Samt hefur þetta gengið.“ Tímanum vel varið Mikill tími hefur farið í sjálfboða- liðsstarf fyrir íþróttahreyfinguna hjá Sveini en hann sér ekki eftir honum. „Tímanum getur ekki verið betur varið. Ég veit ekki hvað börn og unglingar á íslandi verja samtals mörgum þúsundum klukkustunda á dag í íþróttir og geri mér ekki grein fyrir hvernig málum væri háttað ef þessi þáttur væri klipptur út. Hins vegar veit írð þú frítt til Glasgow með Úrval í boði Aðalvinningur: Helgarferð fyrir 2 til Glasgow með Úrval-Útsýn. 1 Aukavinningar: Tvisvar í viku verður fjöldi annarra glæsilegra vinninga svo sem snjóbretti, glæsilegar íþrótta- og útivistavörur og fleira dregið út í þætti Erlu Friðgeirs á Bylgjunni. Aðalvinningur verður dreginn út þann 21. desember í beinni útsendingu í þætti Erlu á Bylgjunni. Það eina sem þú þarft að gera er að kaupa vörur frá Leppin-sport og orkuflaugar frá Emmessís og senda strikamerki til Bylgjunnar merkt „Jólaleikur Leppin sport og Emmessís" ásamt nafni og símanúmeri, fyrir 19. desember. ¥ GDTT OTVARP! -jgl.yk URVAL ÚTSÝN Nánari upplýsingar á veggspjöldum um allt land. PRÓFLESTUR! ^ Með Leppin-sport verður lesturinn leikur einn. Leppin-sport drykkimir eru bragðgóðir og innihalda flókin kolvetni og ávaxtasykur. Drykkimir halda blóðsykrinum innan eðlilegra marka. Þannig höldum við einbeitingu og athygli og úthald eykst einnig.- Náðu árangri með Leppin-sporL j í Leppin vörunum er ekkert koffein, engin 'hvítur' sykur, og engin litar eða rotvarnarefni I Eitfhvaðfvrir aíla... alla leið! I fþrnttablaMð Sendum fþrótta -og Ólymptusambandi (s- lands, íþróttafólki, landsmönnum og við- skiptavinum bestu jóla- og nýárskveðjur. HÓTEL REYKJAVÍK ö ÍSLENSK MATVÆLI MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Garðabær

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.