Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 26

Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 26
26 Konur kunna vel að meta Kvennahlaup ISI „Þarf að efla þátttöku kvenna í stjórnun innan íþróttahreyfingarinnar" Rætt við Unni Stefánsdóttur, varaformann útbreiðslu- og þróunarsviðs ÍSÍ Þrátt fyrir það að konur séu helm- ingur þeirra er er stunda íþróttir er hlutur þeirra rýr þegar kemur að stjórnun innan íþróttahreyfing- arinnar. Einnig hefur borið á því að umfjöllun um kvennaíþróttir í fjölmiðlum sé ábótavant. A und- anförnum árum hefur stjórn ISI beitt sér fyrir því að á þessu verði gerð bragarbót og allt frá árinu 1990 hafa verið starfandi nefndir og vinnuhópar með það fyrir aug- um. Unnur Stefánsdóttir, varafor- maður útbreiðslu- og þróunar- sviðs ISI og ein af þeim fjórum konum er sitja í stjórn íþróttasam- bandsins, segir það mikilvægt að jafn mikil áhersla verði lögð á kvenna- og karlaíþróttir því það sé markmið íþróttahreyfingarinn- ar að sem flestir verði með. „Það hefur borið á því og sýnt sig í skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið að stúlkur eiga það frekar til en strákar að detta út úr íþróttum. A þessu kunna að vera fjölmargar skýringar og ein er sú að þær íþróttagreinar sem stóru íþróttafélögin bjóði upp á henti stúlkum ekki eins vel. Þannig stunda miklu fleiri stúlkur íþróttir utan íþróttafélaganna eins og t.d. sund, skokk og þolfimi á meðan strákarnir hallast frekar að keppn- isíþróttum hvers konar,“ sagði Unnur en bendir á að ekki þurfi að vera um eðlislægan mun kynj- anna að ræða heldur er þetta kannski frekar spurning um Sparlð fé, tíma og fyrirhöfn Hillorðnir kr. 11.000 Börn kr. 5.000 BLÁFJALLANEFND Sími: 510 6600 ákveðnar áherslur sem viðgangast innan íþróttafélaganna. Unnið með íþróttafélögum Til að breyta þessum áherslum og auka þátttöku stúlkna í íþróttafé- lögum var sett á fót átaksverkefni af frumkvæði Umbótanefndar ISI þar sem leitað var samstarfs við einstök íþróttafélög á landinu. I framhaldi af því voru skipaðar nefndir hjá íþróttafélögunum með það markmið að finna út hvernig hægt væri að koma til móts við þarfir stúlkna. Ýmsar tillögur koma fram sem og úrbætur. Má þar nefna sem dæmi að hjá Stjörn- unni í Garðabæ var byrjað að bjóða upp á þolfimi og hjá Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur var komið á tengingu við líkamsrækt- arstöð þar sem stúlkum í félaginu var boðin þátttaka gegn vægu gjaldi. Unnur segir að samhliða þessu hafi markmiðið einnig verið það að halda félagsnámskeið fyrir konur með það fyrir augum að auka þátttöku þeirra í starfi fyrir félagið. „Það er ljóst að meiri- hluti þeirra einstaklinga sem sitja í stjórn íþróttafélaga eru karlar. Með því að auka þátttöku kvenna í stjórn þessara félaga náum við ekki aðeins þeirri breidd og því jafnvægi í fjármagnsúthlutun sem við erum að leitast eftir heldur verða þessar konur að ákveðinni fyrirmynd fyrir stúlkurnar." Knýja fram hugarfarsbreytingu A Iþróttaþingi sem haldið var á síðastliðnu ári var skipaður vinnuhópur sem skoða átti frekar hlut kvenna í íþróttahreyfingunni. Niðurstaða þessa vinnuhóps var sú að komið yrði upp stöðu jafn- réttisfulltrúa sem vinna ætti í sam- vinnu við stjórn ISI að því að gera íþróttahreyfinguna opnari fyrir kvennaíþróttum svo eitthvað sé nefnt. Unnur segir að aðhald í jafnréttismálum sé mikilvægt til að knýja fram breytingar. „Til þess að kvennaíþróttir nái fullu jafnvægi við karlaíþróttir þarf ákveðin hugarfarsbreyting að eiga sér stað. Það þarf m.a. að halda námskeið fyrir þjálfara og að- stoða íþróttafélög í að efla íþrótt- ir kvenna. Þessi vinna verður að eiga sér stað við ræturnar frekar en að gefnar séu út einhverjar reglugerðir um jafnrétti. Það þarf að fá forystumenn íþróttafélaga til að sjá hversu mikilvægar kvenna- íþróttir eru og geta orðið í starf- semi þeirra,“ sagði Unnur að lok- um. (^Þátttaka kvenna í fþróttahreyfingunhj) * iðkendur » aðrir félagsmenn ■ utan íþréttahreyfingarinnar

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.