Íþróttablaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 2

Íþróttablaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 2
Iþróttahreyfingin er öllum opin ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍU S AMBAND ÍSLANDS íþróttabLaðið 1. tölublað, 59. árgangur, september 1999 Útgefandi: íþrótta- og Ólympíusamband íslands Ábyrgðarmaður: Ellert B. Schram Ljósmyndir: Arnaldur HalLdórsson, Jón Svavarsson og fleiri Umbrot og hönnun: Blaðasmiðjan Augíýsingar: Hafsteinn Viðar Jensson Prentun: Morgunblaðið Forsíðumyndin Mikill áhugi hefur verið á knattspyrnunni í sumar og t.d. mættu um 7.500 manns á bikarúrslitaleik KR og ÍA síðast liðinn sunnudag. íþróttahreyfingin og íþrótta- Lífið í landinu eru að því Leyti einstæð að starfsemin, gengi og árangur, er á aLlra vitorði og á hvers manns vörum. Þar er ekki starfað fyrir Lokuðum dyrum, þar er ekkert pukur möguLegt, þar er aldrei hægt að fara i feLur með úrsLit í leikjum, van- rækslu í þjáLfun, afkomu í rekstri. Starfið er gegnsætt. Okkar fólki er hampað þegar veL gengur og að sama skapi er stutt i gagnrýnina þegar miður fer. Þannig stendur ekki á neikvæðri um- fjöllun þegar íþróttafóLkinu mistekst að standa undir væntingum. íþróttafóLkið er skilgreint sem „gLadíatorar" nútimans, fórnarlömb gífur- Legra peningahagsmuna, við erum uppnefndir íþrótta- mafía, íþróttir eru sakaðar um að vaLda meiðsLum og slysum hjá keppendum og stundum er sagt að íþrótta- hugsjónin hafi umhverfst i miskunnarlaust kapphlaup um gróða og medaLiur á kostnað drengLyndis og dáða. Nú síðast hafa einstakir knattspyrnumenn Legið undir ámæli fyrir kynþáttaofsóknir gagnvart hörundsdökkum mótherjum sínum og þá hef- ur íþróttaféLag verið haró- Lega gagnrýnt fyrir meinta söLu á áfengum bjór tiL ung- linga undir LögaLdri. SLíkri gagnrýni verðum við að taka með þolinmæði og skiLningi vegna þess að hún er hLuti af þvi umhverfi sem við lifum í, þar sem við störfum fyrir opnum tjöLdum. Það er eitt megininntak íþróttanna að sigra og tapa, - skin og skúrir, árangur og ágjafir. íþróttahreyfingin er ekki eyland, vegna þess að íþróttir eru hluti af þjóð- arsálinni og þjóðarsáLin, byggðarlögin, íþróttafélögin og hinn venjuLegi aLmenn- ingur er innbyggður í íþróttahreyfinguna. Við öll erum íþróttahreyfingin, háir sem lágir, ungir og gamlir. Hjörtu okkar slá í takt. Já, það er rétt að pening- ar skipta máLi í íþróttastarf- inu og sumstaðar eru íþróttaviöburðir meira í ætt við „showbusiness". Meint Lyfjamisnotkun, spiLLing í aL- þjóðahreyfingunni, múgsefj- un og fantaskapur eru bLettir á íþróttunum og skaða ímynd þeirra. í íþróttahreyfingunni er sömuLeiðis fóLk af ýmsu sauðahúsi og fjöldi þeirra sem taka þátt ? íþróttstarfinu er svo mikiLL að segja má með sanni að íþróttahreyf- ingin og það sem þar gerist sé þverskurður af þjóðinni og þjóðLífinu. En gLeymum þvi ekki að Langstærsti hluti hreyfingar- innar er fóLk sem sinnir starfi sínu af áhuga og ein- Lægni og íþróttaféLögin eru vettvangur æskufólks og at- gervis. Þar er uppsprettan, þar er öLlum frjálst að starfa, þangað geta allir komið sem vilja gera betur, sem vilja vinna að heiLL iþróttanna. Við erum hvorki betri né verri en þau skilyrði sem okkur eru búin né heLdur það fóLk sem starfar, æfir og keppirinnan okkar vébanda. í framhaLdi af ásökunum á hendur ALþjóöaóLympiuhreyf- ingunni um spiLlingu og sið- Leysi hefur ALþjóðaólympíu- nefndin samið sínar eigin siðaregLur. Það sama hafa sum ísLensku sérsamband- anna gert og íþrótta- og ÓLympiusambandið er einnig með sérstakar siðareglur í smíðum. Aðalatriðið er þó að hreyfingin haldi í heiðri hin sígiLdu lögmál drengLyndis og heiðarLeika, þar sem alLir standa jafnir hvað sem líður kynþætti, búsetu, aLdri, kyni eða atgervi. Sá er kannski heLsti tilgangur íþróttalífsins - að stemma stigu við for- dómum, óregLu og óheiðar- legum samskiptum, að aLa upp og þroska einstakLinga og hugarfar sem feLur i sér þau Lífsgildi að gera drengi að mönnum og menn að drengjum góðum. Elíert B. Schram forseti ÍSÍ Húnein Þessi tölva er ekki hnarreist að ástæðulausu Sumir eru nefnilega fæddir ti I forystu Og hún er frá IBM. <G> NÝHERJI Skaftahlið 24 • Simi 569 7700 Slóð: www.nyherji.is IBM 300PL. Þessi vél er búin bestu netumsjónarkerfum sem til eru og eru þau hönnuö í samvinnu viö Intel. Örgjörvi: P111 450MHz, 64MB vinnsluminni, 6,4GB harður diskur, 10/100 ethernetkort, hljóðkort, Scrollpoint mús og vandað lyklaborð. Hugbúnaður: NT Workstation, Smartsuite Millenium, Norton Antivirus, Smart reaction, Configsafe, LCCM til uppsetningar yfir netkerfi og Alert on lan öryggiskerfi. Og verðið kemur á óvart. Sölu- og þjónustuaðilar Nýherja: Suðurland: Tölvu- og rafeindaþjónustan Selfossi, Tölvun Vestmannaeyjum. Austurland: Tölvusmiðjan Egilsstöðum og Neskaupsstað. Norðurland: Nett Akureyri, Element Sauðárkróki, Ráðbarður Hvammstanga. Vestfirðir: Tölvuþjónusta Helga Bolungarvík.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.