Íþróttablaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 4

Íþróttablaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 4
Aðala og hal Ekki eru mörg ár síðan almenningur i íþrótta- fötum á hlaupum á gang- stigum og götum var lit- inn hornauga, jafnvel tal- inn undarlegur. Að margra mati voru hlaup fyrst og fremst fyrir hlaupara, aðra iþróttamenn og krakka i leikfimi. En nú er öldin önnur. Segja má að hver sem vettlingi getur valdið sé úti að hlaupa og þeim er jafnvel vorkennt sem stunda ekki líkamsrækt- ina. „Mér líður miklu bet- ur siðan ég byrjaði að hlaupa reglulega," segir Stefán Hreiðarsson læknir, sem hefur hlaupið sér til heilsubótar i nær áratug. Var á móti íþróttum Stefán Hreiðarsson hleypur gjarnan um Vesturbæinn og fer oft Seltjarnarneshringinn. húsið og hef ekki hugmynd um hvers vegna en það þýddi eins árs frí. Annars hef ég reynt að hlaupa tvisvar i viku frá sex og upp í tíu kílómetra hverju sinni. Þetta hentar mér og ég held að það skipti mjög miklu máli að hver maður geri það sem hann ræður við. Ég byrja alltaf við útidyrnar heima hjá mér og þar er endastöðin líka. Yfirleitt reyni ég að hlaupa annaðhvort miðvikudag eða fimmtudag og Laugardag eða sunnudag, eftir því hvernig stendur á hverju sinni." Sem fyrr segir áttu íþróttir ekki upp á pallborðið hjá Stef- áni ungum en þaó hefur heldur betur breyst. „Áður en ég byrj- aði að hlaupa synti ég svolítið en á sumrin er ég þó nokkuð á fjöUum og hef gott af. Á vet- urna stundum við mikið skíðin, bæði göngu og svig. Förum alltaf í Skálafell og í eina viku i Alpana en ferðin i vetur verður sú niunda í röðinni. Svo fékk ég tæki til að þjálfa efri hluta lik- amans í fimmtugsafmælisgjöf og þau eru notuð einu sinni í viku. Reyndar minna þegar gott er veóur og meira á veturna." Hálft maraþon í ágúst Það er ekki nóg með að Stefán hlaupi meó sjálfum sér heldur tekur hann þátt í götuhlaupum, síðast Reykjavíkurmaraþoninu. „Fyrsta hlaupið sem ég tók þátt í var gamlársdagshlaup ÍR, sem var 9,5 kílómetrar. Síðan hef ég farið í flest gamlársdagshlaup, Reykjavíkurmaraþon fimm sinn- um, þrisvar í 10 kílómetra hLaup og tvisvar í hálft maraþon. Ég hljóp háLft maraþon núna í ágúst á einni kLukkustund og 55 mínútum en ég hef sett mér það markmið í hLaupunum að hLaupa 10 kíLómetra á mínútu fyrir hvert aLdursár. Það gefur mér mínútu afslátt með hverju árinu en síðasta tían var á 50 mínút- um og 30 sekúndum. Þetta stenst þvi ennþá og ég hvet aLla til að taka upp þráðinn, burtséð frá þyngd og ástandi, því þetta er gerbreytt Líðan. Það sem skiptir máLi er að byrja og halda áfram en aðaLatriðið er að hver finni sinn hraða og álag sem hentar." ÍSÍ opnar skrífstofu á Akureyrí íþrótta- og ÓLypíusamband ísLands hefur opnað skrif- stofu á 2. hæð á Glerárgötu 26 á Akureyri í samráði við bæjaryfirvöld þar. Skrifstof- unni er ætlað að þjóna Norður- og Austurlandi. Um er að ræða 2 ára tiLraun ÍSÍ til að efla tengslin vió fé- lögin og samböndin á svæð- inu en auk þess á að efla verulega námskeiðahald og uppLýsingar. Sambandsaðilar innan þessa svæðis eiga nú að hafa fengið sendar upp- Lýsingar um skrifstofuna og þá þjónustu sem henni er ætLað að veita. Starfsmaóur ÍSÍ á skrifstofunni er Viðar Sigurjónsson og er skrif- stofutími frá klukkan 8 til 16. Sími á skrifstofu er 460 1467. ALlir forsvarsmenn fé- Laga og sambanda á svæðinu eru velkomnir á skrifstofuna. Vetrarúlpurnar eru komnar 66°N Skúlagötu 51, Faxafeni 12 og sportvöruverslanir um land allt Að vera einn með sjáLfum mér og hugsa. Skoða mannlífið í Vesturbænum. Stundum hleyp ég SeLtjarnarneshringinn, stundum Skerjafjarðarhringinn og stund- um hLeyp ég fyrir fLugvöLlinn en best finnst mér að hlaupa í Vesturbænum. Svo tek ég skóna með þegar farið er í ferðir, hvort sem er til útlanda eða innanlands." Hann missti úr eitt ár vegna meiðsLa, en lét þaó ekki á sig fá. „Fyrir þremur árum ökkla- brotnaði ég á hLaupum við JL- Stefán er 53 ára og vel á sig kominn, 178 sentimetrar að hæð og 77 kíló. „Þegar ég var 23 ára var ég einn tíundi úr tonni að þyngd og fari ég Lengra aftur, í Landsprófsdeild MenntaskóLans á Akureyri, var ég næstum geng- inn i antisportistaklúbb sem Har- aLdur BLöndaL ætLaói að stofna. Þannig var tíðarandinn og ég var ekki íþróttamannslega vax- inn en skólameistari hLutaðist til um að klúbburinn var ekki stofnaður." Að loknu læknisfræóináminu fór Stefán tiL Bandaríkjanna í sérnám. „Um 1979 byrjaði ég að hlaupa í litlum mæli. Þegar ég kom aftur heim fór tíminn i annað, koma sér fyrir, byggja og annað slíkt, en svo tók ég upp þráðinn á ný um 1990 og hef hlaupið nokkuð stöðugt síðan." Hleypur einn Stefán á heima í Vesturbænum og byrjaði að hLaupa í hLaupa- klúbbi KR en hætti því fljótlega „Mér Lætur best að hlaupa einn. 4

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.