Íþróttablaðið - 01.09.1999, Page 7

Íþróttablaðið - 01.09.1999, Page 7
Guðrún Nielsen gefur tóninn á Sæluviku að Laugarvatni. er okkur sagt að þetta verði ekki eins slæmt í vetur nema þá um helgar en við ætlum að vera með þetta á þriðjudögum og fimmtudögum." Ævintýri vegna styrks frá ÍSÍ í sumar ákvað ÍSÍ að veita fé- laginu 600 þúsund króna styrk til útbreiðslustarfs. „Þau voru svo elskuleg og myndarleg að veita okkur styrk og Ellert (B. Schram forseti ÍSÍ) sagði að sambandið vildi gera aLlt fyrir okkur sem það gæti. Við erum stjórn ÍSÍ afar þakklát fyrir þennan skilning og þessa rausnarlegu aðstoð. Við erum í samvinnu við Landssamband eLdri borgara og ætlum að fara um landið og kynna iþróttir aLdraðra, stuðLa að fjöLbreytni og auknum áhuga á nauðsyn lík- amsræktar til að bæta heilsu fólks og almenna liðan. Við verðum með kynningu, segjum frá því hvernig þetta aLlt saman hófst og hvernig það hefur þró- ast. Við verðum með fræðslu um nauðsyn þessa tiL að fólk haLdi sinni heiLsu og hreyfifærni sem Lengst. Við verðum með Leikfimi, Leiki, dansa, sund, boccia, pútt, bLak, hreyfisöngva og almennan söng. Fyrsta reynsluferðin var til Vestmannaeyja 5. til 7. ágúst og þar reyndum við þetta allt sam- an. Það tókst mjög veL og var vel þegið af heimamönnum. Það var ánægjulegt að kynnast hinu mikla starfi meðal eldri borgara í Eyjum og njóta frábærrar að- stöðu félagsins, en Sigurður Einarsson útgerðarmaður gaf því heila hæð tilbúna tiL notkunar í íshúsi sinu. Þar er aðstaða fyrir pútt, 18 hoLu völlur, og boccia- vöLlur auk rýmis fyrir aðra fé- lagsstarfsemi. Það er geysiLeg Lyftistöng aó hafa svona gott húsnæði." Eftir ferðina til Eyja var far- ið tiL Egilsstaða um Liðna heLgi en hugmyndin er að fara sem víðast um Land. „Við tökum þetta eftir þvi sem okkur finnst henta best hverju sinni. Við ætlum að fara um Norðurland, Vestfirði, Suðurnes og Suðurland en ég reikna ekki með að það takist á þessu ári. Hins vegar höfum við fundið að það er virkileg þörf á þessu og til dæmis hefur komið í Ljós að ekki er mikið um að vera á þessu sviði meðaL aLdraðra á Aust- fjörðum. Það hefur verið draum- ur okkar lengi að framkvæma þetta og við vonum að við kom- um sem vítamínsprauta inn í starf aldraðra vitt og breitt um landið." Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra kynnir starf- semina um allt land og tekur þátt f alþjóð- legum göngudegi 2. október Aðeins byrjunin Guðrún segir að þetta starf sé aðeins byrjunin og sjáLfsagt sé að haLda því áfram. „Næsta námskeið okkar fyrir kennara og Leiðbeinendur verður á næsta ári en við eigum eftir að auglýsa þaó. Þá geta félög eða staðir sent þá sem ætla sér að hefja kennsLuna eða eru þeg- ar byrjaðir. Við höfum gjarnan fengið kennara frá Danmörku á þessi námskeið og þeir hafa ver- ið alveg frábærir. Reyndar hafa margir af þeim íþróttakennurum sem hafa komið til okkar á nám- skeióin sagt að þetta væru bestu námskeið sem þeir hafa sótt. Þetta eru þeirra orð en ekki okkar en við höfum reynt að vanda veL til námskeiðanna. Við höfum haldið þau i Árbæjar- skóla en þar er aðstaðan aLveg frábær. Þar er leikfimisaLur, sundLaug og fyrirLestrasalur. Við höfum dvaList þarna allan dag- inn, pantað pakkamat og boðið fólkinu upp á súpu og brauð en námskeiðin eru aLltaf um heLg- ar." Sem fyrr segir er Guðrún 76 ára en hún ber það ekki með sér, er kvik og góð fyrirmynd í iþróttum aLdraðra. „Ég var mikið í leikfimi i Ármanni hjá Jóni Þorsteinssyni í gamla daga og tók svo við fLokknum. Ég bý að þessu alLa ævi." Próteinrík íþróttasúrmjólk með ferskjum alltaf í körfuna! Þeir sem ná langt vita hvað til þarf Körfuboltamennimir í Tindastóli hafa allir sama markmiðið: Að ná lengra. Til þess þurfa þeir að halda sér í góðu formi, styrkja bein og vöðva og hafa næga orku. íþróttasúrmjólkin ratar alltaf í innkaupakörfuna hjá þeim því hún er bragðgóð máltíð og auðug afkalki og próteini. MJÓLKURSAMLAG KS SA UÐÁRKRÓKI 0 —

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.