Íþróttablaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 8
4 í Bíldshofða 20, 112 Rcykjavik Simi; S10 8020 www.intcriport.is Hvílist betur og minni sví Brynja Ingunn Hafsteins dóttir í fremstu röð í full skipuðum æfingasalnum Iþróttir eru af margvíslegum toga og ástundunin ræðst af ólíkum þörfum einstaklinganna. Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir er í ákveðnu átaksverkefni til að efla og styrkja líkamann og nær markmiðum sínum í skipulegum tímum i líkamsræktar- stöðinni Þokkabót. Hún byrjaði þegar stöðin var opnuð fyrir nær fjórum árum, mætti i líkamsrækt i hádeginu og seinna í hjólatima sem nefnast spinning en i fyrra bætti hún svo nýjustu þjálfunaraðferðinni við, BodyPump, þar sem unnið er með lóð og lóðastangir til að þjálfa alla vöðvahópa likamans i takt við hvetjandi tónlist. „BodyPump er hluti af viðameiri áætlun, átaki sem ég fór í í fyrra, og það hentaði mér mjög vel," segir Brynja Ingunn, spurð um ástæðu þess aó hún fylgir þessari þjálf- unaraðferð en ekki einhverri annarri. „Ég hef verið i hádegishópnum frá því stöðin var opnuð og til að byrja með var aðalatrið- ið að hittast og hafa það skemmtilegt sam- an, en auk þess hef ég alltaf æft í saLnum. í fyrra byrjaði átakshópur sem náði góðum ár- angri og það varð tiL þess að ég fór í átaks- hóp númer tvö síðastliðið haust." Á barnsaldri áttu fimLeikar hug hennar og sem unglingur æfði hún og Lék fótboLta með FyLki í Árbænum en íþróttaiðkun féLL síðan niður í áratug eða meðan hún stund- aði nám við MenntaskóLann í Reykjavík og LagadeiLd Háskóla íslands. Hún er 33 ára og segir að hún hafi orðið að taka sig á. „Ein- hverra hLuta vegna gaf ég mér ekki tíma fyr- ir íþróttirnar á námsárunum og þær urðu að víkja fyrir öðru. Reyndar hef ég aLLtaf notað hjólið tiL að komast á milli staða en í óefni var komið síðastLiðið haust. Þá var ég orðin mjög þung, hreinlega flæddi. Átakið hefur breytt því." Líkamsræktin hefur forgang Hún segir að ákvörðunin um að fara í átakið hafi ekki verið erfið. „Maður vinkonu minnar hafði verið í átakinu á undan og ég var ákveðin í að gera sLíkt hið sama. Ég vissi að hverju ég gekk og annað var sett tiL hliðar. Ég vissi að framundan væru þrír erfiðir mán- uðir og lét æfingarnar ganga fyrir ölLu. í sumar breytti ég aðeins skipuLaginu, var hérna einu sinni á dag og synti einu sinni dagLega. Það er ekki hægt að halda áfram þessari keyrsLu endaLaust og gott að skipta um gír. En nú er ég nýlega byrjuð í öðru átaki og það hefur forgang." Brynja Ingunn segir að æfingarnar hafi mikið að segja fyrir sig persónuLega og svo sé félagsskapurinn mikiLvægur. „HLuti af þessu er féLagsskapurinn hérna. Hér þekki ég alla, bæði kennarann og aðra. í öðru lagi finnst mér mjög gaman að lyfta og í BodyPump Lyfti ég samkvæmt ákveðnu skipuLagi. Ég finn þyngdirnar sjáLf, get aLLtaf þyngt regLuLega og fyrir bragðið er ár- angurinn mjög sýniLegur. Eina vikuna er þetta ef til vilL mjög erfitt meðan verið er að aðLagast þyngdunum en síðan verður þetta æ auðveldara. Þá eyk ég þyngdina og þannig gengur þetta koLli af kolli. Auk þess er tónlistin mjög skemmtiLeg. Ég er með mjög einhverf einkenni og þoLi ekki miklar breytingar. Það er mikil brennsla í BodyPump og grunnurinn er aLLtaf eins nema hvað skipt er um tónList á þriggja mánaða fresti." Sýnilegur árangur TiL aó ná árangri þarf að Leggja mikið á sig. „Ég æfi hérna tvisvar tiL þrisvar á dag, fimm daga vikunnar," segir Brynja Ingunn um álagió meðan á átakinu stendur. „Ég byrja eldsnemma á morgnana, hleyp í um 20 min- útur á fastandi maga til að koma brennsL- unni í gang. Síðan fer ég í vinnuna og mæti svo í hádegistíma hjá Nonna (Jóni HaLldórs- syni). Eftir vinnuna fer ég yfirleitt í salinn ef það er ekki timi í BodyPump. Það er svo hvetjandi að haLda stöðugt áfram því ég sé svo mikinn árangur. Það er ekki aðeins að ég Léttist heLdur á ég auðveLdara með að Leggja mikið á mig, tiL dæmis þegar ég fer í sumarhús fyrir norðan þar sem Lífsbaráttan er erfið vegna þess að þar reynir mikið á Líkamlegan styrk." Hún vinnur hjá Samkeppnisstofnun og býr ein. „Vegna þess að ég bý ein get ég æft eins mikið og raun ber vitni. Ég er ekki í LíkamLegri erfiðisvinnu heLdur sit aLLan daginn og þarf því á hreyfingunni að haLda. Eftir að ég fór að taka æfingarnar af meiri festu fann ég að ég þurfti minni svefn, svaf minna og var mun hressari en áður. Sumir vildu reyndar meina að ég væri helmingi ör- ari en áður en tiLfeLlið er að þegar ég æfði ekki þurfti ég 11 tíma svefn á sóLarhring, vaknaði mjög þung og Lagðist hreinLega í dvaLa á veturna. Nú þarf ég átta tiL níu tíma svefn, vakna mun ferskari og er fljótari að vakna." Sömu æfingar alls staðar í heiminum í líkamsræktarstöðvunum er yfirLeitt boðin fjöLbreytt lík- amsþjálfun þar sem miðað er við það að aLLri finni eitthvað við sitt hæfi. „BodyPump er það nýjasta, leikfimi með Lóðum sem hefur slegið í gegn víða um heim en um þrjú þúsund stöðvar nota æfingakerfið og þar af tóLf á ísLandi," segir Jón HaLldórsson, iþróttakennari hjá Líkams- ræktarstöðinni Þokkabót, en stöðin er umboðsaðili fyrir BodyPump á íslandi. Les MiLLs í ÁstraLíu taLdi þörf á einhverju nýju og bjó tiL æfingakerfið fyrir tæp- lega áratug. Haft var í huga að það hentaói öllum, en sérmenntaðir kennarar kenna í hóptímum. Hver tími er 45 tiL 60 mínútur og byrjar á upphitun en síðan eru allir vöðvahópar Líkam- ans þjáLfaðir á skipuLegan hátt í takt við tónlist. Unn- ið er með Lóð og lóðastang- ir og lögð áhersla á rétta Lyftingatækni en hver veLur sér þyngd við hæfi. Tíman- um Lýkur með teygjum og sLökunaræfingum. „Það sem er sérstakt við þessa þjáLfunaraðferð er að hreyfingarnar eru aLLar í takt við tónListina og skipt er um æfingar og tónlist á þriggja mánaða fresti," seg- ir 3ón. „Þeir sem ætLa sér að kenna BodyPump verða að fara á sérstök námskeið. Til að haLda réttindunum verða þeir að mæta reglu- lega á námskeið og mega aðeins missa úr eitt skipti af fjórum án þess að fórna fengnum hlut. Það sem gerir þetta sérstakt er ekki síst að sama kerfi er í gangi á sama tíma viðs vegar um heim. Því þarf fóLk ekki að missa af neinu þótt það sé á ferðinni. Það getur farið inn á næstu Líkamsræktar- stöð með þetta æfingakerfi, því menn eru að gera sömu æfingarnar á sama tima aLLs staóar í heiminum." . i. 8

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.