Íþróttablaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 12
Jónas Þórhallsson hefur fórnað miklu fyrir knattspyrnuna í Grindavík í áratugi en íhugar nú að hætta félagsstörfunum eir sem fylgst hafa með ís- lenskri knattspyrnu undanfarin ár setja gjarnan samasemmerki á milli Grindavíkurliðs karla og Jónasar Þórhallssonar. Ástæðan er ósköp einföld. Hann hefur verið stjórnarmaður Knattspyrnudeildar UMFG frá stofnun 1977 og einn helsti forystumaður deildarinnar á öllum sviðum. Byrjaði sem ritari, var formaður 1986 til 1987 og hefur síðan verið varaformaður en íhugar nú alvarlega að hætta á þessum vettvangi. Jónas fæddist í Sandgerði og óLst þar upp. Hann Lék með yngri flokkunum og eitt ár með meistaraflokki en 18 ára flutti hann til Grindavíkur og Lék með liðinu tiL 1984 þegar hann varð að hætta eftir að hafa meiðst í leik. Síðan hefur hann verið for- maður meistarafLokksráðs og fylgt Liðinu eftir í nær hverjum Leik. „Ég heLd ég geti taLið þá leiki á fingrum annarrar handar sem ég hef misst af," segir hann, „en lífið hefur snúist í kringum knattspyrnuna." Frumkvæði Engum dylst hvað forystumenn hafa mikið að segja í aLlri uppbyggingu og þar skiptir keppnisskapið mikLu. Jónas lék með Sand- gerði á móti ísafirði i úrsLitaLeik 3. deildar 1973 og tapaði. Hann var í Grindavíkurlið- inu sem lék um sæti í 2. deild 1977, 1980 og 1981 án árangurs. „Ég er mjög metnað- arfulLur og ætLaði mér og mínu liði aLLtaf upp en það tókst ekki sem leikmaður. Ég hét því þá að það tækist sem stjórnarmað- ur og 1989 varð vonin að veruleika." Þegar Jónas var leikmaður var 3. deild- in Leikin í riðlum en hann og Sigurður Jó- hannsson, formaður í Sandgerði, lögðu til að Leikið yrði i 10 Liða deiLd og var það samþykkt á ársþingi KSÍ 1989. En til að ná árangri þurfa aðstæður að vera i lagi. Ekki síst æfingaaðstaða og keppnisveLlir. „Skömmu fyrir áramót 1985 sögðum við Ragnar Ragnarsson, sem hefur gengið með mér í gegnum þetta aLLt í stjórninni, i bLaðaviðtali að við ætLuðum að fara að byggja grasvölL og félagsheimili og þetta yrði tilbúið árið eftir. Það var hLegið að okkur enda höfðu byggingarframkvæmdir gengið hægt. 1983 byrjuðum við á sökkli féLagsheimiLisins og reistum grind en svo var ekkert gert fyrr en við tókum af skarið og 1986 vígðum við húsið og vöLlinn. Síð- an höfum við haldið uppbyggingunni áfram, tókum æfingasvæðið fyrir neðan og þegar við fengum fjárveitingu frá bænum tiL að byggja búningskLefa gerðum við það með aðstoð verktaka sem við réðum. Þetta hefur verið ómæLd vinna samhLiða hefð- bundnum stjórnarstörfum sem fLestum þykir nóg um, en þegar litið er yfir farinn veg þakka ég fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu því þetta hefur verið mjög gaman." Jónas er kvæntur Dröfn Vilmundsdóttur og eiga þau þrjú börn sem öLl hafa verið á kafi í knattspyrnunni, Ástrúnu 23 ára, Gerði Björg 17 ára og Vilmund Þór 11 ára. „Það hefur ekkert annað komist að en vinnan og félagsstarfið," segir Jónas sem hefur starfað sem skrifstofumaður hjá Þor- birni hf. í Grindavík í nær tvo áratugi. Rætur félagsins eru í fyrirtækinu og var Jón Tómasson fyrsti formaður íþrótta- féLags Grindavíkur sem var stofnað 1935 og varð síðar að UMFG. Forstjórarnir hafa veitt mér og félaginu geysiLega mikinn stuðning og fyrirtækið hefur ávaLlt verið sterkur bakhjarl," segir Jónas. Sem fyrr segir hefur knattspyrnan átt hug hans aLlan. „Þetta kemur berLega í Ljós á mannamótum þegar umræðan er um áhugamálin því þá eru menn í Laxveiði, goLfi og öðru en ég hef eytt ölLum frí- stundum í sjálfboðaliðsstarf fyrir fótboLt- ann. Við eigum til dæmis felLihýsi en ég hef sofið í því eina tiL tvær nætur á ári vegna þess að ég hef ekki haft meiri tíma. En svona er þetta og það má segja að ég sé naglfastur í þessu. í það minnsta virð- ist erfiðara að komast úr því en í." Draumur um íslands- meistaratitil frá byrjun Mikil barátta hefur einkennt lið Grindavík- ur frá fyrstu tíð. „Það hefur aLltaf verið á brattan að sækja en engu að síður hafa ánægjustundirnar verið margar. Ekki síst þegar við fórum upp úr 3. deiLd 1989 og 1994 þegar við unnum okkur sæti í 1. deiLd. Við höfum verið samfleytt í fimm ár í efstu deild og þrisvar höfum við háð úr- slitaleiki um að haLda sætinu en í öLLum tiLvikum hafa úrsLit ekki ráðist fyrr en undir Lokin í síðasta leik. Við þekkjum því ekki annað en þessa baráttu en hún er okkur í blóð borin. Hamskiptin í veðrinu herða sérstaklega okkur sem búum við sjávarsíðuna og erum vanir að fara á sjó í hvaða veóri sem er. Ég var á sjó í sex ver- tíðir og var svo heppinn að vera aLltaf á aflaskipi, meðaL annars loðnuskipinu Guð- mundi RE og netabátnum Kópi GK. Mér hefur því aLltaf fylgt veLgengni og barátt- an í fótboLtanum er Lik þeirri sem maður kynnist tiL sjós. Maður sækir sjóinn tiL að ná árangri og i fótboLtanum hefur draum- urinn um að verða ísLandsmeistari bLundað Það var hlegið að forystumönnun- um 1985 þegar þeir sögðust ætta að vígja félagsheimili og grasvöll árið eftir en með mikilli vinnu tókst það. Sigurður tók þessa mynd af Jónasi við félagsheimitið á dæmigerðum vinnudegi. 12

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.