Íþróttablaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 13

Íþróttablaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 13
f í okkur frá stofnun deildarinnar. Sigurður G. Ólafsson heitinn, fyrsti formaður deild- arinnar, sem smitaði okkur með áhuga sín- um og eldmóði, sagði á sínum tíma að Grindavík væri eina liðið i 3. deild sem hugsaði eins og 1. deildar-lið. Þetta voru fleyg orð en i hans huga var ekkert nógu gott nema það væri eins og hjá liðunum i 1. deild." Samferða Samvinnuferðum- Landsýn alla tíð Vegna aðstöðuleysis yfir vetrarmánuðina hafa mörg lið farið í æfingaferðir til út- landa á veturna. Grindvíkingar eru i þeim hópi, hafa farið árlega frá 1978, og alltaf á vegum Ferðaskrifstofunnar Samvinnu- ferða-Landsýnar. „Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Land- sýn var stofnuð 1978 og hún skipulagði ferð fyrir okkur til Svíþjóðar það ár. 1979 fórum við til Kanada og svo hingað og þangað en við höfum ferðast árlega á veg- um SL. Við höfum farið í æfingaferðir á vorin og svo félagsferðir eftir tímabilið en með í för hafa verið frá 30 upp í 100 manns. Ég hef átt mjög gott samstarf við Helga Jóhannsson, framkvæmdastjóra SL, og þess má geta að stuðningur ferðaskrif- stofunnar 1989, sem var árangurstengdur, nægði fyrir feró fyrir aLlan Leikmannahóp- „ u inn. Jónas segir að árangurstengdu samn- ingarnir við SL sýni að sumu leyti bjart- sýnina sem hefur ríkt i Knattspyrnudeild Grindavikur en Sigurður hafi líka Lagt áhersLu á að Leikmenn fengju að æfa með erlendum Liðum í þeirri von að reynslan nýttist Grindavík. „Sigurður var stórtækur og með háar hugmyndir. Við veLjum Leik- mann ársins eins og fLeiri og tvisvar sendi Sigurður tvo menn tiL ArsenaL, leikmann ársins og þann sem næstur kom. Fyrst fóru Kristinn Jóhannsson og Ragnar Eðvaldsson en síðan ég og Bjarni Ólafsson. Vió æfðum í þrjár vikur hjá ArsenaL og kynntumst þá knattspyrnustjóranum Terry Neill. Við fengum Henson (HaLLdór Einarsson) til að athuga hvort hann viLdi ekki koma og þjálfa hjá okkur eftir að hann hafði verið látinn fara frá Arsenal en hann var ekki tilbúinn þegar á reyndi. Svavar Sigurðsson, þáver- andi formaður hjá okkur, hafði síðan tvisvar samband við NeilL og hann virtist heitur en afþakkaði svo gott boó vegna starfs sins í fjármáLaheiminum. Þetta sýnir hvað við höfum verið stórhuga og mikið hefur verið braLlað en hLassið hefur alLtaf verið jafn þungt." Tvisvar ætlað að hætta Segja má að sjáLfboðaLiðar hafi borið uppi íþróttastarfið að mestu Leyti, en þeim fer fækkandi og Jónas hefur tvisvar hugleitt að hætta. „Við vorum fjórir eða fimm sem unnum 100% við að tyrfa og byggja félagsheimiL- Jónas hefur haid- ið úrktippum og myndum frá starf- inu til haga og þegar hann horfir yfir farinn veg með eiginkonunni Dröfn fer ekki á mitli máta að hon- um htýnar um hjartarætur. ið, sem var vígt 26. júlí 1986, og þegar þessu verki var Lokið var ég ákveðinn að hætta. Ég hafði tekið aLlan tímann frá fjöLskyLdunni og það eina sem bjargaði fjöLskyLdulífinu var að konan var með mér í þessu allan tímann. Hins vegar fékk ég í tvígang áskorun frá leikmönnum og fóLki úti í bæ þess efnis að hætta ekki. Mér þótti vænt um þaó, Lét tilLeiðast og héLt áfram. í sumar var ég óánægður með dómgæstuna og gaf svo út yfirLýsingu um að ég ætlaði að hætta eftir tímabiLið. Eftir gagnrýni mina stórbatnaði dómgæslan en orð min standa enn nema gjörbreyting verði á öLlu skipulagi. Ég vil fara sömu leið og KR-ingar og stofna hLutafélag um reksturinn. Menn verða að gera sér grein fyrir að umhverfið hefur breyst mikið og 1995 lagði ég tiL að við færum ótroðnar slóðir. Hugmyndin var að stofna hlutafélag í kringum meistarafLokkinn og hugleiddu tíu útgerðarmenn að vera meó en rætt var um að hlutaféð yrði 15 milLjónir króna. Hins vegar runnu áformin út í sandinn vegna ástæðna sem ástæðulaust er að rifja upp en það er kominn tími til að huga að breyttu formi á ný." Jónas segir að áður fyrr hafi sömu menn verið i stjórnum knattspyrnudeiLda víðs vegar um landið um árabiL og aLlir hafi þekkst en nú sé annað uppi á ten- ingnum. „Ég er að verða eins og síðasti geirfuglinn. Áður voru alLtaf sömu menn- irnir á ársþingum KSÍ, góðir kunningjar minir, en undanfarin ár hef ég þekkt fáa vegna þess að það eru svo ör skipti i stjórnum deildanna. Nú gefa menn kost á sér í stjórn og ætla að sigra heiminn en gLeyma því að í mótbyr sem veLgengni þarf að vinna, fórna. Ekkert kemur sjálfkrafa upp i hendurnar á manni og eftir árið eru þessir menn hættir, því þeir mega ekki vera að því aó standa i þessu. Sem betur fer höfum við verið heppnir í Grindavík því einstakur mannskapur hefur starfað fyrir deildina en því er ekki að leyna að menn lýjast og þetta gengur ekki Lengur að óbreyttu." Uppeldisstarf og arðsemi Æ meiri peningar hafa komió inn í knatt- spyrnuna á nýLiðnum árum og ekki er að- eins litið á starfið sem uppeLdisstarf og lið í vímuefnaforvörnum fyrir börn og ung- linga hetdur skemmtiiðnað þar sem arð- semi ræður ríkjum. „Þetta er ekki lengur hugsjón heldur fyrirtækjarekstur með öLlu sem honum vió- kemur," segir Jónas. „Þetta betL daginn út og inn gengur ekki lengur því þetta eru kaup kaups. Því er ekki spurning hvort Hjónin lögðu liart að sér við að tyrfa grasvöllinn en Siguróur G. Ólafsson, fyrsti formaður Knatt- spyrnudeitdar Grirrdavíkur, var tíka á fullu allan timann og tók mynd- ina. Grindavík fer á hlutabréfamarkað heldur hvenær. Bær eins og Grindavík stendur og fellur með íþróttunum og því er nauðsyn- Legt að styðja vel við bakið á þeim. Menn geta ekki endaLaust staðið og barist við vindinn daginn út og inn án þess að fá nokkuð fyrir það, en eins og einn útgerð- armaður sagði við mig fyrir skömmu er sama arðsemi í rekstri knattspyrnudeiLdar og í rekstri útgerðar. í knattspyrnunni eru menn keyptir og seldir en i útgerðinni er það afLinn sem er veiddur, seldur og keyptur." Þetta á við um meistarafLokkinn en Jónas segir að ekki megi gleyma uppeLdis- starfinu. „Ég heLd að stjórnmáLamenn skiLji ekki hvað vió erum að gera. Forvörnin er þvíLík, jafnt hjá piltum sem stúLkum, en ekki er horft á það þegar félögin eru kraf- in um virðisaukaskatt sem þau hafa aldrei innheimt. Á sama tíma ganga eiturlyfja- barónar lausir. Við njótum ekki skilnings hins opinbera við að byggja ungviðið upp en söLumenn dauðans fá að Leika lausum haLa með skeLfilegum afleiðingum." Jónas áréttar að ekki þýði að reka knattspyrnuLið í efstu deiLd á hugsjónum einum saman. „Þetta er fyrirtæki með góða markaðsvöru. Þekkingin til að stíga næsta skref er til staðar i Grindavík og við finnum fyrir gríðarlega miklum áhuga á starfinu hjá fyrirtækjunum í bænum. MáLið er bara að stíga skrefið og þá kemur tiL greina aó ég hugleiði að halda áfram en ég hef fengið mig fuLlsaddan á hinu form- inu sem hefur fyrir löngu gengið sér tiL húðar." 13 i

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.