Íþróttablaðið - 01.09.1999, Qupperneq 14

Íþróttablaðið - 01.09.1999, Qupperneq 14
Um 16 milljónir króna úr íþrótta- sjoði a an Menntamálaráðherra úthlutar um 16 mitlj- ónum króna á ári úr íþróttasjóði til eflingar íþróttum í landinu en íþróttanefnd ríkisins hef- ur umsjón með sjóðnum og gerir tillögur um út- hlutun fjár úr honum sam- kvæmt nýjum íþróttalög- um sem voru samþykkt á Alþingi í júní í fyrra. Ráðherra skipaði Guðjón Guð- mundsson alþingismann formann íþróttanefndar haustið 1997 en þá var um þriggja manna nefnd að ræða. Með nýjum íþróttalög- um var nefndarskipan breytt i fimm manns. Guðjón er formað- ur, tilnefndur af ráðherra, Frið- jón B. Friðjónsson er tilnefndur af ÍSÍ, Sæmundur Runólfsson af UMFÍ, Ómar Einarsson af stjórn Sambands islenskra sveitarfé- laga og Erlingur Jóhannsson til- nefndur af íþróttakennaraskor Kennaraháskóla íslands. Nefndin er skipuð til fjögurra ára i einu en hLutverk hennar er að veita menntamálaráðuneytinu ráðgjöf i íþróttamálum. Flún gerir til- lögur til ráðuneytisins um fjár- framlög til iþróttamáLa í fjárlög- um og um úthlutun úr íþrótta- sjóði. „Það er skiLgreint í reglugerð hvernig má veita fé úr sjóðnum en undanfarin ár hafa um 80 umsóknir borist og um heLming- ur umsækjenda fengið styrki," segir Guðjón. „í reglugerðinni er tekið fram að framlög megi veita tiL sérstakra verkefna á vegum íþróttaféLaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til iþróttaiðkunar. í þessu sambandi er fyrst og fremst um tækja- og áhaLdakaup að ræða. í öðru lagi eru út- breiðsLu- og fræðsLuverkefni styrkt. Þar á sérstakLega aó Leggja áhersLu á verkefni sem stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og ung- linga. í öðru lagi verkefni sem efla þekkingu þjálfara og Leið- beinenda í íþróttastarfi og í þriðja Lagi verkefni sem auka giLdi íþróttastarfs i forvörnum íþróttasjóður ríkisins styrkir meðal annars tækja- og áhaldakaup. gegn neysLu hvers kyns fíkni- efna. Síðan má veita fé til íþróttarannsókna. Þar má styrkja rannsóknir á þróunarverkefna- sviðum íþróttafræða og samfé- lagsfræða og fleira af því tagi." Guðjón segir að síðan hann hafi tekið við formennsku nefndarinnar hafi hún þurft að taka á margvíslegum máLum. „Mjög mikiLl tími hefur farið í skýrslu um verkefni íþróttastarfs en nefnd skiLaði mjög góðri og gagnlegri skýrstu um málið i fyrra. Við höfum lagt áhersLu á að reyna að koma helstu áhersl- um skýrslunnar tiL framkvæmda og fylgja henni eftir. í öóru Lagi höfum við veitt Leiðbeiningar um byggingu íþróttamannvirkja. Við höfum fjalLað um breytingu á skipan íþróttahéraða og einnig heilmikið um öryggismáL í æsku- lýðs-, tómstunda- og íþrótta- starfi og höfum meóaL annars nýLega staðið að útgáfu bæk- lings um öryggi á sundstöðum. Við fjölLum um málefni íslenskra getrauna, æskulýðs- og íþrótta- rannsóknir og gefum stundum umsagnir vegna fyrirspurna og tiLtagna á Alþingi. Við tökum þátt í erLendu samstarfi, nor- rænu, evrópsku og alþjóóLegu samstarfi og eigum fuLttrúa í Af- reksmannasjóði. Mikill tími fer í umfjölLun og tilLögur um styrk- umsóknir og að undanförnu höf- um við komið mjög að ráðgjöf vegna uppbyggingar íþróttaað- stöðu á Egilsstöðum og í Vestur- byggð. Ákveðið hefur verið að byggja upp frjálsíþróttaaðstöðu fyrir AusturLand á Egilsstöðum og ríkið hefur komið mjög myndarLega að því verkefni. Sama má segja um uppbyggingu i Vesturbyggð fyrir suðurhluta Vestfjarða sem er að fara af stað á Patreksfirði og BíLdudaL. Þá héldum við norrænan samráðs- fund um íþróttamáL í KefLavík á dögunum og drjúgur tími fór í undirbúning hans." Að sögn Guðjóns kemur íþróttanefndin yfirleitt saman á tveggja vikna fresti „Reynir Karlsson, sem hefur verið íþróttafulltrúi ríkisins um langt árabil, er framkvæmdastjóri nefndarinnar en nýLega var hann kosinn í framkvæmdastjórn íþróttanefndar Evrópuráðsins. Fyrst og fremst erum við ráð- gjafar menntamálaráðherra og þess ber að geta að við höfum átt afskapLega gott samstarf við Björn Bjarnason menntamálaráð- herra en hann hefur sýnt þess- um málafLokki mjög mikinn áhuga og verið jákvæður gagn- vart honum." -> Strákarnir hafa allir fengið Nokia 3210 síma ásamt Frelsi frá Símanum GSM. Þegar þú ert hluti af mikilvægri Liðsheild er nauðsynlegt að vera í góðu sambandi við þína nánustu. Jafnt innan vallar sem utan. Áfram frelsi og áfram Island! X- www.gsm.is/frelsi X 14

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.