Íþróttablaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 17
Breytingar hjá íslenskrí getspá Nokkrar breytingar hafa átt sér stað hjá íslenskri getspá nú í sumar en þá lét af störfum Vilhjálmur Vilhjálmsson framkvæmdastjórí eftir þrettán ára far- sælt starf. Við stöðunni tók Bergsveinn Sampsted en hann starfaði áður sem markaðsstjórí hjá fyrirtækinu. íslensk getspá, sem er i eigu íþrótta- og Ólympiusam- bandsins, Ungmennafélags íslands og Öryrkjabanda- lagsins, starfrækir Lottó og Víkingalóttó hér á landi. Að sögn Bergsveins er staða fyr- irtækisins góó og ástæða til fullrar bjartsýni hvað framtíðina varóar. „Tækniframfarir á öllum sviðum munu í framtíðinni skapa okkur nýja möguleika til þess að selja okkar vörur. Við höfum nú þegar á að skipa einu víðfeðmasta beinlínutengda sölukerfi Landsins þannig að vió erum vel í stakk búin til þess að takast á við ný sóknartækifæri," segir Bergsveinn. Hann bendir þó á harðnandi samkeppni á þessum markaði. „Það hefur ávallt verið stefna hjá íslenskri getspá að koma reglulega fram með nýjungar eins og tiL dæmis Jókerinn og bónusvinninginn á sínum tíma. Með því móti kom- um við í veg fyrir stöðnun sem er aldrei af hinu góða og bætum um leið samkeppnisstöðu okkar. Við verðum alltaf að vera á varðbergi og þróa okkar vörur miðað við þarfir markaðarins hverju sinni. Núna erum við tiL að mynda að skoða Leið til að fjölga vinningshöfum en þeir urðu eiLítið færri eftir að við fjöLguðum Lottótölunum úr 32 í 38 á sínum tíma," segir Berg- sveinn. íslensk getspá var stofnuð i nóvember 1986 eða fyrir 13 árum. Voru söLustaðirnir 79 tals- ins og alLir beinlínutengdir vió móðurtölvu sem var alger tækni- bylting á þeim tíma. Það þótti tiL dæmis tíðindum sæta að hægt væri að taka þátt í Leikn- um þar tiL fimmtán mínútum fyrir útdrátt. Nú, 13 árum síðar, er staóan alLt önnur. Hraðinn í þjóðféLaginu hefur stóraukist og þjóðfélagsmunstrið breytt. Til að mynda voru þeir sölustaðir vandfundnir sem höfðu nægi- lega lengi opið á laugardögum en nú er almennt opið á laugar- dögum. „Þessi þróun kaLlar á að við hjá íslenskri getspá endur- skoðum uppbygginguna á sölu- kerfinu okkar frá grunni. Við þurfum að gæta þess að Lottó- kassarnir séu á góðum stöóum sem eru aðgengilegir fyrir við- skiptavini okkar. Þessa dagana erum við að skoða Internetið af mikilli alvöru en með Netinu skapast ný leið tit þess að koma vöru á framfæri. HeimiListölvan er í rauninni orðin LykilL að margvíslegri þjónustu og hver veit nema í framtíðinni verði hægt að kaupa Lottómiða í gegnum internetió - og ekki má gleyma GSM-símun- um og gagnvirku sjónvarpi. Það er því í mörg horn að líta hjá Getspánni þessa dagana en við lítum björtum augum fram á veginn. Með jafn góðu fólki og Getspáin hefur á skipa eru okkur alLir vegir færir. Við fáum drif- kraftinn frá eigendunum þegar við sjáum hvað tekjurnar sem við skiLum frá okkur gagnast við það frábæra starf sem þeir eru að vinna, en eins og fram hefur komið þá er ágóóa íslenskrar getspár varið í þágu íþrótta, ungmenna og öryrkja," sagði Bergsveinn. SHttu út shfci HkamaKUTn ¥ IMýtt Riatmi fyrir bá sem aetla sér »'« MEIRA «d( 17 S< l'd 20% afsláttur ásamt bcl. með hverjum stauh nmm gllúlr I 5 cktober 9MM| úh LYFJA ImJI - Lyf A UgmArtisvðrðl Lyfja Légmuia NATEN í U bm * Bergsveinn Sampsted, nýr framkvæmda- stjóri íslenskrar getspár, hefur hug á að bjóða fótki að kaupa lóttóseðla á Netinu. Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar úr því þegar tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega, til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en 1 ár. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Lyfið er ekki ætlað bömum. BEINT í NIARK! Gakktu reyklaus til leiks með Nicotinell' Þín vellíðan -okkar markniið MOVE berkemann I N N L E G G (ompeed’ P L A S T U R Össur hf. býður mikið úrval af alls- kyns hjálpar- og stoðtækjum. Hvort sem er í daglega lífinu eða ef þú ert á leið í fjallgöngu, fótbolta eða út að skokka, þá finnur þú í lyfjaverslunum um land allt mikið úrval af gæða- vörum sem létta lífið og auka vellíðan.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.